Frábær byrjun á mótinu
11.10.2007 | 23:39
Iceland Express deild karla í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum,en þrír þeirra unnust á heimavelli.
Tindastóll vann Hamar nokkuð óvænt í Hveragerði 81-76.Ég horfði á leik KR og Fjölnis á KR TV frábært framtak hjá Inga og félögum,mér fannst þessi leikur svona þokkalega leikinn en dómarar leiksins lifðu leiknum alls ekki að fljóta nóg og voru að dæma alltof margar óþarfa villur,en góður sigur hjá KR-ingum sem virðast gríðarlega sterkir.
Það var mjög vel mætt á leikina í kvöld,það voru nálægt 400 manns í Ljónagryfjunni og eitthvað svipað í vesturbænum,veit ekki með hina tvo leikina,svo líkur fyrstu umferð á morgun með tveimur leikjum,Stjarnan fær Skallagrími í heimsókn og Grindavík heimsækir Keflavík,áfram körfubolti.
Meistararnir góðir - Njarðvík rúllaði yfir Snæfell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gleymdir nú að minnast á sigur minna manna, glæstan mjög á Bikarmeisturunum! Og svo unnu Stjörnumenn Skallagrím! Mótið verður kannski sviftingameira í vetur en menn hafa spáð?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 00:55
Sæll Magnús.
Já það er rétt þetta var mjög góður sigur hjá hjá þínum mönnum(Þór ak) ég spáði þeim sigri 87-83 en hann fór 87-85,ég held að Þórsarar verði sterkir í vetur,þeir eru með fínan hóp og góðan þjálfara.
Þetta var sterkur sigur hjá Stjörnunni í gær,ég spáði þeim reyndar tapi,kannski verða þeir liðið sem kemur mest á óvart.
Heimir og Halldór Jónssynir, 13.10.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.