Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Íslandsmeistarinn í ralli keppir í Bresku meistarakeppninni
26.6.2007 | 01:52
Daníel Sigurðsson Íslandsmeistarinn í ralli hefur verið að reyna sig á erlendri grundu upp á síðkastið.Hann hefur verið að keppa í bresku meistarakeppninni.Í síðustu keppni sem fór fram 2 Júní var Ásta systir Danna aðstoðarökumaður hjá honum hún er það líka hér heima hún er aðeins á 17 aldursári,annars hefur Ísak Guðjónsson verið aðstoðarökumaður hjá honum þarna úti í hin skiptin.
Árangur þeirra hefur verið frábær,í síðustu keppni hjá Danna og Ástu gekk mjög vel þrátt fyrir smá óhöpp á fyrstu leið fóru þau útaf og bíllinn fór á hliðina,þau töpuðu eitthvað á þessu,á annari leið var bíllinn alltaf að festast í botni.Þegar 3 leiðar voru búnar voru þau í 19.Sæti í keppninni og 12. Sæti í EVO-keppninni.Þau kláruðu rallið og gott betur en það í 16 sæti yfir heildina og í 8 í EVO-meistarakeppninni.Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur en bílarnir í EVO keppninni eru mun dýrari en þeirra og að sjálfsögðu betri búnaður í þeim fyrir vikið,en þau eru nú samt að taka betri tíma heldur en margir þeirra.
Það er alveg ljóst að Danni á heima þarna úti,en næsta keppni fer fram 21 Júlí(sama dag og rallið fyrir norðan).En Danni býst við að keppa í Bretlandi.Þau ætla að reyna að keppa á næsta ári á öllu tímabilinu í Bretlandi,og þá á samkeppnishæfum bíl.En báðir bílarnir sem þau keppa á hér heima og úti eru báðir til sölu,til að fjármagna Mistubishi EVO 9.
Ég væri rosalega til í að sjá Danna keppa á EVO 9 við þessa kalla þarna úti og ég veit að árangurinn mundi ekki láta á sér standa.Danni er líka mikil fyrirmynd út á við,og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum að koma sér á framfæri.Það mættu margir íþróttamenn taka hann sér til fyrirmyndar.Áfram Danni og co.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Torfæra önnur umferð
25.6.2007 | 17:32
Íslandsmótið í torfæru.Önnur umferð á Íslandsmótinu í torfæru fór fram síðasta laugardag á Egilsstöðum það var hart barist.En það var Gunnar Gunnarsson á Trúðnum sem sigraði.Ragnar Róbertsson sigraði í flokki breyttra götubíla og sýndi þar nokkra yfirburði,Bjarki Reynisson varð annar og Vignir Rúnar Vignisson þriðji.
Heimamenn í ham í torfærukeppni á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður það Subaru sem vinnur? 21 Júlí
23.6.2007 | 20:13
Fjórða rall sumarsins fer fram 21 júlí.Þetta rall fer fram norður í skagafirði en Bílaklúbbur skagafjarðar heldur þessa keppni.Ég fór aftur í tíman og skoðaði hverjir hafa verið að vinna röllin fyrir norðan og Rúnar Jónsson hefur unnið þetta rall 4 sinnum af síðustu 6 skiptum.Hann á 10 Íslandsmeistaratitla sem ökumaður og 3 sem aðstoðarökumaður.Rúnar hefur ekkert keppt síðan 2004.En hann keppti að sjálfsögðu á Subaru frá 1997 til 2004.Hann byrjaði að keppa 1986.Baldur bróðir Rúnars vann fyrir norðan 2002 á Subaru.Frá árinu 2000 hefur Subaru unnið 5 sinnum þarna fyrir norðan.En það eru miklar líkur á að Subaru vinni rallið 21 júlí en það má búast við 5 slíkum bílum.Ég vona að sjálfsögðu að það verði okkar Subaru sem vinni.Hér að neðan koma sigurvegarar frá árinu 2000.
2000.Rúnar Jónsson-Jón Ragnarsson.Subaru Impreza
2001.Rúnar Jónsson-Jón Ragnarsson.Subaru Impreza
2002.Baldur Jónsson-Jón Ragnarsson.Subaru Legacy
2003.Rúnar Jónsson-Baldur Jónsson.Subaru Legacy
2004.Rúnar Jónsson-Baldur Jónsson.Subaru Legacy
2005.Ekkert keppt fyrir norðan.
2006.Daníel Sigurðsson og Ásta Sigurðardóttir.Lancer Evo 6.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Schumacher að snúa aftur?
19.6.2007 | 15:35
Það væri auðvita frábært fyrir Ferrari ef hann verður tilraunaþór.Þó svo ég hafi aldrei haldið með honum þá væri nú gaman að sjá hann aftur.
Schumacher sagður snúa aftur og hafa prufukeyrt á laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímamótarallý hjá mér næst
19.6.2007 | 14:42
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Steini gengin til liðs við Þór
18.6.2007 | 21:49
Þorsteinn Gunnlaugsson,eða Steini.Hefur ákveðið að ganga til liðs við nýliða Þórs á Akureyri í körfuboltanum og leika með þeim í úrvalsdeildinni næsta vetur.Þetta er auðvita mikil blóðtaka fyrir okkur í Breiðablik en við ætlum okkar stóra hluti á næsta tímabili og vinna okkur sæti í úrvalsdeild.En það er góð breytt í mínu lið þannig ég vona það besta.Steini átti tvö góð tímabili hjá okkur og var besti maður síðasta tímabils.Hann kemur bara aftur þegar Breiðablik er komið upp næsta vor.En hann gerir bara eins árs samning við norðanmenn.
Á síðasta tímabili skoraði Steini 18,5 stig og tók 16,3 fráköst að meðaltali í leik.Ég þakka Steina fyrir hans framlag í græna búningnum.Og gangi honum sem best fyrir norðan.Það verður gaman að sjá hann aftur í þeim græna tímabilið 2008/2009.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lewis Hamilton á ráspól í Indianapolis
16.6.2007 | 21:42
McLarenfélagarnir verða fremstir á morgun þegar kappaksturinn byrjar í Indianapolis í bandaríkjunum.Ég er mjög sáttur með það,ég hef fylgst með formúlunni síðan 1999 og alltaf verið Mclaren maður að sjálfsögðu.Ef bílarnir verða áfram góðir hjá mínum mönnum eins og þeir hafa verið allt þetta tímabil þá verður þetta auðvelt á morgun.Get ekki séð að Ferrari muni ógna þeim.Það er nú samt gaman að sjá Renault menn koma inn í baráttuna aftur.kovalainen er sjötti á ráslínu og Fisichella tíundi.Útsendingin hefst kl.16.30 á morgun.
Fyrstu tíu á ráslínu.
1.Hamilton
2.Alonso
3.Massa
4.Räikkönen
5.Heidfeld
6.Kovalainen
7.Vettel
8.Trulli
9.Webber
10.Fisichella.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínir menn mæta sterkir til leiks
16.6.2007 | 01:55
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mjög góð byrjun á tímabilinu
14.6.2007 | 02:04
Pétur og Heimir(bróðir) hafa byrjað tímabilið í rallinu ótrúlega vel.Þegar þrjú röll eru búinn hafa þeir unnið 1600 flokkinn í öll skiptin og 2000 flokkinn tvisvar.En ekki nóg með það þeir hafa unnið 26 sérleiðar af 32 sem búnar eru í sinum flokki (1600),en það eru á bilinu 6/8 bílar í flokknum.Það er alveg greinlegt að þeir eru í algjörum sérflokki í sínum flokki,en Pétur og Heimir byrjuðu að keppa saman í vor.Fjórða rall sumarsins fer fram í skagafirði 21 júlí en þeir gætu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þar,Þó svo það séu tvö mót eftir það rall,það yrði rosalegt ef þeim tækist þetta svona snemma á tímabilinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NBA San Antonio komið í 3-0
13.6.2007 | 21:26
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)