Færsluflokkur: Íþróttir
Valdi og Ingi mæta aftur til leiks
16.2.2011 | 16:30
Valdimar Jón Sveinsson og Ingi Mar Jónsson mæta aftur til leiks í toppslaginn á komandi tímabili. Þeir aka Subaru Imprezu í grubbu N og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar.
Þeir hafa lítið verið með síðustu tvö ár en tóku þátt í tveim keppnum 2009. Valdi og Ingi tóku stóðu sig mjög vel 2008 og náðu fínum árangri. Félagarnir mæta með bílinn öflugri nú en þá. Valdi er hraður ökumaður og með góðum undirbúningi á bíl og áhöfn gætu þeir gert tilkall til Íslandsmeistaratitils í sumar.
Heimasíða þeirra félaga www.valdi.is . Fréttir af fleiri keppendum í toppslagnum kemur inná næstu vikum.
Mynd: elvarorn@heimsnet.is / Valdi á flugi 2009.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný mótorsport síða
14.2.2011 | 21:04
Ný og mjög flott mótorsport síða opnaði síðastliðið haust. Það er Ragnar Magnússon sem er eigandi þessara síðu. Slóðin á síðuna www.motor-sport.is .
Ragnar hefur verið mikið í kringum mótorsport síðustu ár og þá aðalega torfæru og rallý en hann er í þjónustuliðinu hjá Jón Bjarna sem er Íslandsmeistari síðustu 2 ára í rallinu. hvet alla til að heimsækja þessu síðu sem hafa áhuga á motorsporti. Virkilega flott framtak hjá Ragnari . www.motor-sport.is .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hirvonen sigraði fyrstu keppni ársins
13.2.2011 | 16:08
Finninn Mikko Hirvonen gerði sér lítið fyrir og sigraði fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri. Hann lét forustuna ekki af hendi en hann var með 3 sekúndu forskot á annað sætið þegar síðasti dagur hófst.
Norðmaðurinn Mads Ostberg lendi í öðru sæti en hann var í forustu eftir fyrsta dag. Hann var ekki nema sexúndum á eftir Hirvonen og það er ljóst að slagurinn á þessu tímabili verður skemmtilegur með tilkomu nýju bílana. Bæði Ostberg og Hirvonen aka Ford Fiesta RS WRC bíl.
Fininn Jari Matti Latvala náði þriðja sætinu. Frakkinn ungi og efnilegi Sebastien Ogier lendi í fjórða sæti. Petter Solberg varð fimmti en hann var í þriðja sæti fyrir lokadaginn.
Heimsmeistari undanfarinn sjö ár Sebastien Loeb varð að láta sér sjötta sætið að góðu. Næsta keppni fer fram í Mexico í byrjun mars.
Lokastaðan í Svíþjóð á þessum link http://wrc.com/results/2011/rally-sweden/stage-times .
Video frá fyrsta deginum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með hækkandi sól tekur maður upp lyklaborðið :)
13.2.2011 | 09:59
Það er óhætt að segja að maður taki upp lyklaborðið þegar sólinn fer að hækka og ralltímabilið fer að ganga í garð. Ég hef ekkert skrifað hér síðustu mánuði en er kominn að lyklaborðinu aftur.
Eins og undanfarin ár verður Íslandsmótið í ralli númer 1, 2 og 3 á þessari síðu en auðvita koma fréttir t.d. af WRC og kannski aðrar mótorsport greinar. Nú þegar hafa komið inn nokkrar fréttir .
Þið getið líka alltaf send mér póst á dorijons@gmail.com ef þið viljið koma fréttum á framfæri .
Mynd: elvarorn@heimsnet.is/ Stuart Jones og Ísak í RR 2009.
Íþróttir | Breytt 16.2.2011 kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Staðan í upphafi þriðja dags í Svíþjóð
13.2.2011 | 09:51
Fyrsta umferðin á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer nú fram í Svíþjóð. Þegar þetta er skrifað eru ökumennirnir farnir af stað inní lokadaginn
Baráttan hefur verið hörð fyrstu tvo dagana og menn hafa skipt á forustu nokkuð oft. Til marks um slaginn milli manna þá hafa sex ökumenn sigrað þessar sextán sérleiðar sem búnar eru. Kapparnir aka sex leiðar í dag og alls 91 km á sérleiðum svo það mun margt gerast á þessum síðasta degi.
Mikko Hirvonen og Jarmo Lehinen sem aka Ford Fiesta RS WRC leiða keppnina í upphafi síðasta dags.
Svona er staðan fyrir lokadaginn og eins og sést munar ekki nema 12 sekúndum á fyrsta og fimmta sæti. Svakalegur slagur framundan í dag!.
1. M Hirvonen/J Lehtinen FIN Ford Fiesta RS 2hr 34min 56.1sec
2. M Østberg/J Andersson NOR Ford Fiesta RS 2hr 35min 03.5sec
3. P Solberg/C Patterson NOR Citroen DS3 2hr 35min 05.0sec
4. J-M Latvala/M Anttila FIN Ford Fiesta RS 2hr 35min 07.0sec
5. S Ogier/J Ingrassia FRA Citroen DS3 2hr 35min 11.9sec
6. S Loeb/D Elena FRA Citroen DS3 2hr 36min 38.2sec
7. K Räikkönen/K Lindström FIN Citroen DS3 2hr 40min 01.6sec
8. P-G Andersson/E Axelsson SWE Ford Fiesta RS 2hr 40min 26.8sec
9. P Sandell/S Parmander SWE Skoda Fabia S2000 2hr 42min 40.9sec
10 M Wilson/S Martin GBR Ford Fiesta RS 2hr 42min 42.3sec
Mynd: www.rallye-info.com/ verður Hirvonen svona glaður eftir nokkra tíma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spenna og dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík !
14.8.2010 | 18:10
Það var heldur betur boðið uppá dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík sem lauk nú fyrir stundu. Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 unnu dramatískan sigur og óska ég þeim innilega til hamingju. Þeir félagar voru í 3 sæti í morgun en skutust uppí það fyrsta á næst síðustu leið svo dramatíkin var í mikil á loka deginum.
Hilmar og Stefán sem aka MMC Lancer Evo 5 voru með forustan stóran part af rallinu. Á næstu síðustu leið fóru þeir félagar útaf og við það duttu þeir úr 1 sætið í það 6. Mjög svekkjandi fyrir þá en það hefði verið nóg fyrir þá að landa 3 sæti þá hefðu þeir leitt Íslandsmótið. Fyrir vikið eru Jón Bjarni og Borgar enn með forustuna í mótinu.
Daníel og Ásta á Subaru Imprezu Sti voru í 2 sæti í upphafi 3 dags og enduðu í því sæti að loknu rallinu. Það fór bensíndæla á næst síðustu leið hjá þeim, sem gerði það að virkum að þau urðu af sigri. Marian og Jón Þór skutust uppí 3 sæti við ófarir Hilmars og Stefáns. Þeir Marian og Jón aka MMC Lancer Evo 8 og óku af skynsemi í rallinu og uppskáru eftir því. Jóhannes og Björgvin aka enn einum Lancernum eða Evo 7. Þeir voru í miklum slag við þá Marian og Jón Þór allt rallið og enduðu í 4 sæti 19 sekúndum á eftir 3.
Hlöðver og Baldur sigruðu eindrifsflokkinn og eru komnir í vænlega stöðu í Íslandsmótinu í þeim flokki. Þeir enduðu í 8 sæti yfir heildina í þessari keppni.
Sighvatur og Andrés sigruðu jeppaflokkinn og enduðu í 7 sæti í heildarkeppninni. Baldur og Elías voru með forustu í jeppaflokki fyrir síðasta dag en veltu bifreið sinni á næst síðustu leið og féllu úr leik. Mjög svekkjandi fyrir þá félaga því þeir óku mjög vel stóran hluta af rallinu. Það er ekki oft sem fjórar veltur eru í einni og sömu keppninni eins og raunin varð í þessu ralli.
Núnar eru tvær umferðir eftir á Íslandsmótinu og fer næsta keppni fram á Snæfellsnesi eftir mánuð.
Myndir: www.geoffmayesmedia.com .
Video frá Elvari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mikið gekk á í Rally Reykjavík á degi 2 - umfjöllun
13.8.2010 | 21:07
Dagur tvö í Rally Reykjavík er á enda komin. Mikið gekk á í dag og því miður voru tvær veltur í dag. En enn og aftur sannar öryggisbúnaður sig í rallinu, engin slys voru á mönnum en menn eðlilega soldið stífir og smá mar hér og þar. Aðalsteinn og Heimir sem aka MMC Lancer veltu á Tröllháls leið 3 í morgun, bíllinn töluvert illa farin og eru þeir félagar úr leik í rallinu en þeir voru í 2 sæti þegar þetta gerðist. Óskar og Valtýr á Peugeot 306 veltu einnig en það var á Kaldadal og er bíllinn mikið skemmdur.
Slagurinn um fyrsta sætið er í fullum gangi. Hilmar og Stefán hafa leitt rallið í allan dag en þeir félagar eru að aka af öruggi , þeir eru í góðri stöðu í Íslandsmótinu ef þeir landa 1 eða 2 sæti þegar rallið endar og því er ekkert annað en að aka skynsamlega fyrir þá. Daníel og Ásta eru í 2 sæti og ekki nema rúm mínúta í þá Hilmar og Stefán. Daníel og Ásta voru í forustu í gær en fengu það mikla refsingu fyrir að gera við bifreiðina eftir daginn í gær að þau duttu niður listan. Þau hafa því ekið mjög hratt og vel í dag og t.d. á leið um Kaldadal sem er ein erfiðasta leið landsins, voru þau í miklum sérflokki miða við aðra bíla í keppninni.
Í 3 sæti eru þeir Pétur og Björn á MMC Lancer. Þeir hafa ekið vel í dag og eru ekki nema 32 sekúndum á eftir 2 sæti. Þeir töpuðu heldur miklum tíma á þau Daníel og Ástu á öllum þrem ferðunum um Kaldadal en á hinum voru þau nokkuð jöfn. Slagurinn um 4 og 5 sætið er mjög mikill, milli þeirra Marían og Jóns Þórs á MMC Lancer og hinsvegar Jóhannesar og Björgvins einnig á MMC Lancer. Þessar tvær áhafnir eru á sömu sekúndu og því verður baráttan hörð milli þeirra á síðasta degi. Einar og Símon Audi Quattro eru í 6 sæti og eru öruggir í því sæti. Þeir hafa náð sér í mikla reynslu í dag því fyrir svona nýliða er best að fá sem flesta km á sérleiðum.
Feðgarnir Hlöðver og Baldur á Toyotu Corollu eru í 7 sæti og jafnfram með forustu í eindrifsflokki. Hinar þrjár áhafnirnar í þeirra flokki eru allar dottnar út. Baldur og Elías koma í síðasta stigasætinu eða því 8. Þeir félagar hafa ekið vel í dag og hafa einnig forustu í jeppaflokki. Jón Bjarni sem er ríkjandi Íslandsmeistari en hann leiðir einnig Íslandsmótið ásamt Borgari veltu á leið 2 í gær eins og kom fram hér síðunni. Löguðu bíllinn í nótt og mættu til leiks í morgun , þeir eru örugglega þakklátir mörgum mönnum að koma bílnum í gott stand á nokkrum klukkutímum. Þeir fengu auðvita töluverða refsingu og það þarf mikið að gerast svo þeir ná í stigasæti. Það er ljóst ef keppnin endar svona þá verður rosalegur slagur um Íslandsmeistaratitilinn í síðustu tveim keppnunum milli þeirra Jóns og Borgars og Hilmars og Stefáns. Upplýsingar um tíma og stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 . Lokadagurinn fer fram á morgun og þetta rall er langt frá því að vera búið..
Myndir Efri af Danna og Ástu á Djúpavatni í gær og sú neðri af bíl Alla og Heimis eftir veltuna. eigendur þessara mynda www.geoffmayesmedia.com og Kristinn Sveinsson.
ÁFRAM RALLÝ.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rally Reykjavík byrjar með látum
12.8.2010 | 23:23
Fyrsti dagur af þrem í Rally Reykjavík lauk í kvöld. Eknar voru 4 sérleiðar og óku ökumennirnir 40 km á sérleiðunum.
Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa ekið mjög vel og tóku forustuna strax á fyrstu leið sem lá um Djúpavatn. Þau leiða rallið en eiga víst eftir að fá refsingu fyrir að koma seint inná Kleifarvatn en þau detta ekki neðar en 2 sætið. Hilmar og Stefán hafa ekið vel en af öruggi og eru þegar þetta er skrifað 32 sekúndum á eftir Daníeli og Ástu.
Jón Bjarni og Borgar sem leiða Íslandsmótið veltu illa á leið 2 um Kleifarvatn og eru fallnir úr leik, sem betur fer slösuðust þeir ekkert en eru töluvert lemstraðir.
Tvær áhafnir deila 3 til 4 sætinu en það eru Einar og Símon á Audi Quattro og Aðalsteinn og Heimir á MMC Lancer Evo 10. Einar og Símon eru nokkuð óvænt í 3 sætið en þessir piltar byrjuðu í ralli í vor og eru sannarlega menn framtíðarinnar í ralli !. Mick Jones og Ísak eru í 5 sætið, þeir aka á Ford Escort og hafa ekið vel. Þeir eru á eindrifsbíl og leiða þann flokk með rúmum 20 sekúndum.
Rallið heldur áfram á morgun og aka ökumennirnir t.d. þrisvar um Kaldadal og það mun reyna mikið á menn og bíl. Upplýsingar stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 og þar er að finna einnig sérleiða tímana.
Jón Bjarni og Borgar á fyrstu leið um Djúpavatni en urðu frá að hverfa eftir veltu á sérleið 2 Myndir www.geoffmayesmedia.com .
Íþróttir | Breytt 13.8.2010 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24 tímar í Rally Reykjavík
11.8.2010 | 16:54
Spennan er farin að magnast hjá keppendum, starfsfólki og áhorfendum fyrir Rally Reykjavík sem hefst á morgun kl 17:00 við Perluna. 18 áhafnir mæta til leiks og keppt er í nokkrum flokkum.
Rallið stendur yfir í 3 daga og keyra ökumennirnir 280 km á sérleiðum. Þótt ekki margar áhafnir séu með að þessu sinni, þá eru saman komnir bestu rallökumenn okkar í dag!, svo það verður enginn svikin af því að koma að horfa á skemmtilegasta mótorsport hér á landi. Upplýsingar um leiðir og annað inná www.rallyreykjavík.net .
Það eru margir sem gera tilkall til sigurs í rallinu, þar má helsta nefna Daníel og Ástu en þau eru fyrrum Íslandsmeistara, þau aka mjög öflugri Subaru bifreið. Jón Bjarni og Borgar sem aka einnig Subaru, þeir félagar leiða nú Íslandsmótið en ætla sér alveg örugglega sigur í erfiðasta ralli ársins. Pétur og Björn aka MMC Lancer eru einnig líklegir sigurvegarar en þeir eru í basli með bílinn og vonandi ná þeir að laga það fyrir morgundaginn.
Stutt á eftir þessum áhöfnum koma nokkrar áhafnir. M.a eru það Hilmar og Stefán á MMC Lancer og hinsvegar Aðalsteinn og Heimir einnig á MMC Lancer. Það má því ekkert útaf bera hjá þessum þrem sigurstranglegum áhöfnum sem ég nefni hér að ofan. Slagurinn í hinum flokkunum verður ekki síðri og í eindrifsflokki mun Bretinn Mick Jones með Ísak Guðjónsson sér við hlið vera ansi hraðir, þeir mæta á öflugum Ford Escort sem Mick ekur í Bretlandi. Svo verður mikill slagur milli Hlöðvers og Baldurs við þá Óskar og Valtý.
Ég mun henda inn fréttum af rallinu eftir hvern dag.
Góða skemmtun og ÁFRAM RALLÝ!!!.
Mynd: Aðalsteinn og Heimir í suðurnesjarallinu (heimsíða þeirra www.xrally.is )
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 dagar í Rally Reykjavík - keppnisskoðun í dag
10.8.2010 | 00:50
2 dagar eru í að Rally Reykjavík hefjist. Keppnisskoðun fer fram í dag þriðjudag kl: 17:00 við Frumherja á Hesthálsi. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og gos.
Rásröð rallsins http://www.rallyreykjavik.net/index.ph p/Cmp/Entries . Svo er undurröðun eftir hvern leg.
Fréttir sem hafa verið birtar á síðunni síðustu daga.
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1082688
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1083530
http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1083534
Flott video sem Elvar snilli gerði frá röllum sumarsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)