Þakkir til stjórnar BÍKR

BIKR-logo[1]Þeir sem hafa fengið lítið hrós á ralltímabilinu sem er nú ný lokið er stjórn BÍKR(Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur). Þessir drengir hafa unnið frábært starf á þessu ári og eiga miklar þakkir skilið!. BÍKR( www.bikr.is) hélt 5 keppnir af 6 á Íslandsmótinu og fórst það afar vel af hendi.

Klúbburinn hélt einnig leikdag upp á rallycrossbraut en þeim degi var hent upp á einum sólarhring, því AÍFS frestaði öðru rallinu rúmum tveim sólarhringjum fyrir ræsingu. Það var grillað og allir áttu glaðan dag upp á braut á þessum leikdegi Smile.

Svo sá BÍKR um að skipuleggja rallið á Lex-Games, það var mjög góð auglýsing fyrir sportið, þetta var vel skipulagt af klúbbnum og allt gekk hratt og vel fyrir sig! Smile. Einnig var grillað ofan í gesti og gangandi í keppnisskoðun fyrir Rallý Reykjavík um miðjan Ágúst.

Svo gerði BÍKR blað sem var dreift með fréttablaðinu, þetta blað kom út í vikunni sem Rallý Reykjavík var haldið. Blaðið var fjórar blaðssíður um rallý. Elvar átti mikinn þátt í hversu blaði var flott, vonandi kemur meira svona frá klúbbnum og þá í samstarfi við Elvar Happy.

Þetta var í stuttu máli hvað stjórn BÍKR hefur gert fyrir OKKUR á þessu keppnistímabili. Svo má auðvita ekki gleima öllum þeim starfsmönnum sem hafa komið að öllum keppnunum EN án þeirra væri ekkert rallý!, allt þetta fólk á mikið hrós skilið!.

Undirritaður vonar innilega að stjórn BÍKR haldi áfram og geri jafn góða hluti næstu árin eins og þeir gerðu á þessu ári!

Rallý kveðja/ Dóri


Bloggfærslur 10. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband