Latvala sigraði á Ítalíu
24.5.2009 | 22:10
Finninn Jari-Matti Latvala vann Ítalska rallið sem lauk í morgun en hann var með forustu allt rallið og er þetta annar sigur Finnans á heimsmeistaramótinu, landi hans og liðsfélagi Mikko Hirvonen lenti í öðru sæti og var hann 30 sekúndum á eftir landa sínum, Norðmaðurinn Petter Solberg tók þriðja sætið og var hann tveim mínútum á eftir Latvala. Það er gaman að sjá Solberg svona framarlega því hann er ekki á eins góðum bíl og helstu keppinautar hans en bíllinn hans er samt ekkert slæmur:-).
Frakkinn Sebastien Loeb var í 3.sæti eftir keppnina en á 11.sérleiðinni í gær sprengdi hann dekk og áhvað hann að skipta sem tók ekki langan tíma eða rétt rúmlega mínútu, Elena aðstoðarökumaður Loeb er talin hafa farið of fljótt úr beltunum áður en bíllinn stöðvaðist og fengu þeir því tveggja mínútu refsingu eftir að keppninni lauk og duttu þeir því niðrí 4.sæti.
Þrátt fyrir þessi áföll hjá Loeb er hann enn með góða forustu í stigamótinu en næstur honum er Hirvonen og munar 17.stigum á þeim. Það eru enn sex mót eftir og vissulega getur margt skeð en Loeb sem er fimmfaldur heimsmeistari er í góðri stöðu, næsta keppni fer fram í Grikklandi um miðjan Júní.
Lokastaðan á Ítalíu (topp 8)
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | M | 4:00:55.7 | 0.0 | 0.0 |
2. | 3 | Mikko HIRVONEN | M | 4:01:25.1 | +29.4 | +29.4 |
3. | 11 | Petter SOLBERG |
| 4:02:53.3 | +1:28.2 | +1:57.6 |
4. | 1 | Sébastien LOEB | M | 4:04:39.4 | +1:46.1 | +3:43.7 |
5. | 7 | Evgeny NOVIKOV | M | 4:06:07.5 | +1:28.1 | +5:11.8 |
6. | 5 | Matthew WILSON | M | 4:08:25.0 | +2:17.5 | +7:29.3 |
7. | 21 | Mads ÖSTBERG |
| 4:14:16.3 | +5:51.3 | +13:20.6 |
8. | 6 | Henning SOLBERG | M | 4:14:16.9 | +0.6 | +13:21.2 |
Mynd:Petter Solberg var örugglega sáttur með að ná 3.sætinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.