Óheppnir á lokadegi

28.Alþjóðarallinu lauk í gær.Við vorum í 4.Sæti þegar lokadagurinn hófs en á leið 20 um Kaldadal Féll um við úr leik,þegar lítið var eftir af leiðinni sprengdum við dekk á framan við ákváðum að keyra áfram og það gekk fínt þangað til við keyrðum á stóran stein bremsudiskur brotnaði og eitthvað var lítið eftir af felgunni,Óskar-Valtýr og Valdi-hans lið voru þarna rétt hjá og komu hlaupandi og þeir náðu að laga bílinn svo við komust útaf leiðinni en enginn bremsudiskur,við keyrðum næstu leið en vorum farnir yfir á maxtíma þegar við fórum inná hana,og því dottnir út úr rallinu,grátlegt hreinlega eftir flottan og góðan akstur fram að þessu,það sannaðist það sem Jón Ragnarsson hefur sagt í mörg ár,rallý er ekki búið fyrr en því er lokið.Við þökkum Óskari og félögum kærlega fyrir hjálpina inná Kaldadal frábærir þessir drengir.

Pétur og Heimir héldu áfram að keyra lista vel og þeir sigruðu í MAX-1 flokknum og 2000 flokknum í þessu ralli og hafa nú sigrað allar keppnirnar í MAX-1 og alla nema eina í 2000 flokki,og með þessum sigrum í rallinu eru þeir orðnir Íslandsmeistarar í MAX-1 og 2000 flokki frábært og til hamingju drengir.Þetta er auðvita stór stund fyrir okkur bræðurna mig,Hannes og Heimi því nú höfum við allir orðið Íslandsmeistarar í ralli.Ég í 2000 flokki 2001,Hannes í 2000 flokki og nýliða(sem er núna MAX-1) 2002,ég aftur í 2000 flokki 2004,og núna Heimir 2007,ég hugsa að þetta sé eins dæmi í íslensku íþróttarlífi að þrír bræður verð Íslandsmeistarar í sömu greininni.

Systkinin Danni og Ásta sigruðu í rallinu eftir mikinn slag við Jón Bjarna og Borgar.Danni og Ásta tryggðu sér með þessum sigri Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð frábært hjá þeim til hamingju Danni og Ásta.Himmi og Vignir sigruðu í jeppaflokki og um leið Íslandsmeistaratitil í þeim flokki en þeir eru búnir að vera með fáranglega mikla yfirburði í þessum jeppaflokki í sumar til hamingju Himmi og Vignir.

Mjög gott rallý að baki en ég held að slagurinn um fyrsta sætið hafi ekki verið svona mikill í mörg ár í alþjóðralli frá fyrstu leið til þeirra síðustu.Ég vil þakka Tryggva keppnisstjóra fyrir að halda vel utan um þessa keppni og auðvita öllum starfsmönnum og öðrum sem komu að þessu ralli.Takk fyrir okkur.

Nokkrar heimasíður hafa skrifað um rallið.

www.hannesjonsson.blog.is

www.gullibriem.blog.is

www.motormynd.net

www.hipporace.blog.is

www.mth-racing.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Funfunheitir bræður!

Sammála með bremsudiskinn. (Leiðinlegt að ég hafi ekki verið á staðnum því þá hefði ég getað reddað þessu )

Heyrumst. 

Magnús Már Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ frændi,

já þú hefðir sko pottþétt reddað þessu..

Heimir og Halldór Jónssynir, 19.8.2007 kl. 23:35

3 identicon

Til hamingju með þetta bræður..... 

eg efa að þeð séu mörg svona dæmi þarna útí stóra heimi, 3xbræður meistarar í sömu grein og á þetta fáum árum....

enda eru þið TÖFRAMENN í ykkar hlutverki.....

kveðja....

Pétur....

Pétur (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk fyrir það Pétur..

Til hamingju sjálfur þig eruð búnir að standa ykkur frábærlega í sumar.

Heimir og Halldór Jónssynir, 20.8.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll og blessaður Halldór Gunnar!

Óska þér fyrir hönd bræðra þinna til hamingju! ER nú reyndar ekki mikið inn í rallý núorðið', en fylgdist nokkuð með á árum áður. Þá á ég frænku á Sauðárkróki,s em mikið hefur komið nálæt rallýmótum og þú kannski kannast við, Kata, Katrín maría Andrésdóttir.

Örugglega mjög sjaldgæft að þrír bræður verði Íslandsmeistarar í sömu grein, en það hefur þó gerst allavega í einu tilfelli minnir mig, Bjarni, Gunnar og Hörður Felixsynir urðu held ég allir meistarar með KR 19ogeitthvað! (´67 eða ´68 kannski!)

Dæmin gætu verið fleiri, en engu að síður einstakt afrek hjá ykkur!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Sæll Magnús.

Takk fyrir það,já ég kannast aðeins við hana,já það er rétt dæmin geta verið fleiri en þau er ekki mörg held ég,en eins og þú segir þá er þetta afrek hjá okkur bræðrum....

Heimir og Halldór Jónssynir, 21.8.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Stulli, Teitur og Gunni Örlygs hafa allir unnið titilinn.

Líka spurning með einhverja bræður á Akranesi.

Rúnar Birgir Gíslason, 21.8.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband