Vonbrigði en margir ljósir punktar
25.2.2008 | 00:15
Fyrsta umferðin á þessu keppnistímabili í Bresku meistarakeppninni lauk á laugardag,meðal keppenda voru Íslendingarnir Daníel og Ísak.
Þeir óku nýrri bifreið í þessar keppni bíllinn er af gerðin Mitsubishi Lancer Evo 9,þeir munu aðallega keppa í EVO-Challenge flokknum en þar eru bara Mitsubishi bílar að keppa en auðvita keppa þeir líka í heildarkeppninni,í þessu ralli voru sextán bílar í Evo flokknum og margir mjög öflugir ökumenn.
Rallið byrjaði á föstudagkvöld með tveimur leiðum á malbiki,Danni og Ísak sýndu strax klærnar og á fyrstu leið og náðu þeir 8.besta tíma yfir heildina og 3.besta í Evo flokknum,á annarri leið sem var sú sama og fyrsta náðu þeir 16.besta tíma og 6.besta í Evo flokknum þeir voru því í 11.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni eftir föstudagkvöldið sem var auðvita frábær árangur,þeir voru eins og áður sagði að aka bílnum í fyrsta skipti í keppni en þessi keppni átti að fara í það að læra á bílinn.Á fyrstu sérleið á laugardagsmorgun byrjuðu þeir félagar mjög vel og tóku 7.besta tíma yfir heildina og 2.besta í Evo flokknum.Svo þegar fjórum leiðum var lokið í rallinu voru þeir í 8.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni sannarlega frábær byrjun í rallinu hjá þeim.Eftir sjö sérleiðar voru þeir staddir í 14.sæti í heildarkeppninni og í 7.sæti í Evo keppninni og ekki nema 30 sekúndum á efir fyrsta sætinu í flokknum og því bullandi slagur í gangi hjá þeim í rauninni alveg fáránlega góð byrjun hjá þeim á nýja bílnum,þetta sýnir bara hvað Danni er ofboðslega fljótur og góður ökumaður að ná svona fljót tökum á bílunum og að ná besta tíma á 6.leiðinni í Evo keppninni sýnir færni þeirra í þessu sporti,svo á áttundu sérleið fór að halla undan fæti og kúplingin bilaði í bílnum hjá þeim sannarlega grátlegt eftir öruggan og góðan akstur,þeir félagar keyrðu níundu sérleiðina en hættu keppni eftir hana enda ómögulegt að aka bílnum með engan kúplingu.
Það er nokkuð ljóst að flóðhestaliðið eins og þau kalla sig eiga miklu meira en fullt erindi þarna í Bretlandi og hafa þau vakið mikla athygli frétta og blaðamanna og áheyrenda fyrir góða framkomu og flottan akstur,það er ekki spurt heldur hvenær þau vinni Evo keppnina í ralli og þegar Danni verður búin að ná fullum tökum á bílnum þá mega þessir kallar fara að passa sig.
Eins og áður sagði þá var Ísak aðstoðarökumaður í þessari keppni en Ásta systir Danna verður sennilega aðstoðarökumaður í einhverjum röllum enda hefur hún mjög góða reynslu bæði hér heima og úti,hún var Íslandsmeistari með bróður sínum 2006 og 2007 og keppti með honum í þremur keppnum í Bretlandi í fyrra Ísak keppti líka með Danna í þremur keppnum í fyrra í Bretlandi og hann hefur margra ára reynslu úr rallinu og var Íslandsmeistari aðstoðarökumanna árið 2005 með Sigurði Braga.Danni er því ekki á flæði skeri staddur hvað aðstoðarökumenn varðar.
Ég verð að hrósa mbl.is og RÚV fyrir fréttaflutninginn af rallinu gaman að sjá að þeir skuli fjalla um þátttöku þeirra úti og vonandi verður áframhald á þessu hjá þeim.Næsta rall í Bresku keppnin fer fram fyrstu helgina í Apríl.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.