Stuart Jones mætir í Rallý Reykjavík

jonesteam[1]Mitsubishi www.rallyreykjavik.net hefst á fimmtudag, þetta er í 30 skipti sem þetta rall er haldið. 27 bílar eru skráðir til leiks að þessu sinni.

Nokkrar erlendar áhafnir mæta til leiks. Þar má helst nefna Breska rallökumanninn Stuart Jones, hann er hraður ökumaður og sagður vera í topp fimmtán á Bretlandseyjum, það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir geng Íslenskum ökumönnum.

Ísak Guðjónsson verður aðstoðarökumaður hjá honum, það ætti að vera stór kostur því Ísak hefur mikla reynslu úr rallinu og er núna ríkjandi Íslandsmeistari. Bíllinn sem Stuart og Ísak verða á er af gerðinni MMC Lancer Evo 10, þetta er bíllinn sem Daníel Sigurðarson hefur náð góðum árangri á í Bretlandi á þessu ári.

Hér er flott video með Stuart í Bulldog rallinu, fyrr á þessu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband