Hilmar og Dagbjört Íslandsmeistarar!
9.9.2012 | 20:30
Shell V-Power Rally Reykjavík lauk í gær og þar með er ralltímabilinu 2012 lokið. Lokaúrstli rallsins í gær iná http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=26&RRAction=4 .
Hilmar Bragi og Dagbjört Rún tryggðu sér Íslandsmeistartitilinn og Dagbjört varð einnig Íslandsmeistari nýliða. Þetta er annað árið í röð sem Hilmar verður Íslandsmeistari. Þau voru í forustu allt rallið en á síðasta degi bilaði bíllinn og við það duttu þau niðrí annað sætið. Fyrsta sætið féll því í skaut Marians og Ísaks sem eltu parið allt rallið.
Guðmundur og Ólafur Þór eru Íslandsmeistarar í non turbo flokki og lentu jafnframt í öðru sæti á Íslandsmótinu yfir heildina.
Við bræður(Heimir og Halldór) byrjuðum vel í rallinu og vorum í 5. sæti í upphafi dags tvö. Tókum flotta tíma á fyrstu leiðum dags tvö og t.d. á Dómadal vorum við með fjórða besta tímann sem er frábær árangur ef tekið er mið af því að Heimir var í sínu örðu ralli sem ökumaður. Hann hefur mikla reynslu sem aðstoðarökumaður en það er tvennt ólíkt að keyra rallbíl fulla ferð eða lesa leiðarnótur. Þegar við fórum inná níundu sérleið keppninnar sem lá um Heklu vorum við komnir uppí fjórða sæti keppninnar og með gott forskot í jeppaflokki! Eftir um 20 km akstur inná Heklu urðu við að hætta keppni með bilaðan mótor. Baulan sem heldur stýrisdemparanum gerði gat á oliupönnu í einhverjum látunum og öll olían fór af mótornum. Gríðarlega svekkjandi þar sem við vorum búnir að keyra mjög vel og vera á veginum allan tímann, vorum rétt að byrja að taka bílnum á þessari leið. Inncar video af okkur bræðrum kemur inná síðuna á næstu dögum.
Nú verður bíllinn allur tekinn í gegn í vetur og er búið að ákveða að við mætum í fleiri keppnir á næsta ári. Vonandi mæta sem flestir í jeppaflokk með okkur. Við viljum þakka þeim Árna, Gumma, Eyjó og Steinari fyrir alla hjálpna því án þeirra hefðum við ekki farið í þessa keppni. Við bræður höfum gríðarlega gaman af þessar keppni á meðan henni stóð hjá okkur.
Viljum óska öllum Íslandsmeisturum til hamingju með frábærn árangur í sumar. Einnig þökkum við starfsfólki, styrktaraðilum, ljósmyndurum og öllum sem hafa komið nálægt rallinu í sumar. Eins og alltaf má draga lærdóm af hverju sumri fyrir sig og erum við ekki í vafa um að það verði lagað sem mátti betur fara í sumar.
Mynd: Dóri Bjöss af okkur bræðrum á Dómadal á degi 2.
Athugasemdir
Flottur akstur og flottir tímar hjá ykkur bræðrum, kom pínu á óvart hvað brósi getur keyrt!. Nú er bara að byggja góðan mótor og steikja þetta á næsta ári :-)
jónbi (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 13:39
Gaman að heyra Jónbi og takk fyrir það. Já kom mér líka skemmtilega á óvart hvað drengurinn gat keyrt og aldrei í neinum voða! Jamm það er alveg á hreinu að eitthvað verður gert í vetur, kannski bara annar bíll hummm ha það mun tíminn leiða í ljós ..
Dóri (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.