Glæsilegt mark Ellerts Jóns

Skagamenn heimsóttu FH-inga í dag í blíðskaparveðri,Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum yfir á 8 mínútu með marki úr vítaspyrnu.Þannig var staðan í hálfleik en FH-liðið var mun sterkari aðilinn í þeim fyrri,í seinni hálfleik kom allt annað skagalið inn á völlinn,og áttu þrjú mjög góð færi,en það var svo á 80 mínútu sem jöfnunarmarkið kom Ellert Jón Björnsson átti þrumuskoti óverjandi fyrir Daða í markinu,án efa eitt fallegasta mark sumarsins það sem af er,FH-ingar fengu tvö góð færi eftir þetta en jafntefli var niðurstaðan,dómari leiksins var mjög slappur að mínu mati,það voru dæmdar 23 aukaspyrnur á ÍA en aðeins 9 á FH liðið,það hefði mátt dæma mun fleiri aukaspyrnur á FH í þessu leik.Það var mjög góð mæting á leikinn og fín stemming og veður frábært,en gott stig í hús hjá skagamönnum.Næsti leikur hjá ÍA er 26 Júlí á Akranesvelli geng HK.
mbl.is FH og ÍA skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir ÍA í dag?

Seinni hluti Íslandsmótsins í knattspyrnu,fer af stað í dag með leik FH-ÍA.Það verður gaman að sjá hvernig þessi leikur fer,ég vona að sjálfsögðu að skagamenn taki þennan leik,ég verð mættur í Kaplakrikann klukkan 16.Mín spá um þennan leik 2-1 fyrir ÍA.

Keflavík-KR.Ég get ekki séð að KR vinni þennan leik,ef KR ætla sér að snúa við blaðinu þá verða þeir að hætta að hræra endalaust í liðinu.Keflavík vinnur þennan leik 3-1.Þessi leikur er á morgun sunnudag.

Fylkir-Breiðablik.Þetta gæti orðið spennandi leikur,Fylkismenn eru sterkir heima,en ég held að Breiðabliksmenn vinni þennan leik 2-0.Þessi leikur fer fram á mánudag.

HK-Víkingur R.Gæti orðið baráttuleikur,ef HK ætla sér að halda sæti sínu í deildinni,þá er þetta leikur sem þeir verða að vinna,mín spá 1-0 fyrir HK.Þessi leikur er á mánudag.

Fram-Valur.Gæti trúað að þetta verði markaleikur,Valsmenn eru mjög sterkir um þessar mundir og vinna þennan leik 4-1.Þessi leikur fer fram á mánudag.


mbl.is FH og ÍA hefja seinni umferðina í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband