Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Jón Bjarni og Borgar sigruðu í Skagafirði - umfjöllun

38245_1413294370858_1187516596_31081306_7931186_nJón Bjarni og Borgar á Subaru Imprezu STi juku forskot sitt á Íslandsmótinu með sigri í hinu árlega Skagafjarralli sem fram fór síðastliðin laugardag. Jón og Borgar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og þá kannski aðlaga útaf helstu keppinautar þeirra lentu í vandræðum, það skal samt ekki tekið af þeim félögum að þeir óku mjög vel og ef menn ætla að vinna rallkeppni hér á landi þessa vikurnar eru þeir mennirnir sem þarf að vinna. Þetta er sjöunda rallkeppnin í röð sem Jón Bjarni sigrar.

Í 2 sæti lentu þeir Sigurður Bragi og Ísak á MMC Lancer Evo 7. Þeir óku ágætlega en Sigurður hafið ekkert ekið rallbíl í heilt ár. Þeir lendu í brasi með gírkassa fyrir keppnina og það var að hrjá þá í rallinu. Þeir fengu eignin stig í Íslandsmótinu þar sem þeir voru í flokki X.

39680_1413290450760_1187516596_31081261_4142578_nHilmar Bragi og Stefán óku vel alla keppnina og lentu í 3 sæti. Þeir eru eina áhöfnin eins og er sem ógnar Jón Bjarna og það lýtur út fyrir mikinn slaga milli þessa tveggja áhafna í Rallý Reykjavík um miðjan ágúst. Þá er vonandi að Hilmar verði búin að finna útúr afleysi síns bíls því það sátt vel um helgina að það vantar mikið uppá afl í bíl hans. Engu að síður er hann að koma honum hratt áfram og það er vel gert.

Í 4 sæti urðu Fylkir og Elvar. Þessi bíll á að fara mun hraðar yfir en raunin varð um helgina en vel gert að klára og ná í punkta í mótinu.  Marían og Jón Þór lentu í fimmta sæti. Þetta var kannski ekki þeirra rall tímalega séð en þeir aka alltaf af skynsemi og klára nánast öll röll. Þeirra bíll er ekki eins öflugur á hinna í toppbaráttunni.

Nýliðarnir38964_1413299530987_1187516596_31081364_480355_n Einar og Símon gerðu vel að klára sína fyrstu keppni og enduðu í 6 sæti. þeir óku af skynsemi og fengu mikla reynslu útúr þessu ralli. Það gekk brösuglega í fyrstu tveim mótunum en núna gekk allt upp og vel gert að klára fjórar ferðir um Mælifellsdal en þar hafa margir nýliðar magalent ef svo má segja.

Sighvatur og Andrés enduðu í 7 sæti og sigruðu jafnframt jeppaflokkinn. Alltaf gaman að sjá Hvata þeytast um rallývegina og hann hefur enn jafn mikið gaman af þessu sporti og þegar hann byrjaði fyrir MÖRGUM árum Smile.  Kristinn og Brimrún enduðu í 8 sæti og í 2 sæti í jeppaflokknum vel gert. 

Í 2000 flokknum voru það Kristján og Halldór sem sigruðu og lendu þeir í 9 sæti í heildarkeppninni. Henning og Árni lentu 10 sæti og í því 2 í 2000 flokknum.

39780_1413298170953_1187516596_31081351_226373_nFeðgarnir Hlöðver og Baldur voru með mikla yfirburði í 2000 flokki en á leið 2 um Mælifellsdal dó á bílnum og þeir töpuðu 14 mínútum á því ævintýri. Sem betur fer komst bíllinn í gang með góðri hjálp áhorfenda Smile. Til marks um þá yfirburði sem þeir höfðu á hina tvo bílana í 2000 flokki þá tóku þeir heila mínútu í hverri ferð í hinum þrem ferðunum um dalinn.  Hlöðver fær engu að síður 10 stig fyrir þessa keppni því báðir ökumennirnir voru með svokallað dagsskýrteini, þ.a. þeir sem voru í 1 og 2 sæti í flokknum og telja því ekki stig í mótinu.

Lokstaðan i keppninni hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=11?RRtcno=4?RRAction=6 .

Bílaklúbbur Skagafjarðar á hrós skilið fyrir að hafa haldið þessa keppni og allt var til fyrirmyndar hjá þeim eins og vanalega.  Næsta rall fer fram 12 til 14 ágúst en það er Rallý Reykjavík www.rallyreykjavik.net .

ÁFRAM RALLÝ.

Heiður af þessum myndum með greininni á Þórður Bragason.


Skagafjarðarrallið upphitun

SmilepeturHið árlega Skagafjarðarall fer fram á laugardaginn kemur. 17 áhafnir eru skráðar til leiks en rallið fer fram að mestu á hinni geysi skemmtilegu leið um Mælifellsdal og þar aka ökumennirnir 100 km. 

Íslandsmótið er mjög spennandi í ár og þá sérstaklega hjá stóru strákunum. Jón Bjarni og Borgar leiða Íslandsmótið og hafa keyrt vel í sumar, þeir hafa mestu reynsluna af þeim strákum sem taka þátt í toppbaráttunni í sumar.  Spútnikið í sumar  Hilmar og Stefán elta þá eins og skugginn í mótinu og hafa ekið mjög vel það sem af er sumri. Þessar tvær áhafnir koma til með að slást um sigurinn á laugardag.  það eru engu að síður nokkrir ökumenn til viðbótar sem gera tilkall til sigurs í þessari keppni.

elvaro 9953Fyrrum Íslandmeistarar Sigurður Bragi og Ísak mæta til leiks en þeir félagar hafa ekkert verið með í sumar, tóku aðeins þátt í einu ralli í fyrra og það var einmitt í Skagafirði. Þeir munu ekki telja stig í Íslandsmótinu en þeir eru líklegir sigurvegarar. Hinsvegar eru þeir ekki með yngstu mönnum í rallinu og spurning hvort það hái þeim gömlu á laugardagGrin.

Þessar þrjár áhafnir sem ég nefni hér að ofan eru líklegir sigurvegarar í rallinu auk Péturs Bakara og Björns Ragnarsonar. Þeir hafa á að skipa góðum og fljótum bíl, með jöfnum og hröðum akstri eru þeir einnig líklegir til að taka 1 sætið.

alliAðalsteinn og Heimir mæta til leiks á flottasta rallýbíl landsins ef gírkassi verður komin á klakann í tæka tíð, þegar þetta er skrifað er kassinn í Hollandi. Þeir náðu góðum árangri í fyrstu keppninni, í ralli tvö urðu þeir frá að hverfa með brotinn gírkassa, þá voru þeir í 3 sæti í þeirri keppninni. Heimasíða þeirra er www.xrally.is .

Marían og Jón Þór aka alltaf vel og af skynsemi sem skilar sér í góðum árangri og ekki ólíklegt að svo verði í Skagafirði á laugardag.  Einar og Símón á Audi S2 eru á sínu fyrsta sumri í ralli og hafa komið skemmtilega inn í sportið, reyndar hefur bíllinn verið að stríða þeim félögum en þegar hann hefur verið í lagi hafa þeir ekið mjög vel. Vonandi verður bíllin til friðs núna og þeir komist alla leið.

Allar þessar áhafnir sem ég nefnt aka í grubbu N flokki. Aðrir flokkar eru jeppaflokkur, eindrifsflokkur og Non turbo en þar er aðeins bíll með núna.

elvaro 6420Feðgarnir Hlöðver og Baldur sem aka 25 ára gamall Toyotu Corollu eru líklegir sigurvegarar í eindrifsflokki. Þar eru tveir aðrir bílar með sem koma af Suðurnesjunum og þeir gætu strítt þeim feðgum vel.

Jeppaflokkur verður skemmtilegur núna og þar eru 4 bílar sem mæta til leiks. Þarna er erfitt að spá fyrir um sigurvegara en líklegur sigurvegara er Kristinn með spúsu sína sér við hlið . Kæmi samt ekki á óvart að gamli maðurinn hann Sighvatur með Andrés sér við hlið mundu sigra flokkinn.

Óska öllum keppendum og áhorfendum góðra skemmtunar og meigi sá BESTI vinna.

ÁFRAM RALLÝ.


Rásröð og tímamaster

IMG 1170copyRásröð og tímamaster fyrir Skagafjarðarrallið er komið á netið. Hér er rásröð http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1577  og tímamaster  http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1576 .

17 bílar mæta til leiks nú og er það svipað og í öðrum röllum sumarsins, 8 grubbu N bílar mæta en þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Baráttan verður samt ekki minni í eindrifsflokki og hjá jeppunum og ánægjulegt að þar mæta 4 bílar til leiks núna.

Á morgun fer fram keppnisskoðun og þar er hægt að sjá þennan fríða flota, Skoðunin fer fram við Víkurhvarf 4 í kópavogi og hefst hún kl: 18:00 ( þetta er við hliðina á Víkurverk fyrir þá sem vita hvar það er).


5 dagar í Skagafjörð

Aðeins eru 5 dagar í að þriðja umferðin á Íslandsmótinu í ralli fer fram.  Keppnin nú um helgina verður í skagafriði en þar er oftast hart barist um sigur, ef minnið er ekki að fara með undirritaðan þá vannst rallið í fyrra á einn sek. Fylgist með síðunni í vikunni..

Hér er video af tveim klikkuðum mönnum sem kepptu í toppbaráttunni fyrir áratug og gerðu það vel. Reyndar sá sem les leiðarnótur gerir það líka á laugardaginn en nú með Sigurð Braga sem skipstjóra :).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband