Hilmar byrjar titilvörnina á öruggum sigri

336Fyrsta rallkeppni sumarsins lauk í dag í Borgarnesi í blíðskaparveðri. 18 áhafnir mættu til leiks að þessu sinni og luku 12 þeirra keppni. Margt gladdi augað í þessari keppni og þá helst fjölgun nýliða sem er auðvita frábært mál.

En þá að keppninni sjálfri! Hilmar B Þráinsson Íslandsmeistari frá því í fyrra mætti til leiks með konu sinni Dagbjörtu Rún Guðmundsdóttur. Skemmst er frá því að segja að þau leiddu keppnina frá uppi og þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og byrjar því Hilmar titilvörnina á sigri.

Í 2. sæti voru Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Ólafssson. Þeir aka í non turbo flokki og sigruðu flokkinn nokkuð örugglega með góðum akstri. Þeir verða að teljast stálheppnir að lenda svona ofarlega og sigra flokkinn þar sem þeir gerðu við bílinn sinn þar sem þjónustubann var og með réttu hefðu þeir átt að fá refsingu eða vera dæmdir úr leik fyrir það. Dómnefnd tók því miður ekki á þessu máli!.

Paul Williamson og Michael Troup frá Bretlandi óku vel og lentu í 3. sæti. Þeir óku rauða Tomcat jeppanum sem er í eigu McKinstry fjölskyldunnar.

561Félagarnir Bragi Þórðarson og Lejon Þór óku af mikilli snilld og uppskáru eftir því. Þeir lentu í 4. sæti í keppninni og í því 2. sæti non tubro flokki. Bragi er aðeins á 18 aldursári og er mjög efnilegur ökumaður og verður gaman að fylgjast með honum og Lejon í sumar.

Feðginin Sigurður Óli og Elsa Kristín lentu í 5. sæti. Ef minnið er ekki að fara með undirritaðan eru þau að hefja sitt sextánda tímabil saman. Það verður að teljast eftirtektavert!

Suðurnesjaraparið Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson sigruðu eindrifsflokkinn með þónokkrum yfirburðum og lentu í 6. sæti í heildarkeppninni.  Í 7. sæti komu hinir Bretarnir í keppninni þeir Andrew Graham og Gavin Neate sem óku blá Tomcatinum.

Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson sem aka í non turbo lentu í 3. sæti í sínum flokki og í því 8. yfir heildina. Baldur er einn af þessum efnilegu ökumönnum sem við eigum og verður betri með hverju rallinu. Sannarlega menn framtíðinnar þessir drengir.

9. sætið féll í skaut þeirra Baldurs Haraldssonar og Aðalsteins Símonarsonar. Þeir félagar lentu í 4. sæti í non turbo flokknum. Þeir töpuðum miklum tíma á fyrstu ferð um Hítardal þar sem þeir festu bíl sinn eftir að hafa lent utanvegar. Þeir vildu meina að leiðinni hafi verið breytt frá því við leiðarskoðun, en á þessum stað greindist vegurinn í tvennt. Mjög líklega hafa þeir nokkuð til síns máls EN aftur telur dómnefnd ekki ástæðu til að afskipta af þessu atviki.

Þórður Ingvarsson og Björn Ingi Björnsson lentu í 10. sæti og því 5. í non turbo. Í 11. sæti komu enn eitt nýliðaparið Smile  þeir Jóakim Páll Pálsson og Brynjar Ögmundsson og lentu þeir í 6. sæti í non turbo.

529.jpgPálmi Sævarsson og Guðmundur Páll lentu í síðasta sæti keppninnar eða í því 12. og í 2. sæti í eindrifsflokki. Þeir voru mjög grimmir og sýndu oft á tíðum fínan akstur. Helsta tímatap þeirra var á fyrstu ferð um Hítardal og á síðustu leið rallsins en þar töpuðum þeir miklum tíma vegna bilunar.

6 áhafnir féllu úr leik að þessu sinni sem verður teljast í meira lagi í 100 km ralli á sérleiðum.

Ehrally tók yfir 600 myndir í rallinu og verða flottustu myndirnar valdar og settar á síðuna á morgun eða mánudag.

Myndir: Efsta af sigurvegurunum - miðju mynd af Braga og Lejon -  neðsta mynd Pálmi og Guðmundur Páll.

Ehrally.blog.is þakkar keppendum og starfsfólki fyrir mjög skemmtilegt rall þar sem oft á tíðum sáust flott tilþrif.  Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur og verður haldin á suðurnesjum, en www.aifs.is heldur þá keppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gungur i domnefnd keppninnar! Service bonn hedan af munu ekki geta stadist.

Siggi (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 23:30

2 identicon

flott grein hjá þér að vanda drengur..;-) ótrúlega gaman að fylgjast með þessari síðu hjá þér..;-)

Pétur Sigurbjörn Pétursson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:59

3 identicon

lélegt að dómnefnd taki ekki á málum sérstaklega sörvis bönnum og ekki getur það verið gaman að vinna ef maður svindlar ;) flott grein og ánægður með þig að vera að skrifa um rallið

kiddi sprautati (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:17

4 identicon

Það á bara ekkert að vera rembast við að hafa service bönn þegar ekki er hægt að græja mannskap í að vakta svæðin. Sjálfur braut ég t.d. service bann á leiðinni út á djúpavatn með því að koma við í skúrnum og skrúfa varadekk í skottið hjá mér (sem hafði gleymst í skúrnum mínum á leiðinni út krísuvíkurveginn).

Magnús Þ (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 15:23

5 identicon

Maggi þetta er alrangt hjá þér. það er ekki hægt að vakta alla hluti. Stundum verður að höfða til heiðarleika og háttvísi keppenda. Hins vegar verður að refsa þeim sem að brjóta það traust sem að þeim er sýnt. Keppendur eiga líka að hafa eftirlit með hvorum öðrum og koma ábendingum til keppnisstjórnar. Það agaleysi sem að viðgengst í ralli í dag finnst mér vera ólýðandi ! ég hugsa að ef að ég hefði beitt reglunum eins og gert var fyrir 10-15 árum þá hefði ekki nema helmingur keppenda lagt af stað í þessa keppni.... það er ágætis umhugsunarefni fyrir næsta rall.

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 16:11

6 identicon

Sammála þér með það að sýna traust, enda talaði ég við flesta keppinauta mína um þessi mistök mín og að ég myndi koma við í skúrnum að sækja umrætt dekk. Ég vil annars þakka þér Jón ásamt öðrum starfsmönnum fyrir keppnina. :)

Maggi Þ (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 17:08

7 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Þakka ykkur fyrir Pétur og Kiddi .. Gæti ekki verið meira sammála Jónsa!

Heimir og Halldór Jónssynir, 20.5.2012 kl. 19:40

8 identicon

Ég held að þetta hafi verið dýr stig hjá gumma og Óla,menn sem eru þekktir fyrir prúðmennsku og að kunna reglurnar í þaula og vera með sitt á hreinu að standa í þessu,mér heyrist að þeir hafi fallið verulega í áliti hjá mjög mörgum......

Hilmar (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 19:43

9 Smámynd: Þórður Bragason

Sælir og flott grein, gaman að skoða þessa síðu. Jónsi, það þykir mér til full mikils mælst ef keppnisstjórn ætlar keppendum að sjá um dómgæslu í keppnum, það virkar ekki. Fyrir langa löngu höfum við lært að takmarka þjónustubönn, enda erfið í framkvæmd og ef eitthvað kemur upp þá er það oftast orð á móti orði, ekki gott að fást við það. Einnig er erfitt að höfða til heiðarleika keppenda, það veit ég best sjálfur, enda hef ég verð dæmdur úr keppni vegna ólöglegs hjólbarða, hikaði samt ekki við að setja hann undir, sjálfbjargarviðleitni keppenda er mikil. Ekki skilja mig samt þannig að ég sé eitthvað neikvæður út í stjórnendur þessarar keppni, alls ekki, ég hrósa hverjum þeim sem stendur fyrir keppnum, en ég hvet alla til að læra af reynslunni og hugsa um hag keppenda, velja leiðir m.t.t ástands vega, ekki setja boð og bönn sem erfitt er að framfylgja og hafa stundum enga þýðingu s.b.r á Gufunesinu forðum. Sömuleiðis vona ég að AÍFS menn hefji næsta rall ekki um miðjan föstudag, því mig langar að vera með.

Þórður Bragason, 20.5.2012 kl. 23:01

10 identicon

Doddi þú verður að lesa það sem að ég skrifaði, Keppendur geta komið ábendingum til keppnisstjórnar ! Þetta hefur tíðkast alla þá tíð sem að ég hef keppt í ralli. Við eigum ekki að sleppa því að hafa reglur eingöngu vegna þess að við höfum ekki starfsfólk til þess að elta uppi alla sem að reyna að brjóta þær eða hvað ? Allar reglur er hægt að brjóta og líklega er það rétt að flestir myndu brjóta þær til þess að halda sér í keppni og stigabaráttu. Mér finnst hins vegar ekki gott þegar að: reglan er skýr, hún er brotin í viðurvist starfsmanna, það er viðurkennt af keppanda en samt er keppanda ekki gerð nein refsing.

Ég verð að taka fram að þetta er mín persónulega skoðun og á engum tímapunkti viðraði ég hana á meðan á Vorralli BÍKR stóð en nú er ralli lokið og þá get ég sagt mína meiningu. Skoðun mín snýst heldur ekki um þá keppendur sem að málinu koma þeir eru allir vinir mínir og þekki ég þá ekki af óheiðarleika enda tel ég að hann komi málinu ekkert við.

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 08:31

11 Smámynd: Þórður Bragason

Ég skil þig Jónsi, og er svolítið sammála þér. En ég legg áherslu á að boð og bönn séu sett í ákveðnum tilgangi, og þá þannig að hægt sé að framfylgja þeim. Tökum dæmi, ef ég hefði verið búinn að skipta um dekk þegar keppnisstjóri (eða starfsmaður keppninnar) skoðaði bílinn minn á sínum tíma hefði ekki verið hægt að dæma mig út nema ég hefði viðurkennt brotið, m.ö.o, orð á móti orði skal skoðast meintum brjótanda í hag, enda vafamál nema aðrar sannanir séu óhrekjanlegar. Ef ég hefði verið grófur og ósvífinn hefði ég meira að segja getað sagt að ég hefði skrúfað þetta dekk undir eftir síðustu sérleið, en svo ósvífinn er ég nú ekki.

Ég veit ekkert af hverju servicebann var viðhaft í þessari keppni, einkum eftir Djúpavatn, tilgangslaust að mínu viti og algerlega útlokað að framfylgja því. Eiga keppendur að vera "heiðarlegir", einmitt, ég frétti nú að einum keppanda læðast bakvið reglur í þessu ralli, keppanda sem er þekktur fyrir orðheldni og heiðarleika, nei það er óraunhæft að biðja um of mikið.

En ég vil ítreka að krafan um að keppendur haldi uppi lögum og reglum sé óraunhæf því það getur endað með "orð á móti orði".

Mér sýnist á skrifum þínum Jónsi að túlkun þín (og margra annarra) á reglum, og túlkun dómnefndar á sömu reglum, er ekki sú sama, það er miður. Það vekur aftur spurninguna hvort reglur, boð og bönn, séu nógu skýr til að hægt sé að fara eftir þeim.

Hvað var svona mikið öðruvísi fyrir 10-15 árum, og hvað gæti orðið þess valdandi að aðeins helmingur keppenda hæfi keppni? Þú mátt líke endilega rifja upp fyrir mér hvernig agaleysi viðgengst í rallinu og hvernig væri hægt að taka á því, ef þörf er á.

Svo vil ég bara endurtaka að ég hrósa hverjum þeim sem stendur fyrir að keppnir séu haldnar.

Þórður Bragason, 21.5.2012 kl. 13:47

12 identicon

Ekki það að ég ætli að fara að rekja allar ákvarðanir keppnisstjórnar en til þess að svala forvitni þinni Doddi þá var ákveðið að hafa servicebann eftir SS1 til þess að menn þyrftu ekki að láta aðstoðarmenn taka sér frí í vinnu en þetta er gert í þeirri viðleitni að minnka kostnað fyrir keppendur. Hitt er svo annað að fyrir 10-15 árum mættu menn tímalega í keppnisskoðun og virtu fresti sem að gefnir eru til skráningar og þess háttar. Það hefur í seinni tíð verið töluverð brotalöm á því það er hins vegar keppnisstjórna að leggja línurnar og því ekki við neinn annan að sakast í þeim efnum. Það hefði hins vegar verð súrt að hafna helming keppenda í frekar fámennu ralli....

Ég er ekki og hef ekki haldið því fram að keppendur eigi að halda uppi lögum og reglum en við veitum hvorum öðrum aðhald.

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 14:45

13 Smámynd: Þórður Bragason

Ekki góð hugmynd, þjónustubann eftir kvöldmat á föstudegi eftir Djúpavatn, en ok, bara mín skoðun. En samt, góð hugsun á bak við hana hjá ykkur.

Það er vissulega til skammar að mæta ekki á réttum tíma í keppnisskoðun, eitt er að fá undanþágu, en annað að mæta of seint, það er beinlínis gegn reglum. E.t.v góð hugmynd að setja 1 sek refsingu fyrir hverja mínútu sem menn mæta of seint í keppnisskoðun. Segji bara svona.

En jæja, best að fara að hugsa um næsta rall, ég er að reyna að véla frúnna með mér, hún er þverari en andsk..., öll hjálp vel þegin.

Þórður Bragason, 21.5.2012 kl. 19:44

14 identicon

Ég bara verð að leggja orð í belg í þessu máli.

Eigum við ekki að virða reglur, jú að sjálfsögðu.

Ég veit ekki betur en að Guðmundur og félagi hans hafi verið kærðir fyrir það að skipta um vatnskassa í bíl sínum?Við nánari skoðun kom í ljós að það höfðu þeir ekki gert.það eina sem að þeir nýttu úr viðgerðarbíl var vatn.Er það viðgerð að ykkar mati ,haldið nú aðeins haus í þessari umræðu.Ég viðurkenni að ég veit ekki allar hliðar þessa máls,en ég verð nú að viðurkenna að mér finnst keppnisstjóri vera frekar smár þegar að hann leiðréttir ekki þann ranga framburð hér efst hjá greinarhöfundi að farið hafi fram viðgerðir?það eru ekki viðgerðir að hella vatni á vatnskassa eða til dæmis að hella bensíni eða olíu á bíla,eða að gefa start, þetta er meira að segja leyft í park ferme undir eftirliti ,á núna að banna þetta á ferjuleiðum.Íslenskið bara orðið service ,það þýðir þjónusta.Strákarnir helltu sjálfir vatninu sínu á bílinn hvaða máli skiptir það hvort að fjandans vatnið kom úr brúsa eða læk?Má skrúfa upp rúðu á sérleið eða taka við drykk úr sevicebíl.Ég tel nokkuð öruggt að keppendur hafi flestir neytt drykkja og matar úr servisbílum má það?nei þessir drengir keyrðu glæsilega í þessari keppni og mega vera stoltir af árangrinum og eftir stendur að servicbann þýðir það að það er bannað að gera við bíla á ákveðnum svæðum og í þessu tilfelli gerði enginn  við:)Það væri slæm þróun á rally ef íslenska hugvitið fengi ekki að njóta sín.Oft hefur það vakið aðdáun mína hvernig ökumenn hafa bjargað sér áfram á ótrúlegan hátt við skulum ekki skemma það fyrir okkur.

Bestu keppniskveðjur

Garðar H Gunnarsson

Garðar H Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:47

15 identicon

Gummi sagði mér persónulega að þeir hefðu ekki skipt um vatnskassa þar sem hann hafi ekki passað í,búið var að strappa gamla leka kassann fastan og þeir tóku með sér 25 lítra vatnsbrúsa til að hella á í viðsnúningum við hítarvatn,þann brúsa fengu þeir í servicebílnum sínum og telst það væntanlega brot á reglum sem banna service,þeir vissu það jafnvel og aðrir að þarna væri bannað að servica en reyna samt sem áður að skipta um vatnskassa þó án árangurs,þeir fá vatn á brúsa til að geta hellt á bílinn til að falla ekki úr leik,það að þeir hefðu getað fengið það í næsta læk er hárrétt og hefðu þeir gert það þá væri þetta ekki vandamál,það er alvarlegt að mínu mati að keppendur sem maður taldi að væru vandir að virðingu sinni liggi í mönnum tengdum dómurum til að fá kæru á sig fellda niður.....

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:14

16 identicon

Sæll Hilmar

Eins og ég segji hér að ofan ég veit ekki allar hliðar á þessu máli.

Og svo að við höfum atburðarrásina á hreinu þá var ég að skoða tíma á netinu og sá þessa stóru refsingu á Gumma og hringdi af fyrra bragði í hann og spurði hvað hann hefði gert til þess að verðskulda slíkt.hann sagði þá að hann væri með úrskurð dómnefndar í höndum og dóm um refsingu fyrir það að skipta um vatnskassa sem að hann gerði ekki.það eru ansi alvarleg mistök af hálfu keppnisstjórnar að gera þennan feil og ég fullyrði að meginreglan hjá dómnefndum þar sem að slík mál koma upp er að láta keppandann njóta vafans.Ég ráðlagði honum að kæra þennan dóm og tel það enn fullvíst að hann hefði sigrað á efri stigum málsins ,en dómnefnd dró úrskurðinn til baka af fyrra bragði án þess að Guðmundur lægi í einum eða neinum.Einnig svona til að hreinsa andrúmsloftið þá vill ég að það komi fram að það var ég sem að gerði athugasemd við skrif greinarhöfundar hér að ofan og hef ég beðist afsökunar á því að hafa tekið of djúpt í árina í þeim pósti. Best væri að Halldór birti umræddan póst hér þannig að öll spilin séu uppi á borðinu.Fyrst að við erum farnir að skrifast á þá vill ég nota tækifærið og óska þér til hamingju með sigurinn.Ég vildi þó gjarnan fá nánari skýringu á meintum æðisköstum mínum því að ég virðist einnig missa minnið í þeim og veit bara ekki hvað þú ert að tala um:)

Bestu kveðjur

Garðar H Gunnarsson

Garðar H Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:42

17 Smámynd: Jóhannes V Gunnarsson

Daginn

Keppnisbönn voru einfaldlega það óskýrt sett upp að það er mjög hæpið að dæma menn fyrir þessi atriði. Plús það að þeir gerðu allt til að tryggja að vera réttu megin línunar við viðgerðir eftir að bilaði.

En við skiluðum inn skriflegri athugasemd varðandi inn-tíma þeirra félaga fyrir SS3 á tímabók og mér finnst sárt að vera vitni að því að vinur minn Guðmundur skildi falla í þá gryfju að tala til tímavörð. Við sem erum reindir og "gamlir" í sportinu meigum ekki vera uppvísir að slíkri hegðun, mér finnst Guðmundur hafa gert sér mikinn óleik með þessu.

Jóhannes V Gunnarsson, 22.5.2012 kl. 00:23

18 identicon

Sælir drengir

Getur einhver ykkar hennt á mig nýjustu reglu bókinni ?

Finn hana hvergi á netinu

jullistori@gmail.com

kv.

Júlli

Júlíus Ævarsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 07:38

19 identicon

Jói það er rétt að servicebann var á reiki fyrri hringinn um hítardal en það var enginn vafi um að það var algjört servicebann seinni hringinn,það verður engu breytt held ég varðandi þetta rall en ljóst að menn þurfa að skerpa á þessu í framtíðinni til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur........

Garðar ég held að það þurfi lítið að ræða þetta frekar hér,Menn voru staðnir að því að því að servica þar sem það var bannað og þræta fyrir það fram í rauðann dauðann til að fá 10 stig og er það eitthvað sem þeir verða að eiga við sjálfa sig,eins neita sömu menn að hafa komið of snemma inn á tímavarðstöð en að báðum hlutum eru fjöldi vitna og finnst mér það alvarlegt hversu langt þessir menn ganga til að sleppa við refsingar,ég hef sagt það hér fyrr og segi aftur að þetta voru mjög dýr 10 stig fyrir þá félaga allavega í augum annarra keppenda.........

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband