Fyrsta degi lokið í Rallý Reykjavík

Mitsubishi Rallý Reykjavík hófst í dag með fjórum leiðum. Þetta var létt upphitun fyrir næstu tvo dagaelvaro 8117 en á morgun verða eknar 150 km á sérleiðum. Margar skemmtilegar leiðar verða á morgun t.d. Kaldidalur og Uxahryggir en Kaldidalur er ekin í báðar áttir.

Jón Bjarni og Sæmundur leiða rallið en þeir settu nýtt Íslandsmet á Kleifarvatni, tími þeirra 3:13 og tóku þeir 13.sekúndur af Stuart Jones og Ísak á þessari leið. Slagurinn um fyrsta sætið er mikil því Stuart og Ísak eru ekki nema 17.sekúndum á eftir fyrsta.

Eyjó og Baldur óku geysilega vel í dag og eru í 5.sæti, í jeppaflokki eru þeir með góða forustu á næstu menn í. Með svona akstri ná þeir í verðlaun í heildarkeppninni.

Himmi og Eyjólfur leiða 2000 flokkinn og eru í 7.sæti í heildinni, þeir lendu í einhverjum vandræðum í lok dagsins en náðu að elvaro 8228laga bílinn í kvöld. Feðgarnir Hlöðver og Baldur óku af skynsemi í dag og eru ekki nema 18.sekúndum á eftir Himma. Baldur er að keppa í sínu fyrsta ralli, eins og áður hefur komið fram er hann yngsti keppandi í ralli frá upphafi.

Aðalsteinn og Heimir(bróðir) óku vel í dag og eru í 6.sæti. Bíllinn var aðeins að stríða þeim í kvöld, því var kippt í liðin að mestu og hann verður vonandi betri á morgun. Alli var að bæta sig mikið! í dag, hann bætti sinn persónulega tíma á kleifarvatni um 21.sekúndu frá síðasta ralli, það gerir 3.sek á km og það er bæting!Smile.

Hægt er að sjá heildarstöðu inná www.rallyreykjavik.net  og tíma á leiðum.

Umfjöllun eftir dag tvö kemur annað kvöld.  Elvar Snilli hefur sett fullt af myndumSmile í albúmið frá fyrsta degi http://ehrally.blog.is/album/rr_2009_perlan og hér  http://ehrally.blog.is/album/rr_2009

elvaro 8192

                                        Spútnik dagsins Wink


Mitsubishi Rallý Reykjavík að hefjast

elvaro 304330. Alþjóðarallið byrjar í dag og fara 27. bílar af stað. Bílarnir verða ræstir frá Perlunni kl: 17:00. Fyrsta leiðin leggur um Djúpavatn/Ísólfsskóla og er 28 km, þessi leið er mjög skemmtileg en getur refsað mönnum ef þeir fara of geyst.

Ég hvet fólk að koma uppí Gufunes og horfa á skemmtilega leið, þar munu bílarnar aka tvær ferðir. Fyrsti bíll er ræstur af stað kl: 19:10 í fyrri ferð, það væri gott fyrir fólk að mæta sirka 15: mín fyrr.

Margar erlendar áhafnir mæta til leiks, þar ber hæsta að nefna Stuart Jones en hann er mjög hraður og verður hann með Ísak Guðjónsson sér við hlið en eins og allir vita er hann með mikla reynslu úr rallinu!, þeir verða líklega í hörku slag við Jón Bjarna og Sæmund og vonandi verður sá slagur allt rallið. Einnig verður mikil slagur í hinum flokkunum og ekkert verður gefið eftir.

Þegar bílarnir hafa lokið keppni í dag, fara þeir í þjónustuhlé við Shell á Vesturlandsvegi og koma fyrstu bílarnir þangað um kl: 20:00.

Umfjöllun eftir daginn kemur auðvita inná þessa síðu í kvöld.

Mynd: Jón Bjarni og Sæmundur.


Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband