Bulldog rallið - góð grein!!

Danni setti inn á síðuna síða í gær (www.hipporace.blog.is ) mjög góð grein um Bulldog rallið!!, ég birti greinina í heild sinni hér að neðan..

Góðan daginn.

í gær fór fram fyrsta umferð af sex í BRC - og var Bulldog rallið notað í þessa opnunarumferð.

IMG_1883-1

Keith Cronin á fullri ferð til sigurs

Það sem gerði þessa keppni mjög spennandi var fyrst og síðast sú staðreynd að ungir og efnilegir ökumenn voru nær alráðir á keppendalistanum - - og það sem gladdi undirritaðan einna mest var að sjá  Keith Cronin  - 22ja ára lítt þekktan Íra stela sigrinum af Mark Higgings - margföldum breskum meistara - og það á síðustu sérleið rallsins.

Stuart Jones - 3ja sæti og bíllinn ansi "notaður"

 

Vinur okkar Stuart Jones - sem átti að keyra keppnisbíl okkar í þessari keppni - náði þriðja sætinu á evo 9 sem var leigður nokkrum dögum fyrir helgina þegar ljóst var að EVO x bíll okkar myndi ekki verða klár. Sannarlega ánægjulegur árangur það -- - og raunar alveg magnaður þegar til þess er litið að hann sprengdi á fyrstu leið og tapaði töluverðum tíma - og velti svo á leið 3 - þar sem áhorfendur náðu að koma honum aftur á hjólin. Við þetta gekk turbína bílsins þurr í smá stund og missti bíllinn afl og var að smádeyja það sem eftirlifði rallsins - en þriðja sætið var hans. (þess má geta að ég var ekkert ósáttur að hann var ekki á nýju tíunni okkar :)

David Bogie - 5sæti á glæsilegum EVO X

En systurbíll okkar Evo X,  bíllinn hans David Bogie náði í keppnina - þó ekki alveg fullklár - en dýrmæt reynsla náðist með því að hafa hann með. Bogie kláraði í fimmta sæti sem verður að teljast ásættanlegur árangur fyrir alla sem að þessari þróunarverkefni hafa komið.

E4EF3820

EVO X í action

Um evo X að segja í stuttu máli þá skorti bílinn afl, hvarfakútur olli hita í eldsneyti og togkúrfa mótorsins var mjög ójöfn. Þetta eru þó allt hlutir sem auðvelt er að leysa. Fjöðrun bílsins er alveg mögnuð - enda fjöðrunarframleiðandinn og hönnuðurinn af þessum dempurum sá hinn sami og sér Citroen fyrir dempurum í heimsmeistarabíl undanfarinna ára. Bremsur og stöðugleiki bílsins eru til mikilla bóta frá forveranum og því enginn vafi í okkar huga að þessi bill mun verða hraðari en gamla nían áður en árið er hálfnað.

E4EF3871

Jason Pritchard vann eindrifið

Annar vinur okkar, Jason Pritchard mætti á sinni sítrónu með MAX kit - og rúllaði upp R2 flokknum (eindrif).  Quick motorsport eiga að vera stoltir af rekstri sínum á þessum smábíl.

 

2ahfeo7

Ái - - smá beygla á Mexico escort

  DSC_0072a

Adam Gould - Pirelli star ökumaður - ekki alveg sú stjarna sem ráð var fyrir gert.

  IMG_0491

Bogie - EVO X

IMG_1894-1

EVO X - ekki svo ófríður bíll :)

IMG_2687

Stuart Jones á toppnum :(

IMG_2697

David Bogie í vandræðum þar sem Stuart velti

 

InternationalForum1

Ein í viðbót - EVO X

 

Frábær dagur í skógum Wales og mjög fróðlegt framhaldið. Næsta keppni er 17-18.apríl upp við skosku landamærin þegar PIRELLI international rallið fer fram.

DS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband