Video frá Rally Reykjavík

Nokkrar klippur af PACTA Rallyteam frá Rally Reykjavík 2014. Myndataka og klipping Bragi Þórðarson


Myndir frá Rally Reykjavík

DómdalurEins og flestir vita lauk Rally Reykjavík um síðastliðna helgi. Við bræður urðum frá að hverfa á þriðja og síðasta degi inná Kaldadal með brotin millikassa. Við vorum þá í 9 sæti og með öruggt forskot í jeppaflokknum.

Miklar endurbætur voru gerðar á bílnum fyrir keppnina og reyndust þær vel en því miður vildi blessaði millikassinn ekki fara lengra.

Myndir úr rallinu af okkur er komið í albúm hér http://ehrally.blog.is/album/rally_reykjavik_2014/ 

Mynd: Kristján Þórmarsson


Degi tvö lokið

10660272_10203879969953619_6590642253145608345_n.jpgDagur tvö að kveldi kominn. Staðan eftir daginn er þannig að strákarnir leiða jeppaflokkinn með rúmlega tveggja og hálfs mínútu forskoti á næsta bíl og eru í 11. sæti yfir heildina.

Dagurinn tók töluvert á þar sem þeir lentu í að sprengja tvö dekk og keyrðu síðan bremsulausir nánast allan Dómadal, rétt um 23 kílómetra. En þrátt fyrir allt skiluðu þeir sér í park ferme í kvöld sem skiptir náttúrlega mestu.

Dómnefnd hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvort að leiðin um Áfangagil gildi þar sem nokkrar áhafnir óku vitlausa leið og hefur leiðin verið kærð og bíður úrskurðar. Fari svo að leiðin verði tekin gild munu strákarnir mögulega fara upp um tvð til þrjú sæti þar sem að þeir voru með mjög góðan tíma á þeirri leið og fóru rétta leið Það skýrist vonandi strax í fyrramálið.

Ennþá er samt heill dagur eftir og margt getur gerst þar sem enn eru eftir sjö sérleiðar og þeirra á meðal erfið og skemmtileg leið um Kaldadal.

Yfir og út
PACTA Rallyteam

Mynd: Halldór Björnsson tekið á Dómadal í dag.


Dagur eitt búin

10641105_10152360121592775_5780156021921140580_n.jpg

Þá er degi eitt af þremur lokið í Rally Reykjavík. Búið að aka fjórar af tuttugu sérleiðum. Eftir daginn eru strákarnir í 10. sæti í heildarkeppninni en 1. sæti í jeppaflokki. Það verður að teljast gott enda eru þeir að venja sig við ýmsar breytingar sem búið er að gera á bílnum frá því í fyrra.

Á morgun verður byrjað að aka Hekluna en allar nema tvær af sérleiðum dags tvö verða eknar á Suðurlandinu. Dagurinn verður strembinn en skemmtilegur

 Bíllinn er klár fyrir átök morgundagsins og strákarnir líka. PACTA Rallyteam

 

Mynd: www.sunnlenska.is  


Undirbúningur fyrir Rally Reykjavík

Undirbúningur í fullum gangi hjá PACTA Rallyteam!

 10574219_715738205178040_874661431130321736_n.jpg


Fjórir dagar í Rally Reykjavík

Aðeins fjórir dagar í að fjörið byrji! Rásröð fyrsta dags hér að neðan og svo er endurraðað eftir dag eitt.

  1. Baldur Haraldsson / Aðalsteinn Símonarson
  2. Henning Ólafsson / Árni Gunnlaugsson
  3. Daníel Sigurðarson / Ásta Sigurðardóttir
  4. Sigurður Bragi Guðmundsson / Björgvin Benediktsson
  5. Þór Líni Sævarsson / Sigurjón Þór Þrastarson
  6. Sigvaldi Jónsson / Skafti Skúlason
  7. Gunnar Karl Jóhannesson / Witek Bogdanski
  8. Baldur Arnar Hlöðversson / Guðni Freyr Ómarsson
  9. Sigurður Arnar Pálsson / Brynjar S Guðmundsson
  10. Gunnlaugur Einar Briem / Jóhannes Jóhannesson
  11. Kári Sveinsson / Björgvin Hermannsson
  12. Dali (Örn Ingólfsson) / Óskar Jón Hreinsson
  13. Heimir Snær Jónsson / Halldór Gunnar Jónsson
  14. Alan Paramore / TBN
  15. Marc Paynter / TBN
  16. Gari Hazelby / TBN
  17. John Hickinbotham / TBN
  18. Steve Partridge / TBN

 


Fimm dagar í Rally Reykjavík

Fimm dagar í að Rally Reykjavík byrji! PACTA Rallyteam er að sjálfsögðu skráð til leiks og það er mikil tilhlökkun innan liðsins Bíllinn hefur tekið miklum breytingum síðustu vikur og búið að endurnýja mikið í honum m.a. kominn nýr litur á kaggann! Meira síðar.

Video úr Rally Reykjavík 2012

Video innan úr bílnum úr Rally Reykjavík 2012. Smá kafli á leið um Heklu.


Fyrsta rallkeppni sumarsins fór fram í rigningu og roki

Baldur og GuðniFyrsta umferðin í Íslandsmótinu í rallakstri fór fram í dag í roki, þoku og grenjandi rigningu. 12 bílar hófu keppni en 8 bílar luku leik og óku alla 95 sérleiða km. Fjórar sérleiðar voru eknar um Djúpavatn og tvær um Hvaleyravatn. Þessi keppni reyndi mikið á bílana en Djúpavatnið hefur oft verið í betra standi en í dag.

Hilmar Bragi og Elvar tóku forustuna á fyrstu leið á Evo 7. Öllum að óvörum tók Baldur Arnar og Guðni annan besta tímann á sömu leið en þeir aka í non turbo flokki á Subaru Imprezu. Þeir félagar óku lista vel í þessari keppni.

Systkinin Daníel og Ásta fóru hraðast allra á annari leið og sýndu hversu mögnuð þau eru en því miður þurftu þau frá að hverfa á þriðju leið með brotinn dempara.

Besta tímann á þriðju leið tóku Hilmar og Elvar og voru þeir 18 sekúndum á undan þeim Baldri og Aðalsteini sem aka Subaru Imprezu. Eftir þessar þrjár ferðir voru fyrstu tvö sætin orðin nokkuð örugg. Hilmar og og Elvar voru komnir með gott forskot á Baldur og Aðalstein og sigldu þessar tvær áhafnir nokkuð lygnann sjó og var þeim ekki ógnað af öðrum keppendum.

Gunnar og ElsaSlagurinn um þriðja sætið var í fullum gangi milli annars vegar Jóhannesar og Ásgeirs og hins vegar Baldurs Arnars og Guðna. Þegar fjórum leiðum var lokið um Djúpavatn voru Baldur og Guðni í þriðja sæti 16 sekúndum á undan Jóhannesi og Ásgeiri og aðeins tvær leiðir eftir um Hvaleyravatn. En rall er ekki búið fyrr en því er lokið! Jóhannes og Ásgeir hrifsuðu þriðja sætið af þeim Baldri Arnari og Guðna og voru 2 sekúndum á undan þeim þegar yfir lauk. Baldur og Guðni sigruðu engu að síður non turbo flokkinn örugglega og geta verið stoltir af frammistöðu sinni í þessari keppni.

Í fimmta sæti lentu þeir félagar Guðmundur og Ólafur ásamt því að vera í öðru sæti í non turbo.

Sjötta sætið féll í skaut Gunnars Karls og Elsku Kristínar sem óku mjög vel en Gunnar er aðeins 17 ára gamall og sýndi hann mikla skynsemi að koma þetta öflugum bíl heilum í mark því það er meira en að segja það að skila sér í mark eftir svona keppni. Gaman verður að fylgjast með þeim í næstu mótum. Sigvaldi og Skafti lentu í sjöunda sæti á öflugum Subaru og hefur Sigvaldi bætt sig frá því í fyrra en undirritaður myndi vilja sjá töluvert meiri grimmd frá þeim. Í áttunda og síðasta sæti lentu þau Sigurður Óli og Malin Brand.

                                   Nokkrir fróðleiksmolar úr rallinu í dag.

Fjórar áhafnir náðu besta tíma á sérleið í rallinu en sex leiðar voru eknar

Þrír Íslandsmeistarar mættust í þessari keppni: ríkjandi Íslandsmeistarar Henning og Árni sem féllu því miður úr leik strax á fyrstu leið, Hilmar Bragi Íslandsmeistari 2011 og 2012 og síðan Daníel og Ásta Íslandsmeistarar 2006 og 2007.

Gunnar Karl aðeins 17 ára tók sinn fyrsta sérleiða sigur (glæsilegt) en óstaðfestar fregnir herma að aðeins tveir menn hafa náð því þetta ungir, Gunnar Karl og Rúnar Jónsson fyrrum Íslandsmeistari til margra ára.

Á næstsíðustu leið um Hvaleyravatn festist bremsan hjá Baldri og Guðna og enduðu þeir útaf og töpuðu þeir þriðja sætinu á þessu.

Af þeim fjórum bílum sem féllu úr leik voru þrír þeirra Subaru.

24 keppendur voru með og þrír voru að keppa í sínu fyrsta ralli.

Sjö af tólf bílum sem hófu leik voru hvítir eða með mikið hvítt á bílnum. Ekki fleiri hvíta bíla :).

Í liðakeppninni leiða Dos Baldros eða þeir Baldur og Aðalsteinn og Baldur Arnar og Guðni.

Hilmar og Elvar

Næsta keppni fer fram eftir tvær vikur en það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem munu halda þá keppni.

Myndir fengnar að láni hjá Formanni BÍKR Þórði Bragasyni.


Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli

elvaro 9110Fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram um helgina. Sex sérleiðar verða eknar. Fyrstu fjórar sérleiðirnar eru um hið margfræga Djúpavatn og síðustu tvær leiðarnar eru um Hvaleyravatn.

Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem heldur þessa keppni en þeir halda þrjár keppnir af þeim fimm sem fara fram á Íslandsmótinu 2014.

12 bílar eru skráðir til leiks og ef tekið er mið af þeim sem skráðir eru má reikna með mikilli baráttu um fyrstu sætin í rallinu. Aðeins eru þrjár áhafnir í non turbo flokki en sá flokkur hefur verið stór undanfarin ár en í staðin mæta til leiks margir grubbu N bílar sem er gaman að sjá.

Inná www.bikr.is  má finna rásröð rallsins sem og upplýsingar um lokanir vega og svo framvegis. Svo er hægt að fylgjast með beinum tímum hér http://www.tryggvi.org/rallytimes/index.php?RRComp=36&RRAction=4

Mynd: Baldur og Aðalsteinn mæta til leiks á öflugri Subaru bifreið og eru þeir að aka þessum bíl í annað sinn en þeir festu kaup á honum rétt fyrir haustrallið í fyrra.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband