Páll og Aðalsteinn sigruðu
5.9.2009 | 00:15
Páll og Aðalsteinn sigruðu rallið sem var rétt í þessu að ljúka og er þetta frábært hjá þeim félögum. 7 sérleiðar voru eknar í rallinu í kvöld og sigruðu þeir félagar allar, svo yfirburðir þeirra hafa verið nokkrir, til hamingju með góðan sigur drengir.
Jóhannes og Björgvin gerðu vel og náðu 2.sæti og er þetta besti árangur þeirra á þessari bifreið, þeir voru rúmum fjórum mínútum á eftir fyrsta.
Guðmundur Orri og Hörður óku mjög vel og enduðu í 3.sæti og þeir sigruðu jafnframt jeppaflokkinn og eru komnir í góða stöðu í Íslandsmótinu í jeppa.
Hilmar Bragi og Stefán Þór unnu 2000 flokkinn og enduðu í 4.sæti, þessi úrslit þýða það að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar í 2000 flokki, frábær árangur hjá þeim og verður gaman að sjá Himmi aka öflugri bíl á næsta ári. Til hamingju með titilinn strákar!. Feðgarnir Hlöðver og Baldur lentu í 2.sæti í 2000 flokki, þeir enduðu einni mínútu á eftir Himma og Stefáni, en Hlölli og Baldur töpuðu miklum tíma á fyrstu og annarri leið við það að fara útaf.
Aðalsteinn og Heimir fóru útaf á fyrstu leið og töpuðu 10 mínútum. Þeir óku mjög vel eftir þetta og náðu fórum sinnum 2. besta tíma, flott hjá þeim fyrir utan það að fara útaf á fyrstu leið.
Lokaúrslit hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=6&RRAction=9 .
Svo er síðasta rall ársins á morgun og hefst það kl. 10:00 í fyrramálið, það er hægt að fylgjast með live á morgun hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=7&RRAction=9 .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)