Spenna og dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík !
14.8.2010 | 18:10
Það var heldur betur boðið uppá dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík sem lauk nú fyrir stundu. Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 unnu dramatískan sigur og óska ég þeim innilega til hamingju. Þeir félagar voru í 3 sæti í morgun en skutust uppí það fyrsta á næst síðustu leið svo dramatíkin var í mikil á loka deginum.
Hilmar og Stefán sem aka MMC Lancer Evo 5 voru með forustan stóran part af rallinu. Á næstu síðustu leið fóru þeir félagar útaf og við það duttu þeir úr 1 sætið í það 6. Mjög svekkjandi fyrir þá en það hefði verið nóg fyrir þá að landa 3 sæti þá hefðu þeir leitt Íslandsmótið. Fyrir vikið eru Jón Bjarni og Borgar enn með forustuna í mótinu.
Daníel og Ásta á Subaru Imprezu Sti voru í 2 sæti í upphafi 3 dags og enduðu í því sæti að loknu rallinu. Það fór bensíndæla á næst síðustu leið hjá þeim, sem gerði það að virkum að þau urðu af sigri. Marian og Jón Þór skutust uppí 3 sæti við ófarir Hilmars og Stefáns. Þeir Marian og Jón aka MMC Lancer Evo 8 og óku af skynsemi í rallinu og uppskáru eftir því. Jóhannes og Björgvin aka enn einum Lancernum eða Evo 7. Þeir voru í miklum slag við þá Marian og Jón Þór allt rallið og enduðu í 4 sæti 19 sekúndum á eftir 3.
Hlöðver og Baldur sigruðu eindrifsflokkinn og eru komnir í vænlega stöðu í Íslandsmótinu í þeim flokki. Þeir enduðu í 8 sæti yfir heildina í þessari keppni.
Sighvatur og Andrés sigruðu jeppaflokkinn og enduðu í 7 sæti í heildarkeppninni. Baldur og Elías voru með forustu í jeppaflokki fyrir síðasta dag en veltu bifreið sinni á næst síðustu leið og féllu úr leik. Mjög svekkjandi fyrir þá félaga því þeir óku mjög vel stóran hluta af rallinu. Það er ekki oft sem fjórar veltur eru í einni og sömu keppninni eins og raunin varð í þessu ralli.
Núnar eru tvær umferðir eftir á Íslandsmótinu og fer næsta keppni fram á Snæfellsnesi eftir mánuð.
Myndir: www.geoffmayesmedia.com .
Video frá Elvari
Athugasemdir
Þetta rall var með þeim skemmtilegri sem ég hef tekið þátt í,Pétur var vel að þessum sigri kominn og Danni hefði verið það líka eftir mjög flottan akstur hjá þeim,mér hljóp smá kapp í kinn við að reyna að halda þeim fyrir aftan mig en Fyrir djúpavatn þá hugsaði ég að sennilega væri rétt að taka því rólega og ná 3 sæti en það var búið að vera gaman að keyra þetta rall að nú skyldi það bara klárað með sömu keyrslu,við förum ekki of hratt í þessa beygju alls ekki heldur missum við bílinn upp að aftan og hann fer á hlið og fer innúr beygjunni,ég mátti hafa mig allan við að stýra honum frá stóru barði sem var þarns við hliðina á og ef hann hefði farið á það hefði hann eflaust oltið,því fórum við útaf við hliðina á því og pikkfestum hann á maganum,það tók okkur 17 mímútur rúmar að losa hann en við þurftum að tjakka upp öll hjól og setja steina undir og moka frá honum,þegar við komum aftur útá veg að þá er súkkan að keyra framhjá,eftir það er sennilega hátt í mínúta sem það tekur okkur að setja beltin á okkur og tenjga hjálmana og græja og gera,svekkjandi en þetta fer bara í reynslubankann,við mætum dýrvitlausir í næstu keppni á nýjum dekkjum og vonandi verður komið rétt afl í bílinn því að keyra svona keppni á 0.5 - 0.8 Bar boosti er ekki eins gaman og að geta keyrt á kannski 1.5 Bar......
Hilmar (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 10:59
Flottur pistill Himmi og gaman að fá svona frá keppenda eftir rall :)... mættu fleiri gera þetta hérna á síðunni , ég er nú líka eini sem virðist fjalla um þetta sport af einhverju viti sem er miður...
Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:16
Flottur pistill að vanda.
Þessi keppni var frábærlega skemmtileg en það er þannig með þetta rall að vegna þess hversu langt það er þá finna menn sér alltaf einhvern til þess að keppa við. Við Marri háðum skemmtilega baráttu við þá Jóa og Bjögga en í upphafi síðasta dags vorum við á sömu sekúndunni. Jói gíraði sig upp í baráttuna um fjórða sætið og það gerðum við líka. Í lok dags skiluðum við okkur 19 sekúndum á undan þeim félögum í mark, en tæpara mátti það ekki standa þar sem að við ókum út af á leið okkar um Djúpavatn og vorum heppnir að sleppa án þess að sprengja dekk. Það má með sanni segja að þriðja sætið hafi verið bónus umfram það fjórða sem að við vorum í baráttu um. Það er rétt hjá Dóra að líklega var þessi árangur frekar skynsamlegum akstri að þakka fremur en tilþrifamiklum. Bíllinn okkar er ekki einfaldlega ekki búinn í toppbaráttuna enn, en það að skila sér í mark er að skila okkur stigum í Íslandsmótinu sem að gerir mótið bara skemmtilegra. Menn geta svo deilt um það hvort að skemmtanagildi aksturs okkar sé mikið, nema bara fyrir okkur sjálfa :-)
En keppnin var frábær, keppinautarnir skemmtilegir og síðan er gaman að sjá það að Dóri er óþreytandi við það fjalla um íslenskt rall. Það verður aldrei of oft þakkað, takk fyrir okkur.
Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 11:44
Takk fyrir þessi flottu skrif Jónsi. Já það vara gaman að fylgjast með ykkur í RR reyndar eins og í allt sumar ;). Þið eruð á minnst breytta bílnum í toppbaráttunni en skilið ykkur alltaf vel áfram !..
Ég þakka hrós í minn garð :), ég reyni eins og ég get að koma sportinu á framfæri, reyndar mikið hjá mér að gera þessa dagana og vikur í körfuboltanum svo skrifin verð fá það sem eftir er af sumri EN það kemur þá eitthvað :)..
Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.