Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Myndir og myndband
27.9.2012 | 22:03
Loksins eru komnar myndir úr Rally Reykjavík á síðuna okkar hér til hægri. Allar myndir af sérleiðum eru teknar af snillinginum Gulla Briem.
Þeir sem vilja kaupa myndir af honum geta farið inná síðuna hans www.gullibriem.123.is og þar að finna upplýsingar hvernig hægt er að ná í hann.
Sæmi er einnig með fullt af glæsilegum myndum og síða hans er www.mr.boom.123.is .
Íþróttir | Breytt 29.9.2012 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tungná SS7
18.9.2012 | 19:35
Incar úr Rally Reykjavík sem við bræður fórum í. Sérleið Tungná suður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Djúpavatn/Ísólfsskáli
15.9.2012 | 17:50
Áfram höldum við að birta video innan úr bílnum okkar í Rally Reykjavík
Njótið!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaleyrarvatn SS1
13.9.2012 | 23:15
Video innan úr bílnum hjá okkur bræðrum í Rally Reykjavík. 1. leið sem lá um Hvaleyravatn. Fleiri video koma á síðuna á næstu dögum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hilmar og Dagbjört Íslandsmeistarar!
9.9.2012 | 20:30
Shell V-Power Rally Reykjavík lauk í gær og þar með er ralltímabilinu 2012 lokið. Lokaúrstli rallsins í gær iná http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=26&RRAction=4 .
Hilmar Bragi og Dagbjört Rún tryggðu sér Íslandsmeistartitilinn og Dagbjört varð einnig Íslandsmeistari nýliða. Þetta er annað árið í röð sem Hilmar verður Íslandsmeistari. Þau voru í forustu allt rallið en á síðasta degi bilaði bíllinn og við það duttu þau niðrí annað sætið. Fyrsta sætið féll því í skaut Marians og Ísaks sem eltu parið allt rallið.
Guðmundur og Ólafur Þór eru Íslandsmeistarar í non turbo flokki og lentu jafnframt í öðru sæti á Íslandsmótinu yfir heildina.
Við bræður(Heimir og Halldór) byrjuðum vel í rallinu og vorum í 5. sæti í upphafi dags tvö. Tókum flotta tíma á fyrstu leiðum dags tvö og t.d. á Dómadal vorum við með fjórða besta tímann sem er frábær árangur ef tekið er mið af því að Heimir var í sínu örðu ralli sem ökumaður. Hann hefur mikla reynslu sem aðstoðarökumaður en það er tvennt ólíkt að keyra rallbíl fulla ferð eða lesa leiðarnótur. Þegar við fórum inná níundu sérleið keppninnar sem lá um Heklu vorum við komnir uppí fjórða sæti keppninnar og með gott forskot í jeppaflokki! Eftir um 20 km akstur inná Heklu urðu við að hætta keppni með bilaðan mótor. Baulan sem heldur stýrisdemparanum gerði gat á oliupönnu í einhverjum látunum og öll olían fór af mótornum. Gríðarlega svekkjandi þar sem við vorum búnir að keyra mjög vel og vera á veginum allan tímann, vorum rétt að byrja að taka bílnum á þessari leið. Inncar video af okkur bræðrum kemur inná síðuna á næstu dögum.
Nú verður bíllinn allur tekinn í gegn í vetur og er búið að ákveða að við mætum í fleiri keppnir á næsta ári. Vonandi mæta sem flestir í jeppaflokk með okkur. Við viljum þakka þeim Árna, Gumma, Eyjó og Steinari fyrir alla hjálpna því án þeirra hefðum við ekki farið í þessa keppni. Við bræður höfum gríðarlega gaman af þessar keppni á meðan henni stóð hjá okkur.
Viljum óska öllum Íslandsmeisturum til hamingju með frábærn árangur í sumar. Einnig þökkum við starfsfólki, styrktaraðilum, ljósmyndurum og öllum sem hafa komið nálægt rallinu í sumar. Eins og alltaf má draga lærdóm af hverju sumri fyrir sig og erum við ekki í vafa um að það verði lagað sem mátti betur fara í sumar.
Mynd: Dóri Bjöss af okkur bræðrum á Dómadal á degi 2.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Erum í 5. sæti eftir fyrsta dag
6.9.2012 | 23:58
Shell V-Power Rally Reykjavík hófst í dag með sex sérleiðum. Skemmst er frá því að segja að við bræður höfum farið vel af stað og erum í 5. sæti og í forustu í jeppaflokki. Erum rúmum tveim mínútum á eftir 1. sæti.
Við höfum ekið af öruggi og bíllinn er í toppstandi og það er þeim Árna, Gumma og Steinari að þakka, þvílíkir snillingar þessi menn! Á morgun byrjar rallið af alvöru með mörgum erfiðum og skemmtilegum leiðum.
Forustuna í rallinu hefur Hilmar Bragi og Dagbjört. Þar eftir eru Marin og Ísak 1,15 mín á eftir. Guðmundur og Ólafur Þór eru í 3. sæti 19 sekúndum á eftir 2. sæti, Guðmundur og Ólafur leiða jafnframt non turbo flokkinn.
Stöðuna í rallinu er að finna inná www.tryggvi.org/rallytimes og upplýsngar um rallið er inna www.rallyreykjavik.net .
Mynd: Af bíl okkar í viðgerðahléinu í kvöld
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3 dagar í Rally Reykjavík - 23 bílar mæta til leiks
3.9.2012 | 23:20
Aðeins eru 3 dagar í Shell V-Power Rally Reykjavík sem hefst á fimmtudag. Rásröð fyrsta dags var gefin út í dag og alls mæta 23 bílar í þessa keppni. 8 bílar mæta í jeppaflokk sem er flokkur okkar bræðra.
Á morgun kl: 17:00 fer fram keppnisskoðun á bílunum og um að gera fyrir áhugasama að mæta uppí Frumherja á Hesthálsi þar sem skoðunin fer fram.
Rásröð rallsins hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=26&RRAction=2 Tímamaster rallsins hér http://rallyreykjavik.net/uploads/Cmp/RouteDescription2012_1.pdf .
Gaman er að sjá allar þær auglýsingar sem eru í kringum rallið í útvarpi, blöðum og sjónvarpi!
Mynd: Upphaf Rally Reykajvík 2009.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5 dagar í Rally Reykjavík
1.9.2012 | 22:00
Shell V-Power Rally Reykjavík 2012 fer fram 6. til 8 september. Það er BÍKR sem stendur að þessari keppni í samstarfi við Skeljung. Upplýsingar um keppnina á www.rallyreykjavik.net .
21 áhöfn eru skráðar til leiks, þar af sex í jeppaflokki sem er flokkur okkar bræðra.
Undirbúningur hjá okkur hefur gengið mjög vel og fórum við að skoða sérleiðarnar í dag, sem tókst mjög vel og líta leiðarnar mjög vel út. Árni og Gummi tóku rallýbílinn í gegn og aðeins smotterí er eftir að gera áður en keppnin hefst. Mikil tilhlökkun er innan okkar herbúða og reiknum við með skemmtilegri keppni. Rásröð keppninnar kemur á mánudag og verður hún birt hér á síðunni.
Mynd: Upphaf Rally Reykjavík 2008.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)