Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Suðurnesjarallið farið af stað
8.6.2012 | 18:35
Nú í þessum töluðum orðum er verið að ræsa fyrsta bílinn í Suðurnesjarallinu og er það Hilmar B og Dagbjör Rún sem ræsa fyrst.
Fyrsta leiðin liggur um Nikkel, önnur leiðin liggur um Stapafell-Ökugerði og svo enda ökumennirnir á því að aka tvær ferðir um Keflavíkurhöfn, þar verður örugglega fullt af fólki.
Keppnin heldur svo áfram á morgun með mörgum skemmtilegum leiðum. Rásröð fyrsta dags http://aifs.is/images/stories/rally2012/rasrod.pdf svo verður endurraðað í kvöld.
Ehrally.is er á staðnum og ætlar að fylgja keppninni eftir í kvöld. Umfjöllun eftir daginn kemur um miðnætti.
Mynd: Baldur og Hjalti aka í non turbo flokki ásamt 7 örðum áhöfnum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 dagar í Suðurnesjarallið
6.6.2012 | 18:30
Aðeins tveir dagar í Suðurnesjarallið. Upplýsingar um keppnina inná www.aifs.is .
Myndband frá Suðurnesjarallinu 2010
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17 áhafnir skráðar til leiks
4.6.2012 | 21:10
Önnur umferð Íslandsmótsins í rallasktri fer fram um næstu helgi og verður keppnin ekin á föstudag og laugardag.
17 áhafnir mæta til leiks og er það einni áhöfn minna en í fyrsta rallinu. Suðurnesjarallið er haldið af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja.
13 sérleiðar verða eknar og er lengsta leiðin 22 km sem liggur um Djúpavatn og er ekið í báðar áttir. Allar upplýsingar um keppnina er að finna inná www.aifs.is . Tímamaster keppninnar er að finna hér http://aifs.is/images/stories/rally2012/master.pdf .
Keppnin er vel sett upp hjá þeim aífs mönnum og á föstudagskvöld verður Keflavíkurhöfn ekin í tvígang. Þjónustuhlé verður á föstudagskvöld við Aðalskoðun í Reykjanesbæ og hefst það um kl: 20:20.
Slagurinn um fyrsta sætið verður annars vegar á milli Hilmars og Dagbjartar og hins vegar á milli Valdimars og Sigurjóns. Parið Hilmar og Dagbjört sigruðu fyrstu keppnina örugglega en þeir Valdimar og Sigurjón duttu út strax á fystu leið í fyrstu keppninni. Margir koma til með að slást um sigur í non trubo flokki en þar eru 8 áhafnir skráðar til leiks. Í jeppaflokki mæta 3 áhafnir og 2 í eindrifs.
Mynd: Pétur bakari Pétursson mætir aftur til leiks á gömlu corollunni en hann ók þessum bíl síðast sumarið 2007 með mjög góðum árangri með Heimi Snæ sér við hlið. Gaman verður að sjá hvað Pétur gerir en hann sýndi oft á tíðum flottan akstur á corollunni. Í hægra sætinu hjá Pétri verður Gunnar bílnet Ásgeirsson en hann á corolluna í dag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)