Mínir menn mæta sterkir til leiks

Mínir menn í körfuboltanum(Breiðablik) mæta gríðarlega sterkir til leiks í haust þegar tímabilið byrjar.Við rétt misstum af úrvalsdeildarsæti í vor eftir úrslitaleiki við Stjörnuna.En það er alveg greinilegt það á að fara beint upp á næsta tímabili.Við höfum fengið til okkar besta þjálfara Íslands Einar Árna en hann gerði Njarðvík að Íslandsmeisturum 2006 og liðið var deildarmeistari undir hans stjórn í vor.En tapaði fyrir KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Svo var Einar valin besti þjálfarinn í Iceland Express deildinni á lokahófi KKÍ sem fór fram 28 apríl.Einnig höfum við verið að bæta við okkar leikmönnum Halldór Halldórsson kom frá Keflavík hann kemur til með að styrkja Blikaliðið mikið,Svo hefur Bakvörðurinn knái Rúnar Ingi Erlingsson bæst við okkar sterka leikmannahóp Rúnar hefur allan sinn feril leikið með Njarðvík og hefur undanfarið verið að skipa sér sess í meistaraflokki félagsins.Svo er bara að vona það besta því það er löngu orðið tímabært að Breiðablik verði í toppbaráttu í Íslenskum körfubolta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband