Fjórða umferð Iceland Express deildar karla

ICEX-deildin.Í kvöld hefst fjórða umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta með fjórum leikjum.Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.Mótið hefur farið gríðarlega vel af stað og mæting á leiki hefur verið mjög góð.

Stórleikur kvöldsins er í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti grönnum sínum í Keflavík,bæði lið eru á toppi deildarinnar með 3.sigra í röð.Liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð í deildinni og vann Njarðvík báða.

Á Akureyri taka Þórsarar á móti Íslandsmeisturum KR.Þetta verður örugglega hörkuleikur því Þórsarar eru alltaf erfiðir heim að sækja,þó svo þeir hafi tapað stórt fyrir Njarðvík í síðasta heimaleik,liðin mættust ekki í deildinni á síðust leikstíð,þar sem Þórsarar eru nýliðar í deildinni.

Í Grafarvogi mætast Fjölnir og Tindastóll.Stólarnir hafa byrjað vel á þessu tímabili og eru með 2.sigra í 3.leikjum,En þeir verða sennilega án Svavars Birgissonar því hann meiddist í síðasta leik og munar um minna fyrir norðanmenn.Fjölnismenn eru örugglega ekki sáttir með sína byrjun á mótinu einn sigur í 3.leikjum.Liðin mættust tvisvar í deildinni á síðustu leiktíð og þar fór 1-1.

Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti nýliðum Stjörnunnar.Snæfell er eina liðið sem ekki hefur unnið leik á tímabilinu og það er eitthvað sem engin reiknaði með,þetta gæti orðið erfiður leikur hjá nýliðunum sem hafa byrjað tímabilið ágætlega.

Mín spá fyrir kvöldið.

Njarðvík-Keflavík.91-86 
Þór Ak.-KR. 77-85
Fjölnir-Tindastóll.83-78
Snæfell-Stjarnan.90-82.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband