6 dagar - höldum áfram að kynna áhafnir

elvaro 6805Aðeins eru 6 dagar í að Íslandsmótið byrji hér á klakanum og spennan farin að magnast með hverjum degi núna.  Hægt er að sjá leiðarlýsinu  um rallið sem verður næstkomandi laugardag inná  www.bikr.is  

En núna höldum við áfram að kynna þá menn og bíla sem koma til með að vera í toppbaráttunni í sumar.  Þeir Jóhannes V. Gunnarson og Björgvin  Benediktsson mæta á MMC Lancer Evo 7 en þeir eru að hefja sitt þriðja tímabil á þessum bíl.  Þeir félagar náðu góðum árangri í fyrra og lentu í 2. sæti á Íslandsmótinu og er það besti árangur þeirra.  Eðlilega verður töluverð pressa á þeim, því auðvita er alltaf pressa á mönnum sem ná árangri, ekki skemmir fyrir að þeirra bíll er með þeim fljótari hér á landi.  Það verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar og hvort þeir nái að toppa árangurinn frá síðasta sumri.

elvaro 8834Næstu menn eru bræðurnir Fylkir og Elvar Jónssynir en þeir mæta til leiks á sama bíl og undanfarin tvö tímabil.  Bíllinn Subaru Impreza STi og geysiöflugur sem er klárlega bíll sem getur gert tilkall sem Íslandsmeistarabíll árið 2010.

Að mati undirrituðum er þetta áhöfn sem menn gleyma soldið, ef þeir bræður mæta vel undirbúnir og með bílinn í lagi þá mun það fleyta þeim langt.  Þeir voru farnir að keyra hratt í fyrra og Fylkir virðist bæta sig sem ökumaður á hverju sumri og ef hann gerir það í sumar þá eru þeir líklegir til árangurs.

Annað kvöld  kemur svo síðasta kynningin af áhöfnum í toppbaráttunni og einnig keppnislisti yfir þeim keppendum sem taka þátt í fyrsta rallinu.

Myndir: Efri af Jóa og Björgvini í Rallý Reykjavík í fyrra og Fylkir og Elvar í sama ralli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband