Færsluflokkur: Íþróttir
9 dagar - kynning áhöfnum
13.5.2010 | 23:55
Ekki eru nemar 9 dagar í að Íslandsmótið í rallakstri byrji og það lýtur út fyrir mjög skemmtilegt sumar. Hægt er að sjá upplýsingar um rallið inná www.bikr.is . Undirritaður verður á hliðarlínunni þetta sumarið og ætlar að reyna að vera öflugur á þessari síðu.
Ef fólki mislíkar það sem ég set fram á síðunni getur það haft samband við mig dorijons@gmail.com eða 899-4758, ég get örugglega ekki þóknast öllum en mun reyna. Ég skrifa það sem mér finnst um rallið ! .
Næstu daga ætla ég kynna þær áhafnir sem verða í toppbaráttunni í sumar. Ég mun birta tvær kynningar í hverri grein. Fyrstir sem verða kyntir til leiks eru Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson, reyndar var Jón með annan aðstoðarökumann í fyrra.
Þeir félagar munu aka Subaru Imprezu WRX STi með 2,5 mótor. Þeir óku samskonar bíl sumarið 2007 með fínum árangri. Eðlilega er mikil pressa á þeim enda báðir með mikla reynslu úr rallinu og þekkja það að vinna og ekki skemmir fyrir að Jón er hraður ökumaður. Bíllinn þeirra er vel samkeppnishæfur hinum í toppbaráttunni. Það má kannski segja að þeir séu eins og KR í fótboltanum ef þeir verða ekki meistarar þá yrði það skandall , það er samt ekkert unnið fyrir fram og þeir munu örugglega þurfa að hafa fyrir þessu
Næstir til leiks eru Hilmar B. Þráinsson og Stefán Þór Jónsson en þeir munu aka MMC Lancer Evo 5. Þessi bíll kom til landsins fyrir sirka 10 árum og hefur nánast tekið þátt í öllum röllum síðan. Hilmar tók bílinn allan í gegn í vetur og hefur hann aldrei litið eins vel út og hann gerir í dag(bíllinn sko ). Þeir félagar urðu Íslandsmeistarar í 2000 flokki í fyrra og lentu í 4 sæti á Íslandsmótinu yfir heildina, svo árangur þeirra í fyrra var mjög góður. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim og Hilmar slæst alltaf um sigur í þeim flokkum sem hann keppir í og svo verður einnig í sumar.
Næstu kynningar á áhöfnum koma inn á morgun.
Myndir: Eftir af Jóni og Borgari 2007 á Sauðárkróki og sú neðri er af Hilmari í sprettinum á dögunum við Sundahöfn.
Íþróttir | Breytt 14.5.2010 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dramatík í wrc - Latvala stal sigrinum
9.5.2010 | 18:30
Finninn Jari-Matti Latvala náði að landa sigri í Nýsjálenska rallinu sem lauk í nótt. Latvala náði forustunni í lok síðustu sérleiðar, Frakkinn Sebastien Ogier var í forustu en hann fór útaf þegar lítið var eftir af síðustu leiðinni og datt við það niður í annað sætið. Mjög sárt fyrir Frakkann unga en jafnframt mjög sætt fyrir Finnann ! .
Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti en hann var komin í fyrsta eftir 18 sérleiðar af 21, svo á 19 leið fór hann útaf og tapaði töluverðum tíma og við það datt hann niðrí fjórða sætið. Óhapp Solbergs gerði það svo að það verkum að Loeb endaði í þriðja sæti
Petter Solberg var í forustu eftir 9 sérleiðar og í því þriðja fyrir síðustu leið. Hann varð hinsvegar að hætta keppni á síðustu sérleið eftir að hafa keyrt útaf og gat ekki haldið áfram, mjög dýr stig sem hann missti af þarna.
Það sem ótrúlegast er við sigur Latvala að hann sigraði ekki eina sérleið í rallinu en stendur eins og áður sagði uppi sem sigurvegari .
Mynd: Latvala vann dramatískan sigur í morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13 dagar í mót
8.5.2010 | 17:20
Aðeins eru 13 dagar í að Íslandsmótið í ralli byrji og er undirbúningur liðanna í fullum gangi þessa daganna. Sálfræðistríðið er þegar hafið hjá nokkrum keppenda og það er það sem hinni almenni áhugamaður vill .
Eins og áður hefur komið fram á síðunni stefnir í spennandi og skemmtilegt sumar ! . Ekki bara á toppnum heldur verður baráttan ekki síðri í hinum flokkunum.
Hvet fólk sem heimsækir síðuna að taka þátt í skoðanakönnun hér til vinstri á síðunni.
Mynd: Bíllinn hjá Fylki og Elvari er einn af mörgum sem hafa fengið upplyftingu í vetur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18 dagar í mót - Enn fjölgar bílum sem verða í toppbaráttunni
3.5.2010 | 18:50
Það verður heldur betur fróðlegt að fylgjast með toppbaráttunni í rallakstri í sumar því það fjölgar bílum í hverri viku nánast sem ætla að taka þátt . Þessir bílar eru heldur ekki af verri gerðinni og allir stórglæsilegir !.
Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson ætla að mæta á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim. Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri, það er bíllinn sem Hilmar B Þráinsson á í dag.
Það verður gaman að fylgjast með rallinu í sumar og margir góðir ökumenn munu kljást á Íslenskum malarvegum. Ég óska Marra og Jónsa til hamingju með nýja bílinn sem er stórglæsilegur.
Mynd: Bíllinn hjá Marra og Jónsa á sýningunni um helgina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bikarmeistarar BÍKR 2010
2.5.2010 | 14:07
Bikarmótaröð BÍKR lauk í gær við Sundahöfn. Hilmar B Þráinsson sigraði keppnina og varð um leið Bikarmeistari í heildarkeppninni. Himmi keppti á MMC Lancer Evo 5 sem hann festi kaup á í fyrra, hann gerði algjörar endurbætur á bílnum í vetur og tók hverja einustu skrúfu úr bílnum og bíllinn leit glæsilega út í gær. Til hamingju Himmi með titilinn og bílinn ! .
Í eindrifsflokki varð Hlöðver Baldursson Bikarmeistari en hann lendi í 3 sæti í keppninni í gær. Hlöðver ekur 26 ára gamall Toyotu Corollu með afturdrifi. Til hamingju Hlölli .
Ragnar Magnússon er Bikarmeistari í jeppaflokki. Ragnar lendi í 3 sæti í jeppa í gær og hann lendi jafnframt í 3 sæti yfir heildina í Bikarmótinu. Til hamingju Rangar .
Vil minna á að Íslandsmótið byrjar 21 Maí sem er föstudagur en keppnin heldur áfram á laugadeginum 22. þetta verður allt auglýst þegar nær dregur.
Video frá Elvari SNILLA sem er frá keppninni í gær. Í þessu video er Sigurður Bragi á rauða Evoinum og Hilmar á hvíta Evo.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rallý á morgun
30.4.2010 | 12:28
Þriðja og síðasta umferð Bikarmótaraðar BÍKR fer fram á morgun laugardag. 18 bílar eru skráðir til leiks. Keppnin á morgun fer fram við Sundahöfn (bak við klepp) en búið er að útbúa flotta sérleið þar sem tveir bílar munu aka í einu.
Keppnin á morgun byrjar kl: 9:00 og henni lýkur um 18:00.
Eitthvað af bílum vantar í þessa keppni sem verða með á Íslandsmótinu í sumar en engu að síður verður fjöldi af öflugum og flottum græjum þarna, þar má helst nefna fyrrum Íslandsmeistara í rallakstri þá Sigurð Braga og Ísak Guðjónsson en þeir aka MMC Lancer Evo 7.
Mynd: Siggi og Ísak á ferð 2008.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alli og Heimir - ný heimasíða og nýr bíll !
29.4.2010 | 12:25
X rallý keppnisliðið frumsýndi í morgun nýja bílinn sinn á nýju heimasíðunni sinni www.xrally.is . Virkilega flott síða og bíllinn ekki síðri ! .
Ökumenn bílsins eru Aðalsteinn og Heimir (bróðir) og það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu liði í sumar. Alli og Heimur byrjuðu að keppa saman í fyrra en þá var Aðalsteinn á sínu fyrsta ári í rallinu, Heimir á hinsvegar orðið langa sögu í rallinu þó ungur sé að árum og verið í fremstu röð síðustu ár og án efa einn besti aðstoðarökumaður landsins !.
Liðstjóri liðsins er enginn annar en Ísak Guðjónsson en hann er margreyndur úr rallinu og á að baki marga titla og sigra í rallakstri. Aðrir menn í þjónustuliðinu hafa mikla reynslu úr mótorsporti og þá aðallega úr rallinu, ökumenn bílsins þurfa því ekki að hafa áhyggjur af ástandi bílsins í sumar og keppnisplani því það kunna þessir menn !.
Bíllinn er ekki enn kominn til landsins en von er á honum á næstu dögum. Íslandsmótið byrjar 21 Maí.
Í fréttablaðinu í dag má sjá nánar um þetta lið og viðtal við Aðalstein og endilega að kíkja á þessa flottu síðu www.xrally.is .
Mynd: Bíllinn er ekkert slor !! :-).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Bjarni mætir á nýjum bíl með nýjan gamlan Cóara
27.4.2010 | 22:50
Jón Bjarni Hrólfsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari mætir á nýjum bíl í sumar og einnig verður nýr gamall aðstoðarökumaður. Borgar Ólafsson verður í hægra sætinu aftur, Boggi keppti með Jóni 2006, 2007 og 2008.
Bíllinn sem þeir mæta á þekkir undirritaður ágætlega, þetta er bíllinn sem ég og Eyjó kepptum á sumarið 2007 og í Rallý Reykjavík 2008. Jón Bjarni keypti bílinn af Eyjó á dögunum og kom bíllinn til landsins fyrir nokkrum dögum. Bíllinn er af gerðinni Subaru Imprezu STi með 2,5 mótor.
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera á þessum bíl en þeir óku samskonar bíl árið 2007 en í fyrra og hitti fyrra var Jón Bjarni á MMC Lancer Evo 7.
Íslandsmótið byrjar 21 Maí og stefnir í skemmtilegt rallý sumar. Haldin verður sprettur á laugardaginn kemur við Sundahöfn, einnig verður fjöldi sýningarviðburða settir upp í tengslum við keppnina
Fleiri fréttir af rallinu kemur inn á næstu dögum!.
Mynd: Bíllinn sem Jón Bjarni hefur fest kaup á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær árangur hjá Danna og Ástu!
27.4.2010 | 15:47
Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa heldur betur staðið sig vel í Bresku meistarakeppninni á þessu ári. Þegar tveim mótum er lokið eru í þau í 2.sæti til meistara, hafa 26 stig en sá sem leiðir er Jonny Greer með 32 stig, frábær árangur hjá þeim en tveim mótum af sjö er nú lokið. Næsta keppni fer fram síðustu helgina í Maí í Skotlandi.
Í keppninni um helgina lendu þau í 4 sæti en liðsfélagi þeirra Gwyndaf Evans sigraði rallið en þau aka samskonar bílum.
Það er greinilegt að Danni er orðin með hröðustu mönnum í Breska rallinu og það er meira en að segja það . Þarna eru margir góðir ökumenn og ekki sjálfgefið að vera í þessari toppbaráttu sem Daníel og Ásta eru nú komin í af fullri alvöru :-).
Mynd: Danni og Ásta á ferð um helgina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loeb vann í Jórdaníu
3.4.2010 | 16:30
Frakkinn Sebastien Loeb sigraði Jórdaníu rallið sem lauk í morgun. Hann tók forustuna um miðjan dag í gær og lét hana aldrei af hendi eftir það, með þessum sigri er Frakkinn komin með ágætt forskot í stigamótinu.
Finninn Jari-Matti Latvala gerði heiðarlega tilraun til að ná Loeb í dag en allt kom fyrir ekki og Latvala endaði í 2 sæti, hann kom 35 sekúndum á eftir Frakkanum í mark.
Norðmaður Petter Solberg gerði vel og endaði í 3 sæti. Hann kom rúmri mínútu á eftir Loeb í mark. Solberg sigraði 5 sérleiðar í þessar keppni.
Lokastaðan topp 8.
1. Loeb
2. Latvala +35.8s
3. P. Solberg +1:11.8s
4. Sordo +1:49.3s
5. Wilson +8:24.3s
6. Ogier +10:26.4s
7. Villagra +11:28.0s
8. Raikkonen +12:31.0s
Mynd: www.wrc.com- Loeb á ferð í morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)