Góður sigur hjá Loeb

100307_blur[1]Frakkinn og heimsmeistarinn Sebastien Loeb sigraði í Mexíkórallinu sem lauk í dag, hann tók um leið forustuna í heimmeistarakeppninni en tvær keppnir eru búnar.

Loeb tók forustuna á degi tvö en þann dag byrjaði hann þriðji og var þá 20 sekúndum á eftir Petter Solberg, þegar degi tvö lauk var Frakkinn komin með um 20 sekúnda forskot. Hann sér lítið fyrir og sigraði allar sérleiðir á degi tvö nema þá síðustu.

Norðmaðurinn Petter Solberg varð annar en hann var í forustu þangað til Loeb tók við henni á degi tvö eins og áður hefur komið fram. Solberg keyrði vel í þessari keppni og sigraði hann sjö sérleiðar af 22 sem voru eknar.

Frakkinn Sebastien Ogier lendi í þriðja sæti en hann var ekki nema 1 sekúndu á eftir Solberg. Ogier sigraði fimm sérleiðar í rallinu. Solberg og Ogier slóustu um 1. sætið á fyrsta degi.

Lokastaðan í Mexíkó hér http://www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=405&season=2010&rally_id=MEX&stage=22

Mynd: www.wrc.com - Loeb ánægður með sigurinn í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband