Tímabilinu lýkur um helgina - hverjir verða meistarar ?
2.9.2009 | 07:48
Íslandsmótinu í rallakstri lýkur um helgina með tveim keppnum. Fyrri keppnin verður á föstudag og verður ekið að hluta til í myrkri, sú seinni verður á laugardag í birtu, báðar keppnirnar fara fram á Snæfellsnesi. Upplýsingar um keppnirnar er að finna inná www.bikr.is , m.a. rásröð og tímamaster.
Það verður verður hart barist í báðum keppnum því Íslandsmeistaratitlar eru í húfi. Það er orði klárt hverjir verða Íslandsmeistarar í heildinni en Jón Bjarni og Sæmundur tryggðu sér titilinn eftir Alþjóðarallið, í hinum flokkunum er engin orðin öruggur með titil og því verður þetta spennandi helgi í rallinu!.
Mesta spenna um Íslandsmeistaratitilin er í jeppaflokki, þar munar ekki nema 2,25 stigum á fyrsta og öðru. Ásta og Tinna eru í forustu og hafa verið það frá fyrsta móti í vor, bræðurnir Guðmundur og Hörður eru í 2.sæti, Marian og Jón Þór eiga líka möguleika á titli en þeir eru 10,5 stigum á eftir stelpunum. Það er því ljóst að ekkert verður gefi eftir í þessum flokki um helgina.
Það er líka töluverður slagur um titilinn í 2000 flokki. Hilmar leiðir flokkinn með 9,5 stigum á Halldór Vilberg, Himmi er því í góðri stöðu en hann mætir bara í fyrri keppnina, 2.sætið dugar honum líklega til að verða meistari. Feðgarnir Hlöðver og Baldur eiga smá möguleika á titli í 2000 flokknum en til þess þarf margt að gerast fyrir þá :).
Halldór Vilberg og Sigurður eru orðnir Íslandsmeistarar í 1600 flokki, því flokkurinn gildir ekki í fyrra rallinu, Halldór og Sigurður verða með á laugardag, þeir eru með 15.stiga forskot og því getur engin náð þeim. Til hamingju með titilin drengir ;).
Í heildarkeppninni munu líklega þrjár áhafnir slást um sigur, það eru Valdi og Ingi, Páll og Aðalsteinn og hinsvegar Jóhannes og Björgvin. Það gæti háð Valda og Inga að þeir hafa aðeins mætt í eina keppni á þessu ári og fóru reyndar ekki langt þá en þeir eru fljótir ökumenn. Alli og Heimir gætu strítt í þessum áhöfnum og gaman verður að sjá hvað þeir félagar gera um helgina. Í rallinu á laugardag koma svo inn Guðmundur Hösk og Ólafur og hinsvegar Þórður og Jón, þessar tvær áhafnir gætu blandað sér í slaginn um fyrsta sætið á laugardag.
Myndir: Gerða (www.hipporace.blog.is ) og Elvar (http://www.flickr.com/photos/elvarorn ). Þau hafa verið dugleg að mynda röllin undanfarin ár og eiga mikið hrós skilið fyrir það!.
Athugasemdir
Takk fyrir hrósið skemmtileg og fróðleg lesning, góðar greinar sem þú skrifar Spurning um að þú farir að senda upplýsingar á fjölmiðlana.
Gerða (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 12:58
Takk æðislega Gerða, gaman að fá svona hrós . Ég hef stundum sent á þá og hef stytt greinarnar en þeir hafa aldrei birt svo ég hafi tekið eftir, það var reyndar grein birt eftir mig á dv.is eftir Djúpavatnsrallið í sumar..
Heimir og Halldór Jónssynir, 2.9.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.