Fyrsti sigur Jón Bjarna og Borgars

Jón & borgar 2008Þriðja umferðin á Pirelli mótröðinni í rallakstri lauk á Snæfellsnesi í gær.Þetta var í fyrsta sinn sem rallað var á Snæfellsnes og sérleiðarnar voru mjög krefjandi en skemmtilegar og vonandi er þetta rall komið til að vera.

14.bílar byrjuðu keppnina en 12 komust í endamark,það sem stendur uppúr eftir þessa keppni er frábært veður og skemmtileg rall.

Jón Bjarni og Borgar tóku forustuna strax á fyrstu leið en misstu hana niður til Sigga Braga og Ísaks á annari leið en Jón og Borgar endurheimtu fyrsta sætið strax á þriðju leið og létu forustuna ekki af hendi það sem eftir var ralls þrátt fyrir ágætt áhlaup Sigga og Ísaks.Það má kannski segja að Jón og Borgar hafi unnið rallið á Jökulhálsi og Bárðarhaugum en þeir tóku rúmlega 30 sek af Sigga og Ísak á þessum tveimur leiðum.Jón Bjarni og Borgar unnu þessa keppni verðskuldað og ég óska þeim til hamingju með þeirra fyrsta sigur í rallkeppni.

Pétur & Heimir-SnæfellsnesPétur og Heimir 

Pétur og Heimir lentu í þriðja sæti í þessari keppni en ekki nema rúmum 30 sek á eftir öðru sætinu.Pétur og Heimir lentu í 2.sæti í fyrstu keppninni og sigruðu rall númer og lenta nú í 3.sæti og eru þeir eina áhöfnin sem hefur verið í verðlaunasæti í þremur fyrstu mótunum,þetta er auðvita FRÁBÆR árangur hjá drengjunum.Þeir halda forustunni í Íslandsmótinu og eru ennþá með 6.stiga forskot á 2.sætið.

Valdi & Ingi-SnæfellsnesValdi og Ingi 

Valdi og Ingi tóku fjórða sætið þrátt fyrir tvö nokkuð stóra útafakstra.Það er virkilega gaman að horfa á Valda og Inga þeir keyra mjög grimmt og þeir eru skemmtilegir keppendur,þeir hafa tekið miklum framförum frá því í fyrra og til að mynda eru þeir búnar að klára fyrstu þrjár keppnirnar en aðeins fjórar áhafnir hafa klára fyrstu þrjú mótin í stóra flokknum.

Hér að neðan koma fyrstu átta sætin ásamt heildar tíma í rallinu,en fyrstu átta sætin gefa stig til Íslandsmeistara.

1.Jón og Borgar - 0:58:37

2.Sigurður Bragi og Ísak - 0:59:29

3.Pétur og Heimir - 0:59:51

4.Valdimar og Ingi - 1:02:06

5.Marian og Ásta - 1:04:29

6.Páll og Aðalsteinn - 1:05:04

7.Kjartan og Ólafur - 1:10:20

8.Ólafur og Sigurður - 1:11:12

Myndir: www.flickr.com/photos/elvarorn  .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband