Jón Bjarni og Borgar sigruðu Suðurnesjarallið

30233_1370414738894_1187516596_30970610_4782122_nJón Bjarni og Borgar á Subaru Imprezu STi sigruðu Suðurnesjarallið sem lauk í dag, þeir óku frábærlega allt rallið og uppskáru eftir því.  Það er ekkert tekið af öðrum keppendum í þessari keppni þegar sagt er að Jón og Borgar óku langbest og hraðast í þessari keppni.

Hilmar og Stefán á MMC Lancer Evo 5 óku einnig mjög vel og voru að taka virkilega flott tíma, náðu nokkrum sinnum besta tíma á sérleið.  Þeir eru á sínu fyrsta ári á alvöru bíl en það er ekki að sjá það á tímunum. Þeir enduðu rallið 33 sekúndum á eftir fyrsta. himmi

Marian og Jón Þór á MMC Lancer Evo 8 lendu í 3 sæti. marri Þeir voru í töluverðu brasi með mótorinn í dag og keyrðu því seif enda það eina rétta í stöðunni, flott hjá þeim að ná því 3 sæti.

Nánari umfjöllun um rallið kemur annað kvöld, en lokaúrslit eru hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=10&RRAction=4

Mynd: Þórður Bragason af bíl Jóns og Borgars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að segjast að þetta var virkilega skemmtileg keppni,baráttan á föstudeginum mum sennilega seint gleymast þar sem ein sekúnda gat skipt öllu,það sást nú kannski ekki fyrr en á djúpavatni að við áttum í aflvandræðum og eftir það ákváðum við að koma bílnum í mark frekar en að reyna að ná upp tímanum sem tapaðist þar,mig er strax farið að hlakka til að komast á krókinn og vonandi að ég verði kominn með bílinn í lag þá,að mínu mati eru 4-6 áhafnir sem eiga að geta barist um sigur þar í N flokknum og er alt opið hvað það varðar,eins er það athyglisvert að þeir bílar sem lentu í efstu 3 sætunum núna eru með minnst breyttu bílunum  sem keppa í Group N þetta sumarið....

Hilmar B Þráinsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 18:04

2 identicon

flott grein Dóri ;-)

til hamingju strákar, þetta var verðskuldað hjá ykkur...

hefði verið gaman að klára þessa keppni... er nokkuð viss um að þetta hefði verið sek. slagur alla leið...

kv.

Pétur

petur (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já baráttan var mjög hörð allt rallið Himmi, leiðinlegt að þið gátuð ekki veitt Jónba og Bogga keppni á síðustu leiðunum. Þið eruð núna komnir með 16 stig í Íslandsmótinu og þau munu pottþétt telja þegar mótið verður búið í haust .  Það verður gaman fyrir norðan og margir sigurvegarar koma til greina þar.

Takk Pétur ;). Það var mjög leiðinlegt að missa ykkur út, rosalegur akstur á ykkur þangað til þið duttuð út, hef aldrei séð rallýbíl fara eins hratt og á beina kaflanum á Akurgerði rétt aður en þið fóruð útaf.

Heimir og Halldór Jónssynir, 14.6.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband