Heimir mætir í hægra sætið hjá Alla
5.8.2009 | 21:50
Heimir (bróðir) hefur ákveðið að fara í hægra sætið aftur, hann verður aðstoðarökumaður hjá Aðalsteini Jóhannssyni í Alþjóðarallinu sem byrjar í næstu viku, bíllinn sem Alli ekur er ekki af verri endanum, MMC Lancer Evo 6.
Aðalsteinn er á sínu fyrsta ári í rallinu og hefur staðið sig með mikilli prýði í sumar. Það verður gaman að sjá hvað þeir gera í Alþjóðarallinu, það er gott fyrir Aðalstein að fá Heimi sem aðstoðarökumann því Heimir er klárlega einn besti aðstoðarökumaður landsins!.
Rallið byrjar á fimmtudaginn 13/8 og líkur um 15:00 á laugardag 15/8. þegar þetta er skrifað eru 20.áhafnir skráðar til leiks, en skráning er út föstudaginn 7/8, hér eru upplýsingar um rallið http://rallyreykjavik.net .
Mynd: Alli á ferð í vorrallinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.