Latvala leiðir eftir fyrsta dag
22.5.2009 | 22:19
Sjötta umferðin á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram um helgina á Ítalíu. Finninn Jari-Matti Latvala leiðir eftir fyrsta keppnisdag en hann er með 39.sekúndur í forskot á landa sinn og lið félaga Mikko Hirvonen.
Þriðji er fimmfaldur heimsmeistari Sebastian Loeb og er hann 42 sekúndum á eftir Latvala. Latvala hefur byrjað vel í flestum mótum á þessu ári en ekki náð að fylgja því eftir til enda móts, því forvitnilegt að sjá hvað hann gerir á þessum tveim dögum sem eftir eru.
Minn maður Petter Solberg er í fjórða sætinu og ekki nema 4.sekúndur í Loeb en Solberg er ekki á eins góðum bíl og fremstu menn og gaman verður að sjá hvað Solberg gerir á morgun.
Eknar voru sex leiðar í dag og sigraði Latvala á fjórum þeirra. Á morgun aka þeir 6.sérleiðar og ekki nema 134 km á sérleiðum:, það er eins og rúmlega eitt venjulegt rall hér á klakanum:-).
Staðan eftir fyrsta dag (8 efstu)
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:24:14.5 | 0.0 |
2. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:24:54.3 | +39.8 |
3. | 1 | Sébastien LOEB | 1:24:57.3 | +42.8 |
4. | 11 | Petter SOLBERG | 1:25:00.9 | +46.4 |
5. | 7 | Evgeny NOVIKOV | 1:25:19.2 | +1:04.7 |
6. | 6 | Henning SOLBERG | 1:25:22.7 | +1:08.2 |
7. | 21 | Mads ÖSTBERG | 1:25:31.1 | +1:16.6 |
8. | 2 | Dani SORDO | 1:25:51.8 | +1:37.3 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.