Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

ehrally mætt uppá kaldadal - uppfært rallið búið

Ehrally er mætt uppá kaldadal. Erum sirka inná miðri leið, fyrsti bíll ræsir eftir eftir 30mín. Ætla reyna vera með tíma á fyrstu bílunum.

Þið uppfærið með því að ýta á F5 takkann.

Eftir fyrstu serleið um kaldadal náðu eygjó og heimir besta tima 22:28 og tóku þeir 5 sek af sigga og ísaki sem voru 22:33 . 3 besta tima tóku hilmar og dagbjört 23:20. Þvi miður ekki með tima á fleiri keppendum en margir sýntu flottan akstur! . Gaman verður að sja framhaldið en þetta er mjog óvænt staða eftir fyrstu leið. Rallinu lauk nú fyrir stundu og náðu sigurður og ísak að sigra rallið. Í non turbo sigruðu baldur og aðalsteinn.

Umfjöllun um rallið kemur sirka um 18:00 í dag (laugardag)...


Miðsumars rally fer fram í kvöld og nótt

Djúpavatn0 - hilmar og dagbjörtMiðsumars rally BÍKR fer fram í kvöld og nótt. Fimm sérleiðir verða eknar og tvær þeirra eru um eina erfiðustu en jafnframt ein af skemmtilegustu leiðum um Kaldadal, sú leið er 39 km og reynir mikð á ökumenn og bíla.

Hvet áhugamenn um rally og annað mótorsport að gera sér ferð t.d. uppá Kaldadal í kvöld og horfa á skemmtilega rallýkeppni sem er í vændum!

13 áhafnir voru skráðar til leiks en því miður er ein áhöfn sem forfallast, það er þeir Jóhannes og Björgvin. Jóhannes hefur verið bakveikur undanfarin ár og er því miður ekki í standi til að aka að þessu sinni. Enda er kannski Kaldidalur ekki besta leiðin til að ralla fyrir menn sem eru bakveikir.

Fyrsta sérleiðin í kvöld liggur um Kaldadal og svo aka ökumennirnir nýja og skemmtilega leið um Surtshelli, sú leið er ekin fram og til baka. Sérleið 4 er Kaldidalur til baka, síðasta og fimmta sérleiðin er um Uxahryggi. Tímamaster keppninnar er að finna inná www.bikr.is . Vil benda fólki á að leiðin um Kaldadal lokar kl. 22:15 og fyrsti bíll ræsir klukkutíma seinna eða 23:15. Umfjöllun um rallið kemur um hadegisbilið á morgun.

Mynd: Hilmar og Dagbjört leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga eftir tvær keppnir. Sigrar parið þriðja rallið í röð eða koma fyrrum Íslandmeistarar í veg fyrir það þeir Sigurður Bragi og Ísak ?.


Keppnisskoðun á morgun kl. 18:00

tékkland rallyÁ morgun fimmtudag fer fram keppnisskoðun fyrir þriðju umferð Íslandsmótsins í rallakstri. Keppnisskoðunin fer fram við Frumherja á Hesthálsi og byrjar kl. 18:00.

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur www.bikr.is heldur þessa keppni sem fer fram á föstudagskvöld og aðfara nótt laugardags. Rallið hefst við Shell á Vesturlandsvegi og ræsir fyrsti bíll þaðan kl. 22:00.

13 áhafnir eru skráðar til leiks. Þrátt fyrir að ekki séu margir keppendur með að þessu sinni þýðir það ekki að hart verði barist. Þvert á móti! Það verður mikil barátta og undirritaður hefur rýnt í kristalkúluna sína og hún sér að óvænt úrslit muni líta dagsins ljós.

Um að gera fyrir áhugasama að gera sér ferð uppí Frumherja á morgun. ALLAR upplýsingar um rallið inná www.bikr.is .

Mynd: Þeir Guðmundur og Guðni mæta á Tékkland bílnum uppí Frumherja á morgun - Ljósmyndari Þórður Bragason.


Aðeins 13 áhafnir skráðar til leiks

421Miðsumars rally BÍKR fer fram næstkomandi föstudagskvöld og aðfara nótt laugardags og fer rallið að mestu fram á Kaldadal.

Aðeins 13 áhafnir mæta til leiks að þessu sinni sem er mjög döpur þáttaka. Hver ástæðan er fyrir því er ekki gott að segja. Í fyrstu tveimur keppnunum voru 18 og 17 áhafnir svo þetta er veruleg fækkun, ekki síst í ljósi þess að tvær áhafnir eru með núna sem ekki voru í fyrstu tveim keppnunum.

Undirritaður hefði viljað sjá aðrar leiðar í þessari keppni t.d. leiðarnar fyrir austan fjall þ.e. Dómadal og Tungná. 

Rásröð rallsins er að finna inná www.bikr.is . Af þessum 13 áhöfnum verða sex í non turbo flokki en hingað til í sumar hefur það verið fjölmennasti flokkurinn. Í jeppa og eindrifsflokki mætir aðeins ein áhöfn í hvorum flokki. Í stóra flokknum, grubbu N, eru aðeins fjórar áhafnir að þessu sinni. Gaman hefði verið að sjá menn eins og t.d. Jón Örn og Marian mæta til leiks, en nóg er til af bílum í grubbu N hér á landi.

Keppnisskoðun fer fram á fimmtudag kl. 18:00 en keppnisstjórn hefur enn ekki gefið út staðsetingu þrátt fyrir að aðeins rúmir tveir sólarhringar eru í skoðun.

Mynd: Þórður og Björn í fyrsta rallinu.


Gömlu mennirnir mæta til leiks

img_5954siggilitilÞeir Sigurður Bragi og Ísak hafa ákveðið að taka þátt í næstu keppni sem fer fram eftir slétta viku. Því ber að fagna að svona góðir ökumenn ákveða að mæta til leiks, þó gamlir séu Smile.

Bíllinn sem þeir aka er sá sami og þeir hafa ekið frá árinu 2006, MMC Lancer Evo 7. Mjög öflugur bíll og hafa þeir sigrað ansi mörg röll á honum. Til að mynda sigruðu þeir Skagafjarðarallið og Rally Reykjavík í fyrra.

Síðasti Íslandsmeistaratitill þeirra var árið 2008 en þeir hafa ekki keppt heilt keppnistímabil síðan þá. Þeir félagar urðu einnig Íslandsmeistarar árið 2005 en þurftu ekki að hafa eins mikið fyrir titlinum þá eins og árið 2008. Gaman er að segja frá því að Sigurður Bragi byrjaði að keppa um miðjan níunda áratuginn og Ísak um miðjan tíunda áratuginn. Þessir kappar þekkja því öll trixin í bókinni og gott betur!

BÍKR www.bikr.is  sem heldur keppnina gaf út í kvöld leiðarlýsingu og mun keppnin fara fram að stórum hluta á Kaldadal. Það verður gaman að sjá hvort þeir félagar Siggi og Ísak bæti tímann sinn frá í fyrra á Kaldadal sem var 21:45 frá Húsafelli. Besta tímann á þeirri leið frá árinu 2008 eiga systkinin Daníel og Ásta eða 20:10.

Mynd: Sigurður og Ísak á Snæfellsnesi 2008 - Ljósmyndari Gerða


Eyjólfur og Heimir mæta til leiks

314042_2378723398126_1526003997_nEins og fram kom á síðunni fyrir nokkrum dögum munu nokkrar áhafnir mæta til leiks í næsta rall sem ekki hafa verið með í sumar. Ein þeirra er Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær. Þeir hafa báðir mikla reynslu úr rallinu en hafa einungis einu sinni ekið saman áður sem var árið 2006.

Bíllinn sem þeir mæta á er Cherokee, sá sami og Eyjólfur mætti á í haustrallið á síðasta ári. Þeir félgar ásamt Árna Jónssyni hafa endurbætt þennan bíl mjög mikið á síðustu mánuðum og er hann orðin alvöru rallýbíll.

Gaman verður að sjá hvað þeir félagar gera en Eyjólfur er mjög grimmur ökumaður og er hann heppinn að hafa Heimi sér við hlið sem þekkir hverja beygju á íslenskum rallývegum. 

Haldið áfram að fylgjast með síðunni en von er á fleiri fréttum um áhafnir sem ekki hafa verið með
í sumar, sem munu mæta til leiks í næsta rall.

Mynd: Bergur Bergsson - Af Eyjó og Tinnu í haustrallinu.


Skráning hafin í miðsumars rally

elvaro 0535Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram eftir 12 daga eða föstudagskvöldið 29. júní. Keyrt verður inní aðfaraðnótt laugardags og er áætlað að rallinu ljúki um kl: 4:00.

Hrós fá stjórnarmenn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur(BÍKR), sem heldur þessa keppni, að hafa keppnina að nóttu til. Þó það sé ekki mikið myrkur á þessum árstíma þá eru til staðar ákveðin birtuskilyrði á þessum tíma sólahringsins sem reyna tölvuvert á samvinnu ökumanns og aðstoðarökumanns.

Undirritaður hefur tekið þátt í nokkrum næturröllum og þau voru öll mjög skemmtileg og eftirminnileg.

Dagskrá keppninnar er að finna inná www.bikr.is , þar kemur fram að leiðarlýsing og tímaáætlun verði birt næstkomandi föstudag.

Nokkrar áhafnir sem hafa ekki verið með í sumar mæta til leiks í þetta rall. Nöfn og bílar þeirra verða birt hér á síðunni á næstu dögum.

Mynd: Stuart og Ísak í RR 2009 á MMC lancer Evo X. Samskonar bíll er til hér á landi en hefur ekki keppt frá árinu 2010.


Myndir frá rallinu

556842_10150883992331903_988363_n.jpgSem betur fer er rallið svo heppið að það eru alltaf töluvert af ljósmyndurum sem mæta á röllin og taka margar glæsilegar myndir!

Gaman er að sjá hvað gríðarlega margar myndir hafa ratað á netið eftir fyrstu tvær keppnirnar í sumar og fá þessir ljósmyndarar mikið hrós frá ehrally.is

Hér að neðan eru linkar á myndir frá rallinu um síðastliðna helgi.

http://album.123.is/Default.aspx?aid=228918

http://motorsport-photos.net/album/default.aspx?aid=228734&lang=en

http://www.facebook.com/motorsport.myndasafn#!/media/set/?set=a.3262073312023.2126001.1272905060&type=3

http://www.facebook.com/motorsport.myndasafn#!/media/set/?set=a.3991169108261.206346.1551892497&type=3 

http://www.facebook.com/motorsport.myndasafn#!/media/set/?set=a.4000928752246.206635.1551892497&type=3

http://www.facebook.com/motorsport.myndasafn#!/media/set/?set=a.3660252783414.2149110.1187516596&type=3

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.3657943845692.2149054.1187516596&type=3

Mynd: Ljósmyndari Sæmi(GamliFeitiBitriGaurinn) sem hefur verið mjög öflugur að mynda mótorsport undanfarin ár. Ökumenn Valdimar og Sigurjón.


Aðalskoðunar rallinu lauk með sigri Hilmars og Dagbjartar

603115_3660256343503_1206466542_nAðalskoðunar rallinu lauk fyrr í dag með sigri Hilmars B og Dagbjartar Rúnar. Það var Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) sem hélt þessa keppni og fá þeir hrós fyrir vel skipulagða og skemmtilega keppni.

AÍFS hélt uppá 30 ára afmæli í þessari keppni og voru með fullt af afmælispökkum af því tilnefni. Sem dæmi má nefna 20 þúsund króna verðlaun fyrir að sigra sérleið.

Nú þegar tveimur keppnum er lokið af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri hafa parið frá Hafnarfirði sigrað báðar keppnirnar og þá er auðvita átt við þau Hilmar og Dagbjörtu. Þau hafa því miður ekki þurft að hafa mikið fyrir þessum tveim sigrum því aðal keppinautar þeirra hafa stimplað sig fljótt út þ.e. þeir Valdimar og Sigurjón, en þeir féllu úr leik í dag þegar keppnin var hálfnuð og voru þá 7 sekúndum á eftir 1. sæti. Valdimar og Sigurjón óku mjög vel í fyrri ferð á Djúpavatni og tóku þar þrjár sekúndur af parinu. Það var því verulega svekkjandi fyrir toppbaráttuna að þeir féllu úr leik næstu leið þar á eftir.

Það skal samt ekki tekið af Hilmari og Dagbjörtu að þau keyra mjög vel og hafa átt þessa tvo sigra fyllilega skilið. Eins og allir vita er Hilmar Íslandsmeistari frá því í fyrra.

Í öðru sæti lentu félagarnir Guðmundur og Ólafur Þór og sigruðu þeir jafnframt non turbo flokkinn. Þeir óku mjög vel alla keppnina og var gaman að sjá hvað Guðmundur kemur þessum Subaru bíl hratt áfram en hann er alveg óbreyttur eins og allir bílarnir í non turbo flokknum. Tími þeirra á Djúpavatni í átt að Grindavík var alveg fráfær eða 15:05. Þeir hafa nú sigrað báðar keppnirnar í non turbo flokknum en þrjár keppnir eru enn eftir og margt getur ennþá gerst.

354Kristinn og Gunnar óku mjög vel á sínum Cherokee og uppskáru 3. sæti og sigur í jeppaflokki. Þeir tóku til að mynda þrisvar sinnum besta tíma yfir heildina á sérleiðum og var það var vel gert hjá þeim. 

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að feðginin Sigurður Óli og Elsa klárðu rallkeppni og gerðu það vel með því að lenda í 4. sæti. Sigurður sagði eftir keppnina að líklega þyrfti hann ný dekk fyrir næsta rall þar sem hann væri búin að keyra fyrstu tvö röllin á sömu dekkjum! Engum líkur faðir rallsins hann Sigurður og vonandi verður rallið svo heppið að hafa hann að minnsta kosti jafn lengi í ralli og hann er búin að vera, en hann byrjaði í ralli árið 1996.

Í 5. sæti lentu Bragi og Lejon eftir grimman en skynsaman akstur. Þeir félagar lentu í 2. sæti í non turbo flokki og eru aðeins fjórum stigum á eftir þeim Guðmundi og Ólafi Þór í Íslandsmótinu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þeirra slag á næstu mótum en þessar tvær áhafnir skera sig svolítið úr hvað hraða varðar í sínum flokki.

Baldur Haralds og Aðalsteinn aka eins og svo margir í non turbo flokki og lentu þar í 3. sæti og í því 6. yfir heildina. Þessir ungu menn lentu útaf á Djúpavatni og beygðu spyrnu og náðu ekki að aka eins hratt og þeir vildu eftir það. Þeir voru engu að síður að bæta mikið við hraðann frá fyrstu keppninni og verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar.

Djúpavatn3Í 7. sæti komu Baldur Hlöðvers og Hjalti Snær og 4. sæti sætið var þeirra í non turbo flokknum. Þeir urðu fyrir því óláni á Djúpavatni að sprengja báða afturdemparana og urðu að aka með varadempara það sem eftir var af keppninni. Það háði þeim að einhverju leiti en þrátt fyrir það var Baldur eins og flestir ökumenn að bæta í hraða sinn frá fyrstu keppni.

Skagfirsku drengir þeir Þórður og Björn Ingi lentu í 8. sæti og 5. í non turbo. Þeir félagar fóru heldur ekki áfallalaust í gegnum þessa keppni því á Ökugerði-Stapafelli sprengdu þeir dekk og þurftu að skipta. Stuttu seinna sprakk aftur og þá urðu þeir að keyra nokkra km með sprungið dekkið.

Pétur bakari og Gunnar bílnet lentu í 9. sæti og í því síðasta af þeim sem kláruðu. Þeir sigruðu eindrifsflokkinn og gerðu vel að klára því þeir lentu í allskonar veseni í dag. Hin áhöfnin í eindrifsflokki þeir Henning og Árni féllu úr leik á Djúpavatni og voru fram að því búnir að keyra lista vel.

Því miður eru alltaf einhverjir sem að falla úr leik og voru alls 9 slíkar áhafnir sem er mjög mikið í 100 km ralli á sérleiðum.

Næsta rall fer fram eftir þrjár vikur og heyrst hefur úr skúrum rallaksturmanna að verulega komi til með að fjölga í toppbaráttunni. Vona ég að þessar sögur séu sannar og skora ég hér með á Danna, Marra, Jóa þýska, Jón Örn og Pétur bakara að mæta og reyna hafa í Hilmar Íslandmeistara!

Ehrally.is óskar öllum  sigurveigurum til hamingju með árangur helgarinnar. Gaman er að sjá þann gríðarlega fjölda heimsókna sem síðan er að fá þessar vikur.

Myndir: Efsta tekin af Þórði Bragsyni af þeim Hilmari og Dagbjörtu á Djúpavatni í morgun. Myndin í miðjunni er af Guðmundi og Ólafi í fyrsta rallinu og neðsta myndin er einnig úr síðasta ralli af þeim Baldri og Hjalta.


Aðalskoðunar rallið farið af stað með látum

400Aðalskoðunar rallið hófst í kvöld með fjórum leiðum en rallið er haldið á Suðurnesjum. Fyrsta leiðin lá um Nikkel þar sem Íslandsmeistarinn Hilmar B og Dagbjört Rún tóku besta tímann. Á næstu leið um Stapafell-Ökugerði náðu Valdimar og Sigurjón forustu í rallinu með því að taka 4 sekúndur af Hilmari og Dagbjörtu.

Síðustu tvær leiðarnar voru um Keflavíkurhöfn og þar gerðu Valdimar og Sigurjóns mistök og keyrðu á kar og í seinni ferð óku þeir einfaldlega of hægt. Þeir vildu meina að þeir hafi valið vitlaus dekk fyrir malbikið. Hilmar og Dagbjört eru því í forustu í rallinu með 10 sekúndur í forskot á Valdimar og Sigurjón. Ljóst er að hart verður barist milli þessara áhafna á morgun og ekkert verður gefið eftir.

Kristinn og Gunnar sem aka í jeppaflokki koma í 3. sæti, 31 sekúndu á eftir 2. sæti. Þeir hafa því forustu í jeppaflokknum. Þeir félagar óku mjög vel í kvöld á sínum Cherokee bíll. Í 4. sæti koma heimamennirnir Henning og Árni sem aka í eindrifsflokki. Þeir hafa bætt mikið við hraðann frá því í fyrstu keppninni og óku lista vel í kvöld. Það verður gaman að fylgjast með þeim á morgun.

Guðmundur og Ólafur Þór eru í 5. sæti og í forustu í non turbo flokki. Þeir félagar eru 8 sekúndum á eftir 4. sæti. Feðginin Sigður Óli og Elsa Kristín eru í 6. sæti á sinni Celicu og ekki nema 1 sek á eftir þeim Guðmundi og Ólafi. Guðmundur Snorri og Guðni koma í 7. sæti aðeins 3 sekúndum á eftir feðginunum.

Í 8. sæti kemur efnilegasti rallökumaður landsins um þessar mundir, Bragi með Lejon sér við hlið. Það er hrein unun að horfa á þá félaga og ég segi það og skrifa Bragi er mesta efni sem fram hefur komið í íslensku ralli í langan tíma. Þeir voru í 1. sæti í non tubro flokki eftir tvær leiðar en sýndu mikla skynsemi á höfninni og eru því í 2. sæti í flokknum þegar rallið heldur áfram á morgun. Sjö bílar eru ennþá inní keppninni í non turbo flokki en ein áhöfn er því miður fallin úr leik þeir Katarínus og Ívar Örn með brotinn öxul.

374Pétur bakari og Gunnar bílnet eru í 9. sæti á gömlu corollunni og verða þeir örugglega grimmir á morgun. Í 10. sæti koma Baldur Haralds og Aðalsteinn og eru jafnfram í 3. sæti í non turbo flokki, ekki nema 2 sekúndum á eftir 2. sæti í flokknum.

Í 11. sæti eru Skagfirðingarnir Þórður og Björn Ingi. Þeir félagar eru í 4. sæti í non tubro flokki og gaman að sjá að þeir hafa bætt töluvert við hraðann frá fyrstu keppni.

Í 12. sæti og Gylfi og Holgeir en þeir eru jafnframt í 2. sæti í jeppaflokki. Baldur Arnar og Hjalti aka í non turbo flokki eru í 13. sæti og í því 5 í sínum flokki. Væri gaman að sjá Baldur vera aðeins grimmari á gjöfinni því hann getur það vel. Sigurður Arnar og Brynjar eru í 14. sæti og 6. í non turbo. Í 15. sæti eru bræðurnir Hörður og Þórður og í 3. í jeppafloki. Síðastir en ekki sístir eru Jóakim og Brynjar og eru í 7. sæti í non turbo flokki.

Mjög skemmtilegur dagur er framundan á morgun og þá hefst rallið fyrir alvöru. Þá verða eknar níu sérleiðir og fyrstu tvær eru um Djúpavatn fram og til baka. Umfjöllun um rallið kemur svo annað kvöld.

Myndir: Efri heimamennirnir Henning og Árni sýndu flotta takta í kvöld. Neðri Bragi og Lejon halda uppteknum hætti frá fyrsta rallinu og keyra af mikilli snilld.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband