Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
2.umferðin í Bresku meistarakeppninni
29.3.2008 | 22:35
2.umferðin í Bresku meistarakeppninni í rallakstri fer fram laugardaginn 5.Apríl,Íslendingarnir Daníel og Ísak keppa að sjálfsögðu í þessu ralli,strákarnir hafa sett sér skýr markmið og það er að vinna Evo-challenge keppnina sem er alveg raunhæft,ég spái því að þeir lendi í topp 5 og vinni Evo-challenge keppnina en þar keppa 14 áhafnir og allir á Mitsubishi Evo lancer bílum og margir flinkir ökumenn,auðvita þarf allt að ganga upp til að okkar menn vinni en það þarf alltaf til að ná árangri í íþróttum,þeir sýndu það í fyrstu keppninni að þeir eru gríðarlega hraðir og hafa þetta allt saman til að landa sigri,þó svo Danni hafi verið að aka nýja bílnum í fyrsta skipti í keppni var hann að taka rosalega flotta tíma þangað til bíllinn bilaði,en bíllinn mun ekki bila núna og strákarnir munu sýna allt sitt besta og uppskeran verður eftir því,allavega hef ég bullandi trú á þeim reyndar eins og margir aðrir.Heimasíða þeirra www.hipporace.blog.is .
Ég hef sett upp skoðanakönnun hér til hægri á síðunni,og spyr hvernig gengi þeirra verður í næsta ralli,sjálfsögðu eiga allir að taka þátt í henni.
Mynd: www.hipporace.blog.is.Danni og Ísak á ferð í fyrsta rallinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsmeistarinn í góðum málum eftir fyrsta keppnisdag
28.3.2008 | 23:50
Fjórða mótið á þessu keppnistímabili á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram nú um helgina í Argentínu,rallið hófst í dag og er níu sérleiðum þegar lokið,rallinu lýkur svo á sunnudag.
Heimsmeistarinn Sebastian Loeb sem ekur Citroen er með góða forustu en hann er 1,30 mín á undan öðru sætinu,Chris Atkinson sem ekur Subaru er í öðru sæti en hann er ekki nema átta sekúndum á undan liðsfélaga sínum Petter Solberg sem er þriðji.Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus var í forustu eftir fjórar sérleiðir en hann keyrði útaf á leið fimm og datt niður um mörg sæti og er hann 24 mínútum á eftir fyrsta sæti og á hann litla sem enga möguleika á stigasæti.
Á morgun verða eknar níu sérleiðir og lengsta leiðin er um 22.km en dagurinn á morgun er í heild um 150.km á sérleiðum.
Mynd: www.rallye-info.com ,Petter Solberg á ferð í Argentínurallinu í fyrra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fín byrjun hjá Kristjáni
24.3.2008 | 23:05
Kristján Einar Kristjánsson keppti í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni í Bretlandi nú um helgina.
27 ökumenn taka þátt í formúlu 3 sem skiptist í tvo flokka,alþjóðlegan flokk og landsflokk og keppir Kristján í landsflokknum,í heildarkeppninni lendi Kristján í 19.sæti en í sínum flokk náði hann 5.sæti í fyrri kappakstrinum og í seinni var hann í 6.sæti.Næsta mót fer fram í loka Apríl.
Kristján getur alveg verið sáttur með frumraun sína í formúlu 3 mótaröðinni og nú er bara að byggja ofná þessa keppni og mæta sterkur í þá næstu.Til hamingju með fína byrjun Kristján í Formúlu 3,nánari fréttir af okkar manni inn á heimasíðu hans www.theicelander.com .
Áfram Ísland.
Mynd: www.theicelander.com .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtileg grein
10.3.2008 | 23:32
N1 rallýliðið birti í dag skemmtilega grein inná heimasíðu sinni www.evorally.com um íslenska rallið,Borgar Ólafsson skrifaði þessa grein en hann er aðstoðarökumaður Jóns Bjarna,þeir félagar verða auðvita í slagnum í rallinu í sumar.Ég set þessa frétt hér að neðan en endilega að kíkja á þessa flottu heimasíðu þeirra www.evorally.com .
Daniel Sigurðarson sem ásamt systur sinni Ástu en þau vorur Íslandsmeistarar 2006 og 2007 hefur ákveðið að taka þátt í Bresku meistarakeppninni þetta árið. Ísak Guðjónsson hefur farið með honum í einhverjar keppnir og einnig verður Ásta eitthvað með honum úti. Hann hefur keyptsér MMC EVO 9 enga smá græju og fyrsta keppnin á þeim bíl úti lofar góðu, ef bíllinn hefði haldist í lagi er engin spurning að hann hefði endað í góðu sæti en því miður bilaði kúpling hjá honum. Danni sannaði það þarna að hann á fullt erindi í keppninni ekki bara topp 5 heldur getur hann unnið ef allt gengur upp. Erfitt hefur verið fyrir hann að finna kostendur til að standa við bakið á honum en við vonum að það fari að ganga betur þannig að hann geti farið að einbeita sér að keppninni á fullu.
Myndir: www.motormynd.net , www.evorally.com , www.hipporace.blog.is .Þetta eru bílarnir sem ökumennirnir munu aka á í sumar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mexíkó rallinu lauk með sigri Loeb
2.3.2008 | 21:30
Heimsmeistarinn í rallakstri Frakkinn Sébastien Loeb sigraði Mexíkó rallið sem lauk í dag,þetta er þriðji sigur Loeb í röð í Mexíkórallinu,Loeb hefur nú unnið tvær keppnir af þrem sem búnar eru í heimsmeistarakeppninni en alls verða fimmtán keppnir í ár.
Ástralinn Chris Atkinson sem ekur Subaru Imprezu lendi í öðru sæti en hann endaði rúmri mínútu á eftir Loeb,þetta er besti árangur Atkinson í heimsmeistarakeppninni frá upphafi,Atkinson er nú í fjórða sæti í heildarkeppninni eftir þrjú mót með 14 stig.Finninn Jari-Matti Latvala sem vann síðustu keppni í Svíþjóð endaði í þriðja sæti í þessari keppni og var þrjátíu sekúndum á eftir öðru sætinu.
Mikko Hirvonen kláraði þessa keppni í fjórða sæti og hann endaði tveim mínútum á eftir Latvala.Hirvonen heldur forustunni í heildarkeppninni með 21 stig en hann er eini toppökumaðurinn sem hefur fengið stig í fyrstu þremur keppnunum sem búnar eru á þessu tímabili,hann hefur þó ekki enn unnið mót fengið tvisvar átta stig og nú fimm stig.
Staðan í heildarkeppninni eftir þrjú mót.
1st | ![]() | 8 | 8 | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 21 |
2nd | ![]() | 10 | 0 | 10 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 20 |
3rd | ![]() | 0 | 10 | 6 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 16 |
4th | ![]() | 6 | 0 | 8 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 14 |
5th | ![]() | 3 | 6 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
6th | ![]() | 4 | 5 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
7th | ![]() | 5 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 5 |
8th | ![]() | 0 | 0 | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
9th | ![]() | - | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
10th | ![]() | 0 | 0 | 3 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
11th | ![]() | 0 | 3 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
12th | ![]() | 0 | 2 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | ![]() | - | - | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | ![]() | 2 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
15th | ![]() | 1 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
15th | ![]() | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
15th | ![]() | - | - | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
Mynd: www.rallymexico.com .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)