Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Spenna og dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík !
14.8.2010 | 18:10
Það var heldur betur boðið uppá dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík sem lauk nú fyrir stundu. Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 unnu dramatískan sigur og óska ég þeim innilega til hamingju. Þeir félagar voru í 3 sæti í morgun en skutust uppí það fyrsta á næst síðustu leið svo dramatíkin var í mikil á loka deginum.
Hilmar og Stefán sem aka MMC Lancer Evo 5 voru með forustan stóran part af rallinu. Á næstu síðustu leið fóru þeir félagar útaf og við það duttu þeir úr 1 sætið í það 6. Mjög svekkjandi fyrir þá en það hefði verið nóg fyrir þá að landa 3 sæti þá hefðu þeir leitt Íslandsmótið. Fyrir vikið eru Jón Bjarni og Borgar enn með forustuna í mótinu.
Daníel og Ásta á Subaru Imprezu Sti voru í 2 sæti í upphafi 3 dags og enduðu í því sæti að loknu rallinu. Það fór bensíndæla á næst síðustu leið hjá þeim, sem gerði það að virkum að þau urðu af sigri. Marian og Jón Þór skutust uppí 3 sæti við ófarir Hilmars og Stefáns. Þeir Marian og Jón aka MMC Lancer Evo 8 og óku af skynsemi í rallinu og uppskáru eftir því. Jóhannes og Björgvin aka enn einum Lancernum eða Evo 7. Þeir voru í miklum slag við þá Marian og Jón Þór allt rallið og enduðu í 4 sæti 19 sekúndum á eftir 3.
Hlöðver og Baldur sigruðu eindrifsflokkinn og eru komnir í vænlega stöðu í Íslandsmótinu í þeim flokki. Þeir enduðu í 8 sæti yfir heildina í þessari keppni.
Sighvatur og Andrés sigruðu jeppaflokkinn og enduðu í 7 sæti í heildarkeppninni. Baldur og Elías voru með forustu í jeppaflokki fyrir síðasta dag en veltu bifreið sinni á næst síðustu leið og féllu úr leik. Mjög svekkjandi fyrir þá félaga því þeir óku mjög vel stóran hluta af rallinu. Það er ekki oft sem fjórar veltur eru í einni og sömu keppninni eins og raunin varð í þessu ralli.
Núnar eru tvær umferðir eftir á Íslandsmótinu og fer næsta keppni fram á Snæfellsnesi eftir mánuð.
Myndir: www.geoffmayesmedia.com .
Video frá Elvari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mikið gekk á í Rally Reykjavík á degi 2 - umfjöllun
13.8.2010 | 21:07
Dagur tvö í Rally Reykjavík er á enda komin. Mikið gekk á í dag og því miður voru tvær veltur í dag. En enn og aftur sannar öryggisbúnaður sig í rallinu, engin slys voru á mönnum en menn eðlilega soldið stífir og smá mar hér og þar. Aðalsteinn og Heimir sem aka MMC Lancer veltu á Tröllháls leið 3 í morgun, bíllinn töluvert illa farin og eru þeir félagar úr leik í rallinu en þeir voru í 2 sæti þegar þetta gerðist. Óskar og Valtýr á Peugeot 306 veltu einnig en það var á Kaldadal og er bíllinn mikið skemmdur.
Slagurinn um fyrsta sætið er í fullum gangi. Hilmar og Stefán hafa leitt rallið í allan dag en þeir félagar eru að aka af öruggi , þeir eru í góðri stöðu í Íslandsmótinu ef þeir landa 1 eða 2 sæti þegar rallið endar og því er ekkert annað en að aka skynsamlega fyrir þá. Daníel og Ásta eru í 2 sæti og ekki nema rúm mínúta í þá Hilmar og Stefán. Daníel og Ásta voru í forustu í gær en fengu það mikla refsingu fyrir að gera við bifreiðina eftir daginn í gær að þau duttu niður listan. Þau hafa því ekið mjög hratt og vel í dag og t.d. á leið um Kaldadal sem er ein erfiðasta leið landsins, voru þau í miklum sérflokki miða við aðra bíla í keppninni.
Í 3 sæti eru þeir Pétur og Björn á MMC Lancer. Þeir hafa ekið vel í dag og eru ekki nema 32 sekúndum á eftir 2 sæti. Þeir töpuðu heldur miklum tíma á þau Daníel og Ástu á öllum þrem ferðunum um Kaldadal en á hinum voru þau nokkuð jöfn. Slagurinn um 4 og 5 sætið er mjög mikill, milli þeirra Marían og Jóns Þórs á MMC Lancer og hinsvegar Jóhannesar og Björgvins einnig á MMC Lancer. Þessar tvær áhafnir eru á sömu sekúndu og því verður baráttan hörð milli þeirra á síðasta degi. Einar og Símon Audi Quattro eru í 6 sæti og eru öruggir í því sæti. Þeir hafa náð sér í mikla reynslu í dag því fyrir svona nýliða er best að fá sem flesta km á sérleiðum.
Feðgarnir Hlöðver og Baldur á Toyotu Corollu eru í 7 sæti og jafnfram með forustu í eindrifsflokki. Hinar þrjár áhafnirnar í þeirra flokki eru allar dottnar út. Baldur og Elías koma í síðasta stigasætinu eða því 8. Þeir félagar hafa ekið vel í dag og hafa einnig forustu í jeppaflokki. Jón Bjarni sem er ríkjandi Íslandsmeistari en hann leiðir einnig Íslandsmótið ásamt Borgari veltu á leið 2 í gær eins og kom fram hér síðunni. Löguðu bíllinn í nótt og mættu til leiks í morgun , þeir eru örugglega þakklátir mörgum mönnum að koma bílnum í gott stand á nokkrum klukkutímum. Þeir fengu auðvita töluverða refsingu og það þarf mikið að gerast svo þeir ná í stigasæti. Það er ljóst ef keppnin endar svona þá verður rosalegur slagur um Íslandsmeistaratitilinn í síðustu tveim keppnunum milli þeirra Jóns og Borgars og Hilmars og Stefáns. Upplýsingar um tíma og stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 . Lokadagurinn fer fram á morgun og þetta rall er langt frá því að vera búið..
Myndir Efri af Danna og Ástu á Djúpavatni í gær og sú neðri af bíl Alla og Heimis eftir veltuna. eigendur þessara mynda www.geoffmayesmedia.com og Kristinn Sveinsson.
ÁFRAM RALLÝ.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rally Reykjavík byrjar með látum
12.8.2010 | 23:23
Fyrsti dagur af þrem í Rally Reykjavík lauk í kvöld. Eknar voru 4 sérleiðar og óku ökumennirnir 40 km á sérleiðunum.
Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa ekið mjög vel og tóku forustuna strax á fyrstu leið sem lá um Djúpavatn. Þau leiða rallið en eiga víst eftir að fá refsingu fyrir að koma seint inná Kleifarvatn en þau detta ekki neðar en 2 sætið. Hilmar og Stefán hafa ekið vel en af öruggi og eru þegar þetta er skrifað 32 sekúndum á eftir Daníeli og Ástu.
Jón Bjarni og Borgar sem leiða Íslandsmótið veltu illa á leið 2 um Kleifarvatn og eru fallnir úr leik, sem betur fer slösuðust þeir ekkert en eru töluvert lemstraðir.
Tvær áhafnir deila 3 til 4 sætinu en það eru Einar og Símon á Audi Quattro og Aðalsteinn og Heimir á MMC Lancer Evo 10. Einar og Símon eru nokkuð óvænt í 3 sætið en þessir piltar byrjuðu í ralli í vor og eru sannarlega menn framtíðarinnar í ralli !. Mick Jones og Ísak eru í 5 sætið, þeir aka á Ford Escort og hafa ekið vel. Þeir eru á eindrifsbíl og leiða þann flokk með rúmum 20 sekúndum.
Rallið heldur áfram á morgun og aka ökumennirnir t.d. þrisvar um Kaldadal og það mun reyna mikið á menn og bíl. Upplýsingar stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 og þar er að finna einnig sérleiða tímana.
Jón Bjarni og Borgar á fyrstu leið um Djúpavatni en urðu frá að hverfa eftir veltu á sérleið 2 Myndir www.geoffmayesmedia.com .
Íþróttir | Breytt 13.8.2010 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24 tímar í Rally Reykjavík
11.8.2010 | 16:54
Spennan er farin að magnast hjá keppendum, starfsfólki og áhorfendum fyrir Rally Reykjavík sem hefst á morgun kl 17:00 við Perluna. 18 áhafnir mæta til leiks og keppt er í nokkrum flokkum.
Rallið stendur yfir í 3 daga og keyra ökumennirnir 280 km á sérleiðum. Þótt ekki margar áhafnir séu með að þessu sinni, þá eru saman komnir bestu rallökumenn okkar í dag!, svo það verður enginn svikin af því að koma að horfa á skemmtilegasta mótorsport hér á landi. Upplýsingar um leiðir og annað inná www.rallyreykjavík.net .
Það eru margir sem gera tilkall til sigurs í rallinu, þar má helsta nefna Daníel og Ástu en þau eru fyrrum Íslandsmeistara, þau aka mjög öflugri Subaru bifreið. Jón Bjarni og Borgar sem aka einnig Subaru, þeir félagar leiða nú Íslandsmótið en ætla sér alveg örugglega sigur í erfiðasta ralli ársins. Pétur og Björn aka MMC Lancer eru einnig líklegir sigurvegarar en þeir eru í basli með bílinn og vonandi ná þeir að laga það fyrir morgundaginn.
Stutt á eftir þessum áhöfnum koma nokkrar áhafnir. M.a eru það Hilmar og Stefán á MMC Lancer og hinsvegar Aðalsteinn og Heimir einnig á MMC Lancer. Það má því ekkert útaf bera hjá þessum þrem sigurstranglegum áhöfnum sem ég nefni hér að ofan. Slagurinn í hinum flokkunum verður ekki síðri og í eindrifsflokki mun Bretinn Mick Jones með Ísak Guðjónsson sér við hlið vera ansi hraðir, þeir mæta á öflugum Ford Escort sem Mick ekur í Bretlandi. Svo verður mikill slagur milli Hlöðvers og Baldurs við þá Óskar og Valtý.
Ég mun henda inn fréttum af rallinu eftir hvern dag.
Góða skemmtun og ÁFRAM RALLÝ!!!.
Mynd: Aðalsteinn og Heimir í suðurnesjarallinu (heimsíða þeirra www.xrally.is )
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 dagar í Rally Reykjavík - keppnisskoðun í dag
10.8.2010 | 00:50
2 dagar eru í að Rally Reykjavík hefjist. Keppnisskoðun fer fram í dag þriðjudag kl: 17:00 við Frumherja á Hesthálsi. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og gos.
Rásröð rallsins http://www.rallyreykjavik.net/index.ph p/Cmp/Entries . Svo er undurröðun eftir hvern leg.
Fréttir sem hafa verið birtar á síðunni síðustu daga.
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1082688
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1083530
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1083534
Flott video sem Elvar snilli gerði frá röllum sumarsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmeistarinn 2006 og 2007 mætir í Rally Reykjavík
9.8.2010 | 10:23
Daníel og Ásta Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík á öflugri Subaru Imprezu bifreið en þetta er bíllinn sem bræðurnir Fylkir og Elvar hafa ekið síðustu ár.
Þau systkini hafa keppt í Bresku meistarakeppninni á þessu ári með fínum árangri. Það verður virkilega gaman að sjá þau aftur á Íslenskum malarvegum. Eins og flestir vita voru þau Íslandsmeistarar 2006 og 2007. Þau verða því að teljast sigurstrangleg í þessu ralli.
Mynd: Bíllinn sem þau systkini mæta á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4 dagar í Rally Reykjavík
8.8.2010 | 11:45
Aðeins fjórir dagar eru í að Rally Reykjavík byrji. 19 áhafnir eru skráðar til leiks, upplýsingar um keppnina inná www.rallyreykjavik.net . Það er ljóst að slagurinn um sigur í rallinu verður harður því allir vilja vinna erfiðasta og lengsta rall tímabilsins.
Flott video sem Bragi Þórðarson klippti af nokkrum Rally Reykjavík síðustu ára.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vika í Rally Reykjavík
5.8.2010 | 01:56
Hið árlega Rallý Reykjavík hefst eftir 7 daga og einhverjar klukkutíma. Rallið fer nú fram í 31 sinn en því miður er ekki mikið um útlendinga eins og oft heftur verið í þessu ralli undanfarin ár.
Það lítur samt út fyrir mjög skemmtilegt og spennandi rall. Íslandsmótið er galopið og lítil mistök geta kostað menn titilinn en þetta rall býður oft uppá mikla dramatík .
Þegar þetta er skrifað eru 12 bílar skráðir til leiks en það eiga einhverjir eftir að skrá sig. Upplýsingar um sérleiðarnar hér http://rallyreykjavik.net/index.php/Spc/SSFullRoute . Þegar nær dregur koma fleiri fréttir og aldrei að vita nema maður rýni í spákúluna góðu .
Mynd: úr Rally Reykjavík 2007. Eins sést á þessari mynd er oft mikið sem gengur á eftir leiðar. Þessi er tekin eftir Kaldadal, undirritaður var aðstoðarökumaður í þessari bifreið og gleimi þessu ralli seint, vorum með 3 sætið öruggt á 3 degi en sáum um það sjálfir á Kaldadal að klúðra því ..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)