Rally Reykjavík byrjar með látum
12.8.2010 | 23:23
Fyrsti dagur af þrem í Rally Reykjavík lauk í kvöld. Eknar voru 4 sérleiðar og óku ökumennirnir 40 km á sérleiðunum.
Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa ekið mjög vel og tóku forustuna strax á fyrstu leið sem lá um Djúpavatn. Þau leiða rallið en eiga víst eftir að fá refsingu fyrir að koma seint inná Kleifarvatn en þau detta ekki neðar en 2 sætið. Hilmar og Stefán hafa ekið vel en af öruggi og eru þegar þetta er skrifað 32 sekúndum á eftir Daníeli og Ástu.
Jón Bjarni og Borgar sem leiða Íslandsmótið veltu illa á leið 2 um Kleifarvatn og eru fallnir úr leik, sem betur fer slösuðust þeir ekkert en eru töluvert lemstraðir.
Tvær áhafnir deila 3 til 4 sætinu en það eru Einar og Símon á Audi Quattro og Aðalsteinn og Heimir á MMC Lancer Evo 10. Einar og Símon eru nokkuð óvænt í 3 sætið en þessir piltar byrjuðu í ralli í vor og eru sannarlega menn framtíðarinnar í ralli !. Mick Jones og Ísak eru í 5 sætið, þeir aka á Ford Escort og hafa ekið vel. Þeir eru á eindrifsbíl og leiða þann flokk með rúmum 20 sekúndum.
Rallið heldur áfram á morgun og aka ökumennirnir t.d. þrisvar um Kaldadal og það mun reyna mikið á menn og bíl. Upplýsingar stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 og þar er að finna einnig sérleiða tímana.
Jón Bjarni og Borgar á fyrstu leið um Djúpavatni en urðu frá að hverfa eftir veltu á sérleið 2 Myndir www.geoffmayesmedia.com .
Athugasemdir
Subaruinn hjá Jónba og Bogga er þessa stundinna í réttingar bekk og er verið að mála alla lausa hluti sem þarf að mála
og verða með í fyrramálið
Raggi m (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.