Bílar & Sport sýningin

Evo 6-2008

Bílar & Sport sýningin hófst í dag í Fífunni og mun sýningin standa fram á sunnudag,þetta er stærsta bíla & mótorsport sýning sem haldin hefur verið hér á landi.

Ég vil hvetja fólk til að fara niðrí Fífu um helgina og kíkja á þessa frábæru sýningu,nokkrir rallýbílar eru á sýningunni og þar er að finna fjóra fjórhjóladrifsbíla og allir hver öðrum flottari,mikil vinna hefur verið lögð í nokkra rallýbílana í vetur og gaman er að sjá hvað metnaðurinn er orðin mikil hjá mönnum í að hafa bílana snyrtilega og flotta,ég leyfi mér að segja að bílaflotinn hefur aldrei verið eins flottur og hann er nú í rallinu.

Svo vil ég benda fólki á nýja heimasíðu hjá Kjartani og Óla www.kappakstur.com ,virkilega flott síða hjá þeim en þeir munu keppa á bílnum sem Pétur og Heimir voru á í fyrra,það verður gaman að fylgjast með þeim en þeir eru nýliðar í rallinu.

Myndir.Bíllinn hjá Pétri og Heimi hefur tekið gríðarlegum breytingum í vetur og er orðin gullfallegur.

Bíllinn hjá Pétri & Heimi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Djöfull er hann  ójgeðslega flottur ...

Ég ætla á billann að monta mig að ég hafi einu sinni átt þennan bíl :)


DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 3.5.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Raggi M

bílinn hjá Pétri er einfaldlega sá LANG flottasti rally bíll sem hefur komið hingað á klakann og fa þeir félagar alveg 10++ fyrir geðveikan bíl

Raggi M, 3.5.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já þetta er alveg HRIKALEGA flott hjá þeim,get alveg tekið undir með þér Raggi að þetta er einn flottasti rallýbíll sem hefur sést hér á landi.

Heimir og Halldór Jónssynir, 4.5.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband