Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Fyrsta rallkeppni sumarsins fór fram í rigningu og roki
24.5.2014 | 23:15
Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í rallakstri fór fram í dag í roki, þoku og grenjandi rigningu. 12 bílar hófu keppni en 8 bílar luku leik og óku alla 95 sérleiða km. Fjórar sérleiðar voru eknar um Djúpavatn og tvær um Hvaleyravatn. Þessi keppni reyndi mikið á bílana en Djúpavatnið hefur oft verið í betra standi en í dag.
Hilmar Bragi og Elvar tóku forustuna á fyrstu leið á Evo 7. Öllum að óvörum tók Baldur Arnar og Guðni annan besta tímann á sömu leið en þeir aka í non turbo flokki á Subaru Imprezu. Þeir félagar óku lista vel í þessari keppni.
Systkinin Daníel og Ásta fóru hraðast allra á annari leið og sýndu hversu mögnuð þau eru en því miður þurftu þau frá að hverfa á þriðju leið með brotinn dempara.
Besta tímann á þriðju leið tóku Hilmar og Elvar og voru þeir 18 sekúndum á undan þeim Baldri og Aðalsteini sem aka Subaru Imprezu. Eftir þessar þrjár ferðir voru fyrstu tvö sætin orðin nokkuð örugg. Hilmar og og Elvar voru komnir með gott forskot á Baldur og Aðalstein og sigldu þessar tvær áhafnir nokkuð lygnann sjó og var þeim ekki ógnað af öðrum keppendum.
Slagurinn um þriðja sætið var í fullum gangi milli annars vegar Jóhannesar og Ásgeirs og hins vegar Baldurs Arnars og Guðna. Þegar fjórum leiðum var lokið um Djúpavatn voru Baldur og Guðni í þriðja sæti 16 sekúndum á undan Jóhannesi og Ásgeiri og aðeins tvær leiðir eftir um Hvaleyravatn. En rall er ekki búið fyrr en því er lokið! Jóhannes og Ásgeir hrifsuðu þriðja sætið af þeim Baldri Arnari og Guðna og voru 2 sekúndum á undan þeim þegar yfir lauk. Baldur og Guðni sigruðu engu að síður non turbo flokkinn örugglega og geta verið stoltir af frammistöðu sinni í þessari keppni.
Í fimmta sæti lentu þeir félagar Guðmundur og Ólafur ásamt því að vera í öðru sæti í non turbo.
Sjötta sætið féll í skaut Gunnars Karls og Elsku Kristínar sem óku mjög vel en Gunnar er aðeins 17 ára gamall og sýndi hann mikla skynsemi að koma þetta öflugum bíl heilum í mark því það er meira en að segja það að skila sér í mark eftir svona keppni. Gaman verður að fylgjast með þeim í næstu mótum. Sigvaldi og Skafti lentu í sjöunda sæti á öflugum Subaru og hefur Sigvaldi bætt sig frá því í fyrra en undirritaður myndi vilja sjá töluvert meiri grimmd frá þeim. Í áttunda og síðasta sæti lentu þau Sigurður Óli og Malin Brand.
Nokkrir fróðleiksmolar úr rallinu í dag.
Fjórar áhafnir náðu besta tíma á sérleið í rallinu en sex leiðar voru eknar
Þrír Íslandsmeistarar mættust í þessari keppni: ríkjandi Íslandsmeistarar Henning og Árni sem féllu því miður úr leik strax á fyrstu leið, Hilmar Bragi Íslandsmeistari 2011 og 2012 og síðan Daníel og Ásta Íslandsmeistarar 2006 og 2007.
Gunnar Karl aðeins 17 ára tók sinn fyrsta sérleiða sigur (glæsilegt) en óstaðfestar fregnir herma að aðeins tveir menn hafa náð því þetta ungir, Gunnar Karl og Rúnar Jónsson fyrrum Íslandsmeistari til margra ára.
Á næstsíðustu leið um Hvaleyravatn festist bremsan hjá Baldri og Guðna og enduðu þeir útaf og töpuðu þeir þriðja sætinu á þessu.
Af þeim fjórum bílum sem féllu úr leik voru þrír þeirra Subaru.
24 keppendur voru með og þrír voru að keppa í sínu fyrsta ralli.
Sjö af tólf bílum sem hófu leik voru hvítir eða með mikið hvítt á bílnum. Ekki fleiri hvíta bíla :).
Í liðakeppninni leiða Dos Baldros eða þeir Baldur og Aðalsteinn og Baldur Arnar og Guðni.
Næsta keppni fer fram eftir tvær vikur en það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem munu halda þá keppni.
Myndir fengnar að láni hjá Formanni BÍKR Þórði Bragasyni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli
21.5.2014 | 23:00
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram um helgina. Sex sérleiðar verða eknar. Fyrstu fjórar sérleiðirnar eru um hið margfræga Djúpavatn og síðustu tvær leiðarnar eru um Hvaleyravatn.
Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem heldur þessa keppni en þeir halda þrjár keppnir af þeim fimm sem fara fram á Íslandsmótinu 2014.
12 bílar eru skráðir til leiks og ef tekið er mið af þeim sem skráðir eru má reikna með mikilli baráttu um fyrstu sætin í rallinu. Aðeins eru þrjár áhafnir í non turbo flokki en sá flokkur hefur verið stór undanfarin ár en í staðin mæta til leiks margir grubbu N bílar sem er gaman að sjá.
Inná www.bikr.is má finna rásröð rallsins sem og upplýsingar um lokanir vega og svo framvegis. Svo er hægt að fylgjast með beinum tímum hér http://www.tryggvi.org/rallytimes/index.php?RRComp=36&RRAction=4
Mynd: Baldur og Aðalsteinn mæta til leiks á öflugri Subaru bifreið og eru þeir að aka þessum bíl í annað sinn en þeir festu kaup á honum rétt fyrir haustrallið í fyrra.
Íþróttir | Breytt 22.5.2014 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)