Spá fyrir fyrstu keppni

Jæja núna eru ekki nema fimm dagar í að Íslandsmótið í rallakstri byrji og spennan er farin að magnast hjá liðunum,eftir því sem ég best veit eru 19.áhafnir skráðar til leiks.

Ég ætla að setja upp mína spá fyrir þessa fyrstu keppni sem hefst næst komandi föstudag,ég set þá sem lenda í stiga sætum eða topp 8.

1.Jón Bjarni & Borgar,ég spái þeim félögum fyrsta sæti og ef það gengur eftir yrði það í fyrsta skipti sem þeir vinna rallý yfir heildina og kannski er komin tími á það,það verður mikil pressa á þeim félögum að ná góðu gengi í sumar enda eru þeir komnir með mikla reynslu og hafa lent í öðru sæti á Íslandsmótinu tvö undanfarin ár,þeir eru á sínu þriðja ári saman og á sínu öðru ári á 4x4 turbo bíl og árið 2006 urðu þeir meistarar í 2000 flokki,Jónbi hafði áður ekið fjórhjóladrifs Ford Escort og varð Íslandsmeistari í 1600 flokki 1998 á Toyotu 1600.Bíllinn sem þeir keppa á í sumar er Lancer Evo 7 gríðarlega öflugur bíll.

2.Sigurður Bragi & Ísak,já ég spái þeim öðru sætinu í þessari fyrstu keppni eftir mikinn slag við Jón & Borgar,Siggi & Ísak eru með mjög mikla reynslu úr rallinu og pottþétt þá mestu yfir þá sem eru að keppa í dag,þeir eru á hefja sitt sjötta ár saman í ralli en báðir hafa ekið mun lengur en það,þeir urðu Íslandsmeistara árið 2005 sem er eini titill þeirra yfir heildina,þeir hafa báðir keppt í toppbaráttunni nú í áratug og auðvita hjálpar það mikið,það fer kannski að há Sigurði Braga að kallinn er nú ekki með þeim engstu í rallinu en hann verður engu að síður mjög hraður í sumar og mun vinna einhver röll en það verður ekki í þessari keppni.Þeir aka Lancer Evo 7.

3.Valdimar & Ingi,Valdi er sennilega með efnilegri rallökumönnum okkar í dag og hann sýnti það í fyrra að hann getur verið mjög hraður en það vantar kannski aðeins meiri skynsemi hjá stráknum,Valdi & Ingi eru að byrja sitt annað ár saman en í fyrra óku þeir fjórhjóladrifsbíl sem var reyndar ekki eins öflugur aðrir í toppbaráttunni en sýndu engu að síður flotta tíma inná milli,núna eru þeir komnir á mun öflugri bíl og með betri fjöðrun,það sem þeir þurfa að gera er að skoða sérleiðarnar vel og undirbúa sig betur en þeir gerðu stundum í fyrra ef þeir undirbúa sig vel þá ná þeir góðum árangri.Bíllinn sem þeir aka er Subaru Impreza.

4.Jóhannes Gunnarsson,hann verður með nýjan aðstoðarökumann sem ég veit ekki hver er og því miður er ekki með nafnið á honum,Linda kona Jóa hefur verið hans aðstoðarökumaður en þau eiga vona á barni nú á næstu dögum,Jói hefur ekið Lancer Evo 5 síðustu ár en ekki tekið þátt í öllum mótum,þessi Evo 5 bíll er ekki með nægilega gott fjörðunarkerfi ef er miðað við aðra bíla í toppbaráttunni og það hefur háð Jóa þó nokkuð,hann verður nú á nýjum bíl Lancer Evo 7(bíll sem Danni keppti á í Bretlandi í fyrra)þessi bíll er mun betri en Evo fimman og tímarnir ættu batna mikið hjá Jóa í sumar.

5.Pétur & Heimir,þeir eru að keppa í toppbaráttu í fyrsta skipti og það er soltið að gleymast í umræðunni síðustu dag,þeir náðu frábærum árangri í fyrra í 1600 og 2000 flokki og urðu meistarar í báðum flokkum,en núna eru þeir á fjórhjóladrifsbíl með mun fleiri hestöfl og það tekur tíma að læra inná svona græjur og hröðunin er mikil fyrir þá svo það er mikið að læra fyrir mína drengi,þeirra metnaður er mikil og þeir leggja mikla vinnu í bílinn og undirbúning fyrir hverja keppni og það á eftir að hjálpa þeim,en við skulum gefa þeim 3/4 röll að ná tökum á þessu.Bíllinn sem þeir aka er Lancer Evo 6.

6.Marían & Jón Þór,þeir kepptu í einni keppni á Focus í fyrra en þeir óku fyrir nokkrum árum á Sukkunni,þeir munu keppa á Lancer Evo 5(bíllinn sem Jói átti),Jón Þór þekkir það vel að að keppa á þessum bíl enn hann var aðstoðarökumaður hjá Hjörleifi árið 2001,Marína er bróðir Danna og Ástu Íslandsmeistara síðust tveggja ára,þeir verða ekki langt á eftir bestu tímunum og þeir eiga eftir að koma á óvart.Bíllinn sem þeir aka er Lancer Evo 5.

7.Sigurður Óli,hann verður líka með nýjan aðstoðarökumann eins og litli bróðir,Elsa Kristín dóttir Sigga óla hefur verður aðstoðarökumaður hjá pabba gamla en hún á von á barni og verður því ekki með í fyrstu keppnunum,Siggi byrjaði í rallakstri 1997 (held ég) og var oft nefndur Siggi síðasti en það er ekki lengur,síðustu ár hefur hann verið framarlega í keppnum og hann keyrir ALLTAF af öryggi,hann líka þekktur fyrir að klára ALLAR keppnir og hefur aðeins einu sinni dottið úr keppni sem var fyrir nokkrum árum.Bíllinn sem hann ekur er Toyota Celica Gt 4.

8.Gunnar & Jóhann Hafsteins bræður,þeir óku Suzuki Swift í fyrra með fínum árangri,þeir festu kaup á Ford Focus í vetur en þetta er bíllinn sem Jónbi og Boggi urðu meistarar á 2006 í 2000 flokki,þeir verða sennilega soltið að keppa við sjálfan í sumar en 1600 bílarnir munu kannski slást eitthvað við þá bræður,það mun hjálpa þeim bræðrum að þeir eru SkagamennSmile.Bíllinn sem þeir aka er Ford Focus 2000.

Til að fá upplýsingar um rallið klikkið hér http://l2c.dori.ath.cx/tm.pdf  .

Jóhannes Gunnarsson

Jói

Jónbi & Boggi

Jónbi-Boggi

Valdi & Ingi

Valdi-Ingi

Pétur & Heimir

Pétur-Heimir

Myndir: Margeir www.kappakstur.com .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þráinsson

Á ég að trúa því að þú sért hættur að rallast Dóri? Hvaða ástand er eiginlega á karlinum? Eða var of mikil freisting að halda áfram í körfunni til að hætta skrokknum á sér í meiri akstur hehehe

Tómas Þráinsson, 12.5.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ Tommi.

Já ég er hættur að keppa í bili en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,karfan heillar að sjálfsögðu alltaf en skrokkurinn verður bara betri við það að sitja í rallýbíl ..

Heimir og Halldór Jónssynir, 12.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband