Stórfrétt - Íslendingur keppir í heimsmeistarakeppninni í ralli

img_8877[2]Það verður stór stund í rallýheiminum hér á landi og í Íslensku íþróttalífi! daganna 22-25 okt næstkomandi. Daníel Sigurðsson mun þá keppa á heimsmeistaramótinu í rallakstri ásamt Bretanum Andrew Sankey. Keppnin fram fer í Bretlandi og er þetta jafnframt síðasta keppni ársins á heimsmeistaramótinu.

Það hefur engin Íslendingur tekið þátt í heimsmeistarakeppninni í ralli og því er þetta stór stund fyrir okkur Íslendinga! og fyrir Íslenskt rall auðvita. Danni verður landi og þjóð til mikils sóma í þessari keppni á því leikur engin vafi, hann hefur náð fínum árangri í Bresku meistarakeppninni á þessu ári en þetta er aðeins stærri keppni sem hann tekur þátt í núna! Smile.

Þeir Danni og Sankey munu keppa á bílnum sem Danni hefur ekið á þessu ári, MMC Lancer Evo 10, þetta er bíllinn sem Stuart Jones ók til sigurs í Rallý Reykjavík um miðjan Ágúst.

Vonandi sjá Íslenskir íþróttafréttamenn sér fært að fjalla um þetta!, til að líkja þessu við okkar vinsælustu íþróttagrein - fótbolta þá er þetta eins og fótboltalandsliðið væri að spila við Spán eða Ítalíu á lokamóti heimsmeistarakeppninnar.

Hvet fólk til að fylgjast með síðuna hans Danna næstu daga ( http://hipporace.blog.is ), svo mun ég henda inn frekari fréttum þegar liður nær þessari keppni.

Mynd: Bíllinn hans Danna - http://hipporace.blog.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keppti ekki Hafsteinn Hauksson einhverntíman í RAC-rallinu?

Andri McKinstry (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:08

2 identicon

Sæll Andri. Ég veit ekki til þess að Hafsteinn heitin hafi keppt í RAC -rallinu.

Var reyndar að heyra áðan að Ómar og Jón Ragnarsynir hafi keppt í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1981. En engu að síður frábært að sjá Danna ætla að fara þarna út og gera sitt besta!!, meira förum við ekki fram á!.

Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband