Hvað gerir ÍA í dag?

Seinni hluti Íslandsmótsins í knattspyrnu,fer af stað í dag með leik FH-ÍA.Það verður gaman að sjá hvernig þessi leikur fer,ég vona að sjálfsögðu að skagamenn taki þennan leik,ég verð mættur í Kaplakrikann klukkan 16.Mín spá um þennan leik 2-1 fyrir ÍA.

Keflavík-KR.Ég get ekki séð að KR vinni þennan leik,ef KR ætla sér að snúa við blaðinu þá verða þeir að hætta að hræra endalaust í liðinu.Keflavík vinnur þennan leik 3-1.Þessi leikur er á morgun sunnudag.

Fylkir-Breiðablik.Þetta gæti orðið spennandi leikur,Fylkismenn eru sterkir heima,en ég held að Breiðabliksmenn vinni þennan leik 2-0.Þessi leikur fer fram á mánudag.

HK-Víkingur R.Gæti orðið baráttuleikur,ef HK ætla sér að halda sæti sínu í deildinni,þá er þetta leikur sem þeir verða að vinna,mín spá 1-0 fyrir HK.Þessi leikur er á mánudag.

Fram-Valur.Gæti trúað að þetta verði markaleikur,Valsmenn eru mjög sterkir um þessar mundir og vinna þennan leik 4-1.Þessi leikur fer fram á mánudag.


mbl.is FH og ÍA hefja seinni umferðina í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mótormynd

Sammála þessari spá, nema hvað ég held að Fylkismenn taki Blika með eins marks mun, líklega 1-0.
(Spái líka að FH-ÍA fari 1-1  )

Mótormynd, 14.7.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já þetta kemur í ljós Gummi,en þú spáðir FH-ÍA rétt,reyndar aðeins of sein spáin..

Heimir og Halldór Jónssynir, 14.7.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband