Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Chris Atkinson náði þriðja sætinu
27.1.2008 | 22:12
Fyrsta keppnin á þessu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni ralli lauk í Monte Carlo í dag,næsta keppni fer fram í Svíþjóð eftir tvær vikur.
Sébastien Loeb og Daniel Elena hafa unnið heimsmeistaratitilinn fjögur undanfarin ár og þeir unnu þetta rallý með töluverðum yfirburðum,Mikko Hirvonen sem endaði í öðru sæti var rúmum tveim mínútum á eftir Loeb þegar rallinu lauk.
Það var rosalega barátta um þriðja sætið milli Chris Atkinson sem ekur Subaru Impreza og Francois Duval en hann ekur Ford Focus,það fór svo að Atkinson náði þriðja sætinu en það munaði ekki nema einni sekúndu á honum og Duval sem endaði í fjórða sæti,baráttan var það mikil á milli þeirra að á síðustu sérleið rallsins voru þeir með nákvæmlega sama tíma og Atkinson fagnaði þriðja sætinu eins og áður sagði.
Mynd. www.rallye-info.com .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsmeistarinn í fínum málum eftir 8.sérleiðir
25.1.2008 | 19:35
Frakkinn Sebastian Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára hefur þægilega forustu eftir tvo keppnisdaga.Loeb er 56 sekúndum á undan liðsfélaga sínu Dani Sordo sem er annar en þeir aka báðir Citroen.Í þriðja sæti er Finninn Mikko Hirvonen en hann er 26 sekúndum á eftir Sordo,Hirvonen ekur Ford Focus.Chris Atkinson sem ekur Subaru Impreza er í fjórða sæti en hann er einni mínútu á eftir Hirvonen.
Það er ekki rétt að Sebastian Loeb hafi unnið þetta mót fjögur ár í röð eins og kemur fram á mbl.is,Marcus Grönholm sem er nú hættur að keppa í WRC vann Monte Carlo rallið árið 2006,Loeb var þá í örðu sæti.
Mynd. www.rally-live.com .
Loeb með mikið forskot í Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokahóf LÍA fór fram á föstudagskvöld
20.1.2008 | 23:40
Lokahóf akstursíþróttamanna var haldið á föstudagskvöld að Ásvöllum í Hafnafirði,töluverður fjöldi var saman komin til að skemmta sér og sjá ökuþóra taka við verðlaunum sínum.
Mínir menn Pétur og Heimir fengu afhenda bikarana fyrir 2000 flokkinn og MAX 1(1600 flokkur),en þeir urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum og höfðu mikla yfirburði sumarið 2007 í báðum flokkum.Keppnirnar voru sex talsins og þeir unnu allar keppnirnar í 1600 flokki og allar nema eina í 2000 en þar voru þeir í þriðja sæti.Í heildarkeppninni lentu þeir í sjöunda sæti og voru fjórar áhafnir á 4x4 turbo bílum fyrir aftan þá þegar tímabilinu lauk.Rallýsérleiðirnar voru 72 í sumar og unnu drengir 66 það sýnir þá yfirburði sem þeir höfðu í 1600 og 2000 flokki.Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í sumar því þeir munu keppa á EVO 6 lancer 4x4 turbo en þetta er bíll Íslandsmeistarana síðustu tveggja ára.
Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn fengu einnig Íslandsmeistarabikarana afhenda,þau höfðu þó nokkra yfirburði í sumar í heildarkeppninni en Sigurður Bragi,Jón Bjarni,Óskar Sól veittu þeim hvað mestu keppni.Systkinin reyndu fyrir sér líka í Bretlandi á síðasta ári með fínum árangri og þau eiga fullt erindi þarna úti.Hilmar og Vignir voru líka krýndir Íslandsmeistara í jeppaflokki og þeir eiga það sameiginlegt með hinum rallýmeisturunum að þeir höfðu mikla yfirburði í jeppaflokki.
Akstursíþróttamaður ársins var kjörin Sigurður Þór Jónsson en hann kemur úr torfærunni.Ég óska Sigurði til hamingju með þessa viðurkenningu.
Mynd.Heimir og Pétur ánægðir með báða titlana og mega vera það.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilegt nýtt ár
1.1.2008 | 03:35
Ég óska öllum gleðilegt nýtt ár og með þökk fyrir það liðna,Megi árið sem nú er gengið í garð verða jafn frábært og síðasta ár.
Það var auðvita margt sem stóð uppúr hjá mér á árinu sem er liðið,ég og Kolla eignuðumst litla prinsessu í Febrúar hana Tinnu Rós,svo á aðfangadag trúlofaðist ég henni Kollu bestu unnustu í heimi hún er algjört gull,þetta tvennt stóð hæðst hjá mér á árinu 2007.
Sérstaklega þakka ég öllum þeim sem heimsóttu síðuna á árinu sem er liðið.
Mynd.Elvar Örn, www.flickr.com/photos/elvarorn .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)