Nýr bíll og ný heimasíða

Evo-Jón og BorgarJón Bjarni og Borgar sem lentu í öðru sæti á Íslandsmótinu í rallakstri í fyrra hafa fest kaup á nýrri bifreið en þeir óku Subaru Imprezu í fyrra,nýji bílinn er af gerðin Mitsubishi Lancer EVO 7 og er smíðaður í Finnlandi þetta er mjög öflugur bíll og nokkuð ljóst að þeir félagar munu slást um Íslandmeistaratitilinn í sumar ásamt nokkrum öðrum.

Þeir félagar hafa einnig opnað glæsilega heimasíðu www.evorally.com flott framtak hjá þeim,það er gaman að sjá að menn eru farnir að leggja mikinn metnað í rallið hér heima og bílarnir orðnir öflugir og glæsilegir,einnig hafa nokkrir opnað heimasíður eða blogg.Ég óska Jónba og Bogga til hamingju með nýju græjuna og síðuna.

Daníel og Ísak kepptu í sunseeker rallinu í Bretlandi um helgina,þeir urðu frá að hverfa með bilaða kúplingu eftir frábæran akstur,ég mun birta grein um rallið hér á síðunni í kvöld.

Mynd:  www.evorally.com .


Bloggfærslur 24. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband