Yngsti keppandi í ralli frá upphafi

20090724-IMG_5394

Baldur Hlöðversson verður í næstu viku yngsti keppandi í ralli frá upphafi. Baldur er sonur Hlöðvers Baldurssonar en strákurinn verður hann 15 ára á næsta þriðjudag, hann verður því aðeins 15 ára og 2 daga þegar þeir feðgar fara af stað í Alþjóðarallið. 15 ára aldurstakmark er í rallinu og því getur þetta ekki verið mikið tæpara hjá Baldri Smile. Það er gaman að þetta skuli gerast í 30 Alþjóðarallinu.

Eðlilega er mikil tilhlökkun hjá stráknum enda búin að vera í kringum rallið frá unga aldri og fylgst með föður sínum vinna marga sigra í rallkeppnum. Það er alltaf gaman að sjá unga menn og konur koma inn í sportið og vonandi verða þeir fleiri á næstu árum.

Þeir feðgar aka Toyotu Corollu og eru í 2000 flokki. Hlöðver ók í síðasta ralli eftir nokkra ára hlé, hann var með Borgar sér við hlið og enduðu þeir í 2.sæti í 2000 flokknum, þrátt fyrir að hafa sprengt 5 dekk.

Mynd: Bíllinn sem þeir feðgar aka.

IMG

Þeir feðgar í þjónustuhléi í Alþjóðarallinu 2001. Hlöðver ók þá sama bíl og nú, þetta sama ár var Hlölli ásamt undirrituðum Íslandsmeistari í eindrifsflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk takk þeta er bara cool :D XD

baldur.hlöðversson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Það var lítið Baldur minn. Þetta verður gaman!..

Heimir og Halldór Jónssynir, 8.8.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Team Yellow

Skemmtilegast að sjá að hlölli passar enn í gallann :D

Held að baldur sé orðinn aðeins of stór í þennan bláa þarna á myndinni hehe...

Líka skemmtileg tilviljun að hann er bara 1 degi yngri en Bragi var í haustrallinu í fyrra, mátti ekki tæpara standa :)

kv Maggi

Team Yellow, 10.8.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já það er rétt Maggi, þetta getur ekki verið tæpara hjá Baldri EN bróðir þinn er næst yngsti ;).

Ef ég á að vera hreinskilin, þá er gallinn á Hlölla orðin of litill líka . Baldur verður í þessum gula og blá, Hlölli er í nýjum

Heimir og Halldór Jónssynir, 10.8.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Steini Palli

Ég held að það séu mörg ár síðan þessi galli varð of lítill á Hlöðver en hvort það er svona mikið teygjuefni í þessum galla eða hvort Hlöðver hefur bara alltaf keypt stærri galla í sama lit skal látið ósagt....

Er sammála Dóra með það að gaman er að sjá unga menn og konur koma inní okkar sport og ekki síst þegar þeir hafa alist nánast upp í sportinu!

kv. Steini Palli

Steini Palli, 11.8.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband