Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Myndir af strákunum okkar
27.2.2008 | 18:00
Íslendingarnir Daníel og Ísak kepptu í Bresku meistarakeppninni um síðust helgi,núna eru komnar myndir úr rallinu af þeim inn á síðunni þeirra.Næsta keppni hjá þeim er svo í byrjun Apríl,ég set hér link á myndirnar www.hipporace.blog.is/album/Sunseeker2008/ ,einnig er að finna stórt og mikið myndasafn inná síðunni.
Mynd: www.hipporace.blog.is .Danni og Ísak á ferð á innanbæjarleiðinni þar sem þeir náðu þriðja besta tímanum í sínum flokki.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonbrigði en margir ljósir punktar
25.2.2008 | 00:15
Fyrsta umferðin á þessu keppnistímabili í Bresku meistarakeppninni lauk á laugardag,meðal keppenda voru Íslendingarnir Daníel og Ísak.
Þeir óku nýrri bifreið í þessar keppni bíllinn er af gerðin Mitsubishi Lancer Evo 9,þeir munu aðallega keppa í EVO-Challenge flokknum en þar eru bara Mitsubishi bílar að keppa en auðvita keppa þeir líka í heildarkeppninni,í þessu ralli voru sextán bílar í Evo flokknum og margir mjög öflugir ökumenn.
Rallið byrjaði á föstudagkvöld með tveimur leiðum á malbiki,Danni og Ísak sýndu strax klærnar og á fyrstu leið og náðu þeir 8.besta tíma yfir heildina og 3.besta í Evo flokknum,á annarri leið sem var sú sama og fyrsta náðu þeir 16.besta tíma og 6.besta í Evo flokknum þeir voru því í 11.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni eftir föstudagkvöldið sem var auðvita frábær árangur,þeir voru eins og áður sagði að aka bílnum í fyrsta skipti í keppni en þessi keppni átti að fara í það að læra á bílinn.Á fyrstu sérleið á laugardagsmorgun byrjuðu þeir félagar mjög vel og tóku 7.besta tíma yfir heildina og 2.besta í Evo flokknum.Svo þegar fjórum leiðum var lokið í rallinu voru þeir í 8.sæti yfir heildina og í 3.sæti í Evo keppninni sannarlega frábær byrjun í rallinu hjá þeim.Eftir sjö sérleiðar voru þeir staddir í 14.sæti í heildarkeppninni og í 7.sæti í Evo keppninni og ekki nema 30 sekúndum á efir fyrsta sætinu í flokknum og því bullandi slagur í gangi hjá þeim í rauninni alveg fáránlega góð byrjun hjá þeim á nýja bílnum,þetta sýnir bara hvað Danni er ofboðslega fljótur og góður ökumaður að ná svona fljót tökum á bílunum og að ná besta tíma á 6.leiðinni í Evo keppninni sýnir færni þeirra í þessu sporti,svo á áttundu sérleið fór að halla undan fæti og kúplingin bilaði í bílnum hjá þeim sannarlega grátlegt eftir öruggan og góðan akstur,þeir félagar keyrðu níundu sérleiðina en hættu keppni eftir hana enda ómögulegt að aka bílnum með engan kúplingu.
Það er nokkuð ljóst að flóðhestaliðið eins og þau kalla sig eiga miklu meira en fullt erindi þarna í Bretlandi og hafa þau vakið mikla athygli frétta og blaðamanna og áheyrenda fyrir góða framkomu og flottan akstur,það er ekki spurt heldur hvenær þau vinni Evo keppnina í ralli og þegar Danni verður búin að ná fullum tökum á bílnum þá mega þessir kallar fara að passa sig.
Eins og áður sagði þá var Ísak aðstoðarökumaður í þessari keppni en Ásta systir Danna verður sennilega aðstoðarökumaður í einhverjum röllum enda hefur hún mjög góða reynslu bæði hér heima og úti,hún var Íslandsmeistari með bróður sínum 2006 og 2007 og keppti með honum í þremur keppnum í Bretlandi í fyrra Ísak keppti líka með Danna í þremur keppnum í fyrra í Bretlandi og hann hefur margra ára reynslu úr rallinu og var Íslandsmeistari aðstoðarökumanna árið 2005 með Sigurði Braga.Danni er því ekki á flæði skeri staddur hvað aðstoðarökumenn varðar.
Ég verð að hrósa mbl.is og RÚV fyrir fréttaflutninginn af rallinu gaman að sjá að þeir skuli fjalla um þátttöku þeirra úti og vonandi verður áframhald á þessu hjá þeim.Næsta rall í Bresku keppnin fer fram fyrstu helgina í Apríl.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr bíll og ný heimasíða
24.2.2008 | 13:40
Jón Bjarni og Borgar sem lentu í öðru sæti á Íslandsmótinu í rallakstri í fyrra hafa fest kaup á nýrri bifreið en þeir óku Subaru Imprezu í fyrra,nýji bílinn er af gerðin Mitsubishi Lancer EVO 7 og er smíðaður í Finnlandi þetta er mjög öflugur bíll og nokkuð ljóst að þeir félagar munu slást um Íslandmeistaratitilinn í sumar ásamt nokkrum öðrum.
Þeir félagar hafa einnig opnað glæsilega heimasíðu www.evorally.com flott framtak hjá þeim,það er gaman að sjá að menn eru farnir að leggja mikinn metnað í rallið hér heima og bílarnir orðnir öflugir og glæsilegir,einnig hafa nokkrir opnað heimasíður eða blogg.Ég óska Jónba og Bogga til hamingju með nýju græjuna og síðuna.
Daníel og Ísak kepptu í sunseeker rallinu í Bretlandi um helgina,þeir urðu frá að hverfa með bilaða kúplingu eftir frábæran akstur,ég mun birta grein um rallið hér á síðunni í kvöld.
Mynd: www.evorally.com .
Íþróttir | Breytt 25.2.2008 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær byrjun
23.2.2008 | 00:30
Það er óhætt að segja að strákarnir hafi byrjað rallið gríðarlega vel í kvöld,á fyrstu sérleiðinni tóku þeir 8.besta tíman svo á annarri leið voru þeir með 16.besta tíman þrátt fyrir að bæta tíman um 2 sek frá fyrstu ferð en sama leiðin var ekin tvisvar í kvöld á malbiki.Danni er ekki vanur að keyra í rallýi á malbiki og því koma tímarnir soldið skemmtilega á óvart í kvöld en Daníel og Ísak eru bara að sýna hvað þeir eru gríðarlega öflugir og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim félögum á morgun og vonandi fylgja þeir eftir góðu gengi í kvöld,það er greinilegt að þeir eiga fína möguleika á að vinna EVO-Challenge keppnina í þessu ralli ef þeir halda rétt á spilunum og spennan verður óbærileg á morgun,ég verð nú bara sáttur ef þeir klára í topp 5 í Evo flokknum.Það er gaman að vita til þess að að þeir fá gríðarlegan stuðning hérna heima fyrir því mjög margir eru að fylgjast með þeim,þeir finna auðvita fyrir þessum stuðningi sem er mjög mikilvægt fyrir þá. hægt er að sjá sérleiðatíma beint hér http://www.rallyesunseeker.co.uk/PS_Results/000001/internet/raceclas.php rallið byrjar kl.8:50 í fyrramálið. Ég sendi strákunum baráttukveðjur.
Mynd: www.hipporace.blog.is .
Daníel og Ísak gengur vel í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ballið að byrja
21.2.2008 | 22:00
Já ballið er að byrja hjá okkur rallýfólkinu því félagarnir Daníel og Ísak hefja keppni á morgun í Bresku meistarakeppninni,þetta er fyrsta mótið á þessu tímabili í Bresku keppninni,strákarnir fóru út í fyrradag til að æfa sig og stilla bílinn,þeir keppa á Mitsubishi EVO 9 sem Danni keypti nýverið en sá sem átti þennan bíl vann EVO-Challenge meistarakeppninni árið 2006 þetta er gríðarlega öflugur bíll og er með betri bílum í EVO-Challenge meistarakeppninni en það er sú keppni sem strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu tímabili og í þessu ralli verða sextán bílar í EVO-Challenge.
Ég býð virkilega spenntur að sjá hvernig þetta fer hjá strákunum okkar og ég hef mikla trú á þeim,rallið hefst annað kvöld á tveimur innanbæjarleiðum sem verða eknar á malbiki,rallið heldur svo áfram á laugardagsmorgun.
Gangi ykkur rosalega vel strákar og sýnið þessum gaurum í tvo heimana en komið samt með heilan bíl í endamark.Það verða margir límdir við tölvuna annað kvöld og á laugardag að fylgjast með sérleiðatímunum og senda ykkur góða strauma fyrir þá sem ekki vita þá er verður hægt að fylgjast með rallinu inn á www.rallyesunseeker.co.uk/index.htm .Áfram Ísland.
Myndir: www.hipporace.blog.is,Danni og Ísak við æfingar í dag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært til hamingju
19.2.2008 | 11:00
Ég vil óska Kristjáni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur,þetta er mjög mikið afrek hjá Kristjáni og ég er ekki viss um að margir hér á Íslandi viti hvað þetta er mikið afrek hjá drengnum.
Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum í framtíðinni og hver veit nema við Íslendingar eignumst mann í formúlu 1 innan nokkra ára,ég óska Kristjáni góðs gengis í komandi mótum,hægt er að fylgjast með Kristjáni á heimasíðu hans www.kristjaneinar.com .
Mynd: www.kristjaneinar.com .
Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjö dagar í Sunseeker
15.2.2008 | 18:44
Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppa í sunseeker rallinu helgina 22/23,þetta er fyrsta mótið í Bresku meistarakeppninni á þessu tímabili,þeir félagar mæta á nýjum bíl sem er af gerðinni Mitsubishi EVO 9 stefna hjá þeim er sett á að læra á bílinn og klára rallið,þeir ræsa númer 32 sem er ekki gott því leiðarnar þarna grafast mikið og fyrstu bílarnir græða auðvita mikið á því,það má búast við um 100 bílum í þetta rallý.
Ég hef sett upp skoðunarkönnun hér til hægri á síðunni og spyr hvernig þeim eigi eftir að ganga í keppninni,ég hvet fólk til að taka þátt í henni.
Mynd:Daníel og Ísak á ferð í sunseeker rallinu í fyrra.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma
12.2.2008 | 22:00
Ég fagna því mjög að mbl.is skuli fjalla um þátttöku Danna og co þarna í Bretlandi því þau eiga það sannarlega skilið og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal hjá mbl.is.Það verður spennandi að sjá þau á þessu tímabili,ég er sannfærður um að árangurinn verður góður hjá þeim,það alveg rauðhæft að stefna á topp fimm,Danni sýndi það í fyrra þegar þau tóku þátt í 5 keppnum að mig minnir í Bretlandi og þá voru þau á öðrum bíl sem er ekki eins öflugur og nýji bíllinn.
Rallárið 2008 verður það besta í langan tíma að ég held,ekki nóg með að Danni og co muni taka þátt í Bresku meistarakeppninni og gera það gott þar,einnig er íslenska rallið í gríðarlegri uppsveiflu og margir ökumenn eiga eftir að slást um fyrsta sætið,það er ljóst að nýjir bílar líta dagsins ljós í vor en fyrir eru margir góðir og fallegir bílar og toppbaráttan verður hörð,það verða um tíu bílar í toppbaráttunni í sumar,þeir sem koma til með að slást mest um fyrsta sætið eru Sigurður Bragi/Ísak,Jón Bjarni/Borgar og Óskar og Valtýr þessir menn eru með mestu reynsluna og óku best í fyrra fyrir utan Danna/Ástu,svo verða einhverjir sem koma á óvart og munu keppa um fyrsta sætið með hinum þremur áhöfnunum.Fyrsta rallið verður um miðjan Maí.
Mynd: www.hipporace.blog.is Danni og Ásta í keppni í Bretlandi 2007,þessi bíll er nú í eigu Jóhannes Gunnarssonar sem mun keppa á honum hér á Íslandi.
Daníel og Ásta keppa á bresku rallmótaröðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjórir Finnar í efstu átta sætunum
10.2.2008 | 20:25
Hinn 22 ára Finni Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus sigraði sænska rallið sem lauk í dag,þetta er fyrsti sigur Finnans á heimsmeistaramótinu og hann er því orðin yngsti sigurvegarinn á heimsmeistaramótinu í rallakstri frá upphafi,þessi ungi Finni vann 6 sérleiðir af þeim 20 sem voru eknar í rallinu,það er nokkuð ljóst að Latvala mun berjast um heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili en þetta var aðeins annað mótið á tímabilinu,landi Latvala og liðsfélagi Mikko Hirvonen lendi í öðru sæti en hann endaði 58 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum,Mikko Hirvonen hefur tekið forustu í heildarkeppninni efir tvö mót hann er með 16 stig en næstir koma Loeb og Latvala báðir með 10 stig.Fyrstu átta sætin gefa stig til meistara og það voru fjórir Finnar sem náðu inn á átta efstu sætin auk þessara tveggja sem eru nefndir hér að ofan voru það Toni Gardemeister sem náði sjöunda sætinu en hann ekur Suzuki SX4 og Juho Hanninen lendi í áttunda sæti hann ekur Mitsubishi Lancer.Næsta keppni fer fram í Mexico í lok febrúar.
Staðan í heildarkeppninni eftir tvær keppnir
1st | Mikko Hirvonen | 8 | 8 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 16 |
2nd | Jari-Matti Latvala | 0 | 10 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 10 |
3rd | Sébastien Loeb | 10 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 10 |
4th | Gigi Galli | 3 | 6 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
5th | Petter Solberg | 4 | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
6th | Chris Atkinson | 6 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 6 |
7th | Francois Duval | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 5 |
8th | Andreas Mikkelsen | - | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
9th | Daniel Sordo | 0 | 3 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
10th | Jean-Marie Cuoq | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
10th | Toni Gardemeister | 0 | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | Per-Gunnar Andersson | 1 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
12th | Juho Hänninen | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
Video af Jari-Matti Latvala á síðustu sérleiðinni í dag www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=310&featureid=244&desc=Latvala%20wins%20Swedish%20Rally .
Mynd: www.latvalamotorsport.com .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Latvala með þægilega forustu
8.2.2008 | 23:58
Finninn Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus er með þægilega forustu í Sænska rallinu sem er nú í gangi,þetta er annað mót heimsmeistarakeppninnar í rallakstri á þessu keppnistímabili,Norðmaðurinn Henning Solberg er í öðru sæti en hann er 56 sekúndum á eftir Latvala svo þriðja sætinu er Finninn Mikko Hirvonen en hann er ekki nema 2 sekúndum á eftir Solberg.Rallið heldur áfram í fyrramálið og því líkur á sunnudag.
Frakkinn Sebastian Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára velti bíl sínum á fjórðu sérleiðin í dag sem var 22.km löng hann velti bílnum þegar þrír km voru eftir í mark,hann kemur aftur inn í rallið í fyrramálið en hann á enga möguleika á efstu sætunum.Það er greinlegt að Loeb er ekki að fýla sig í Svíþjóð því hann hefur aðeins einu sinni unnið Sænska rallið og það var árið 2004.
Mynd: www.rallye-info.com .Henning Solberg á fer í dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)