Bikarmeistarar BÍKR 2010
2.5.2010 | 14:07
Bikarmótaröð BÍKR lauk í gær við Sundahöfn. Hilmar B Þráinsson sigraði keppnina og varð um leið Bikarmeistari í heildarkeppninni. Himmi keppti á MMC Lancer Evo 5 sem hann festi kaup á í fyrra, hann gerði algjörar endurbætur á bílnum í vetur og tók hverja einustu skrúfu úr bílnum og bíllinn leit glæsilega út í gær. Til hamingju Himmi með titilinn og bílinn !
.
Í eindrifsflokki varð Hlöðver Baldursson Bikarmeistari en hann lendi í 3 sæti í keppninni í gær. Hlöðver ekur 26 ára gamall Toyotu Corollu með afturdrifi. Til hamingju Hlölli .
Ragnar Magnússon er Bikarmeistari í jeppaflokki. Ragnar lendi í 3 sæti í jeppa í gær og hann lendi jafnframt í 3 sæti yfir heildina í Bikarmótinu. Til hamingju Rangar .
Vil minna á að Íslandsmótið byrjar 21 Maí sem er föstudagur en keppnin heldur áfram á laugadeginum 22. þetta verður allt auglýst þegar nær dregur.
Video frá Elvari SNILLA sem er frá keppninni í gær. Í þessu video er Sigurður Bragi á rauða Evoinum og Hilmar á hvíta Evo.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)