Vika í Rally Reykjavík

Hið árlega Rallý Reykjavík hefst eftir 7 daga og einhverjar klukkutíma. Rallið fer nú fram í 31 sinn en því miður er ekki mikið um útlendinga eins og oft heftur verið í þessu ralli undanfarin ár.

Það lítur samt út fyrir mjög skemmtilegt og spennandi rall. Íslandsmótið er galopið og lítil mistök geta kostað menn titilinn en þetta rall býður oft uppá mikla dramatík Smile.

Þegar þetta er skrifað eru 12 bílar skráðir til leiks en það eiga einhverjir eftir að skrá sig. Upplýsingar um sérleiðarnar hér http://rallyreykjavik.net/index.php/Spc/SSFullRoute  . Þegar nær dregur koma fleiri fréttir og aldrei að vita nema maður rýni í spákúluna góðu .

Mynd: úr Rally Reykjavík 2007. Eins sést á þessari mynd er oft mikið sem gengur á eftir leiðar. Þessi er tekin eftir Kaldadal, undirritaður var aðstoðarökumaður í þessari bifreið og gleimi þessu ralli seint, vorum með 3 sætið öruggt á 3 degi en sáum um það sjálfir á Kaldadal að klúðra því Tounge..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband