18 dagar í mót - Enn fjölgar bílum sem verða í toppbaráttunni
3.5.2010 | 18:50
Það verður heldur betur fróðlegt að fylgjast með toppbaráttunni í rallakstri í sumar því það fjölgar bílum í hverri viku nánast sem ætla að taka þátt . Þessir bílar eru heldur ekki af verri gerðinni og allir stórglæsilegir !.
Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson ætla að mæta á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim. Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri, það er bíllinn sem Hilmar B Þráinsson á í dag.
Það verður gaman að fylgjast með rallinu í sumar og margir góðir ökumenn munu kljást á Íslenskum malarvegum. Ég óska Marra og Jónsa til hamingju með nýja bílinn sem er stórglæsilegur.
Mynd: Bíllinn hjá Marra og Jónsa á sýningunni um helgina.
Athugasemdir
Það lítur út fyrir hörku baráttu í sumar frábært að sjá að rallý flotinn er að stækka og keppendur að sýna mikin metnað í útliti ökutækja. Ég vil óska Alla, Himma og Marra til hamingju með græjurnar, það verður fróðlegt að sjá hversu langt þeir munu ná í sumar. Okkur hlakkar allavega mikið til að slást við alla þessa bíla flóru...við stefnum á að halda merki Subaru á lofti
ps: Pétur hættu svo þessu bulli, það vita allir nema þú að þið ætlið að mæta í allar keppnir í sumar
Jónbi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:20
Já það er rétt Jónbi að þetta verður barátta í sumar . Ég tek undir mér þér að útlitið á bílunum er alltaf að verða flottara og það er ég virkilega sáttur við ! . Svo eru nú fleiri á Subaru en þið ..
Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.