Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Portúgal um helgina
31.3.2009 | 23:00
Fjórða umferðin á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram í Portúgal um helgina, síðasta var ekið í Portúgal árið 2007 og þá vann Frakkinn Sebastian Loeb.
Keppnin um helgina verður án efa spennand en engin annar en Marcus Gronholm mætir til leiks og mun hann aka fyrir Prodrive og bíllinn sem hann mætir á er Subaru Impreza wrc08.
Mikko Hirvonen þarf helst að sigra þessa keppni til að missa ekki heimsmeistarann Sebastian Loeb ekki of langt frá sér en Loeb er þegar komin með 8.stiga forskot á Hirvonen.
Hægt verður að fylgjast með rallinu inn á www.wrc.com en það er eitthvað sem segir mér að þetta verði skemmtileg keppni!!:).
Mín spá fyrir Portugal (8.efstu)
2.Sebastian Loeb
3.Marcus Gronholm
4.Petter Solberg
5.Jari-Matti Latvala
6.Matthew Wilson
7.Henning Solberg Hvað gerir þessi um helgina??
8.Dani Sordo.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bulldog rallið - góð grein!!
30.3.2009 | 10:20
Danni setti inn á síðuna síða í gær (www.hipporace.blog.is ) mjög góð grein um Bulldog rallið!!, ég birti greinina í heild sinni hér að neðan..
Góðan daginn.
í gær fór fram fyrsta umferð af sex í BRC - og var Bulldog rallið notað í þessa opnunarumferð.
Keith Cronin á fullri ferð til sigurs
Það sem gerði þessa keppni mjög spennandi var fyrst og síðast sú staðreynd að ungir og efnilegir ökumenn voru nær alráðir á keppendalistanum - - og það sem gladdi undirritaðan einna mest var að sjá Keith Cronin - 22ja ára lítt þekktan Íra stela sigrinum af Mark Higgings - margföldum breskum meistara - og það á síðustu sérleið rallsins.
Vinur okkar Stuart Jones - sem átti að keyra keppnisbíl okkar í þessari keppni - náði þriðja sætinu á evo 9 sem var leigður nokkrum dögum fyrir helgina þegar ljóst var að EVO x bíll okkar myndi ekki verða klár. Sannarlega ánægjulegur árangur það -- - og raunar alveg magnaður þegar til þess er litið að hann sprengdi á fyrstu leið og tapaði töluverðum tíma - og velti svo á leið 3 - þar sem áhorfendur náðu að koma honum aftur á hjólin. Við þetta gekk turbína bílsins þurr í smá stund og missti bíllinn afl og var að smádeyja það sem eftirlifði rallsins - en þriðja sætið var hans. (þess má geta að ég var ekkert ósáttur að hann var ekki á nýju tíunni okkar :)
En systurbíll okkar Evo X, bíllinn hans David Bogie náði í keppnina - þó ekki alveg fullklár - en dýrmæt reynsla náðist með því að hafa hann með. Bogie kláraði í fimmta sæti sem verður að teljast ásættanlegur árangur fyrir alla sem að þessari þróunarverkefni hafa komið.
EVO X í action
Um evo X að segja í stuttu máli þá skorti bílinn afl, hvarfakútur olli hita í eldsneyti og togkúrfa mótorsins var mjög ójöfn. Þetta eru þó allt hlutir sem auðvelt er að leysa. Fjöðrun bílsins er alveg mögnuð - enda fjöðrunarframleiðandinn og hönnuðurinn af þessum dempurum sá hinn sami og sér Citroen fyrir dempurum í heimsmeistarabíl undanfarinna ára. Bremsur og stöðugleiki bílsins eru til mikilla bóta frá forveranum og því enginn vafi í okkar huga að þessi bill mun verða hraðari en gamla nían áður en árið er hálfnað.
Jason Pritchard vann eindrifið
Annar vinur okkar, Jason Pritchard mætti á sinni sítrónu með MAX kit - og rúllaði upp R2 flokknum (eindrif). Quick motorsport eiga að vera stoltir af rekstri sínum á þessum smábíl.
Ái - - smá beygla á Mexico escort
Adam Gould - Pirelli star ökumaður - ekki alveg sú stjarna sem ráð var fyrir gert.
Bogie - EVO X
EVO X - ekki svo ófríður bíll :)
Stuart Jones á toppnum :(
David Bogie í vandræðum þar sem Stuart velti
Ein í viðbót - EVO X
Frábær dagur í skógum Wales og mjög fróðlegt framhaldið. Næsta keppni er 17-18.apríl upp við skosku landamærin þegar PIRELLI international rallið fer fram.
DS
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjár keppnir búnar á heimsmeistaramótinu í ralli
23.3.2009 | 22:45
Þrjú mót eru búin á heimsmeistaramótinu í rallakstri og hefur heimsmeistarinn Frakkinn Sebastian Loeb haft þó nokkra yfirburði en hann hefur sigrað fyrstu 3.mótin.
Finninn Mikko Hirvonen hefur veitt heimsmeistaranum hvað mestu keppni en Finninn hefur náð tvisvar 2.sæti og einu 3.sæti.
Minn maður Norðmaðurinn Petter Solberg mætti til leiks í keppni 2 í Noregi og náði fínum árangri þar tók 6.sætið og svo bætti hann um betur í síðustu keppni en þar lendi hann í 3.sæti.
Staðan eftir þrjár keppnir
1st | Sébastien Loeb | 10 | 10 | 10 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 30 |
2nd | Mikko Hirvonen | 6 | 8 | 8 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 22 |
3rd | Daniel Sordo | 8 | 4 | 5 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 17 |
4th | Henning Solberg | 5 | 5 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 10 |
5th | Petter Solberg | - | 3 | 6 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 9 |
6th | Matthew Wilson | 2 | 2 | 4 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 8 |
7th | Jari-Matti Latvala | 0 | 6 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 6 |
8th | Chris Atkinson | 4 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 |
9th | Sébastien Ogier | 3 | 0 | 0 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
10th | Conrad Rautenbach | 0 | 0 | 3 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 3 |
11th | Frederico Villagra | - | - | 2 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
12th | Khalid Al Qassimi | 1 | - | 1 | 0 | - | - | - | - | - | - | - | - | 2 |
13th | Urmo Aava | 0 | 1 | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 |
Mynd: Petter Solberg
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rallý Reykjavík 2008
12.3.2009 | 23:55
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott video!!
11.3.2009 | 12:01
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótorsport á morgun á RÚV
6.3.2009 | 18:20
Þáttur um Íslenska mótorsportið er á dagskrá hjá RÚV á morgun laugardag kl:16:00. Allir að stilla á tvið þá:).
Eftir því sem ég best veit verður sýnt frá ralli og það ætti að vera þáttur um rallý reykjavík sem fór fram í ágúst á síðasta ári.
Ég og Eyjó vorum með í þessu ralli og lentum við í 5.sæti. Jón Bjarni og Borgar sigruðu rallið nokkuð örugglega en þeir sigruðu 10 sérleiðir af 24 í þessu ralli.
Mynd: www.evorally.com
Íþróttir | Breytt 7.3.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjörtur og Ísak - video
3.3.2009 | 17:35
Vídeo af Hirti og Ísak í Reykjanes ralli árið 2000.
Mangaður akstur hjá þeim félögum!!!:).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)