Færsluflokkur: Íþróttir
Íslandsmeistarinn 2006 og 2007 mætir í Rally Reykjavík
9.8.2010 | 10:23
Daníel og Ásta Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík á öflugri Subaru Imprezu bifreið en þetta er bíllinn sem bræðurnir Fylkir og Elvar hafa ekið síðustu ár.
Þau systkini hafa keppt í Bresku meistarakeppninni á þessu ári með fínum árangri. Það verður virkilega gaman að sjá þau aftur á Íslenskum malarvegum. Eins og flestir vita voru þau Íslandsmeistarar 2006 og 2007. Þau verða því að teljast sigurstrangleg í þessu ralli.
Mynd: Bíllinn sem þau systkini mæta á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4 dagar í Rally Reykjavík
8.8.2010 | 11:45
Aðeins fjórir dagar eru í að Rally Reykjavík byrji. 19 áhafnir eru skráðar til leiks, upplýsingar um keppnina inná www.rallyreykjavik.net . Það er ljóst að slagurinn um sigur í rallinu verður harður því allir vilja vinna erfiðasta og lengsta rall tímabilsins.
Flott video sem Bragi Þórðarson klippti af nokkrum Rally Reykjavík síðustu ára.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vika í Rally Reykjavík
5.8.2010 | 01:56
Hið árlega Rallý Reykjavík hefst eftir 7 daga og einhverjar klukkutíma. Rallið fer nú fram í 31 sinn en því miður er ekki mikið um útlendinga eins og oft heftur verið í þessu ralli undanfarin ár.
Það lítur samt út fyrir mjög skemmtilegt og spennandi rall. Íslandsmótið er galopið og lítil mistök geta kostað menn titilinn en þetta rall býður oft uppá mikla dramatík .
Þegar þetta er skrifað eru 12 bílar skráðir til leiks en það eiga einhverjir eftir að skrá sig. Upplýsingar um sérleiðarnar hér http://rallyreykjavik.net/index.php/Spc/SSFullRoute . Þegar nær dregur koma fleiri fréttir og aldrei að vita nema maður rýni í spákúluna góðu .
Mynd: úr Rally Reykjavík 2007. Eins sést á þessari mynd er oft mikið sem gengur á eftir leiðar. Þessi er tekin eftir Kaldadal, undirritaður var aðstoðarökumaður í þessari bifreið og gleimi þessu ralli seint, vorum með 3 sætið öruggt á 3 degi en sáum um það sjálfir á Kaldadal að klúðra því ..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Bjarni og Borgar sigruðu í Skagafirði - umfjöllun
27.7.2010 | 12:12
Jón Bjarni og Borgar á Subaru Imprezu STi juku forskot sitt á Íslandsmótinu með sigri í hinu árlega Skagafjarralli sem fram fór síðastliðin laugardag. Jón og Borgar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og þá kannski aðlaga útaf helstu keppinautar þeirra lentu í vandræðum, það skal samt ekki tekið af þeim félögum að þeir óku mjög vel og ef menn ætla að vinna rallkeppni hér á landi þessa vikurnar eru þeir mennirnir sem þarf að vinna. Þetta er sjöunda rallkeppnin í röð sem Jón Bjarni sigrar.
Í 2 sæti lentu þeir Sigurður Bragi og Ísak á MMC Lancer Evo 7. Þeir óku ágætlega en Sigurður hafið ekkert ekið rallbíl í heilt ár. Þeir lendu í brasi með gírkassa fyrir keppnina og það var að hrjá þá í rallinu. Þeir fengu eignin stig í Íslandsmótinu þar sem þeir voru í flokki X.
Hilmar Bragi og Stefán óku vel alla keppnina og lentu í 3 sæti. Þeir eru eina áhöfnin eins og er sem ógnar Jón Bjarna og það lýtur út fyrir mikinn slaga milli þessa tveggja áhafna í Rallý Reykjavík um miðjan ágúst. Þá er vonandi að Hilmar verði búin að finna útúr afleysi síns bíls því það sátt vel um helgina að það vantar mikið uppá afl í bíl hans. Engu að síður er hann að koma honum hratt áfram og það er vel gert.
Í 4 sæti urðu Fylkir og Elvar. Þessi bíll á að fara mun hraðar yfir en raunin varð um helgina en vel gert að klára og ná í punkta í mótinu. Marían og Jón Þór lentu í fimmta sæti. Þetta var kannski ekki þeirra rall tímalega séð en þeir aka alltaf af skynsemi og klára nánast öll röll. Þeirra bíll er ekki eins öflugur á hinna í toppbaráttunni.
Nýliðarnir Einar og Símon gerðu vel að klára sína fyrstu keppni og enduðu í 6 sæti. þeir óku af skynsemi og fengu mikla reynslu útúr þessu ralli. Það gekk brösuglega í fyrstu tveim mótunum en núna gekk allt upp og vel gert að klára fjórar ferðir um Mælifellsdal en þar hafa margir nýliðar magalent ef svo má segja.
Sighvatur og Andrés enduðu í 7 sæti og sigruðu jafnframt jeppaflokkinn. Alltaf gaman að sjá Hvata þeytast um rallývegina og hann hefur enn jafn mikið gaman af þessu sporti og þegar hann byrjaði fyrir MÖRGUM árum . Kristinn og Brimrún enduðu í 8 sæti og í 2 sæti í jeppaflokknum vel gert.
Í 2000 flokknum voru það Kristján og Halldór sem sigruðu og lendu þeir í 9 sæti í heildarkeppninni. Henning og Árni lentu 10 sæti og í því 2 í 2000 flokknum.
Feðgarnir Hlöðver og Baldur voru með mikla yfirburði í 2000 flokki en á leið 2 um Mælifellsdal dó á bílnum og þeir töpuðu 14 mínútum á því ævintýri. Sem betur fer komst bíllinn í gang með góðri hjálp áhorfenda . Til marks um þá yfirburði sem þeir höfðu á hina tvo bílana í 2000 flokki þá tóku þeir heila mínútu í hverri ferð í hinum þrem ferðunum um dalinn. Hlöðver fær engu að síður 10 stig fyrir þessa keppni því báðir ökumennirnir voru með svokallað dagsskýrteini, þ.a. þeir sem voru í 1 og 2 sæti í flokknum og telja því ekki stig í mótinu.
Lokstaðan i keppninni hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=11?RRtcno=4?RRAction=6 .
Bílaklúbbur Skagafjarðar á hrós skilið fyrir að hafa haldið þessa keppni og allt var til fyrirmyndar hjá þeim eins og vanalega. Næsta rall fer fram 12 til 14 ágúst en það er Rallý Reykjavík www.rallyreykjavik.net .
ÁFRAM RALLÝ.
Heiður af þessum myndum með greininni á Þórður Bragason.
Íþróttir | Breytt 30.7.2010 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skagafjarðarrallið upphitun
21.7.2010 | 15:19
Hið árlega Skagafjarðarall fer fram á laugardaginn kemur. 17 áhafnir eru skráðar til leiks en rallið fer fram að mestu á hinni geysi skemmtilegu leið um Mælifellsdal og þar aka ökumennirnir 100 km.
Íslandsmótið er mjög spennandi í ár og þá sérstaklega hjá stóru strákunum. Jón Bjarni og Borgar leiða Íslandsmótið og hafa keyrt vel í sumar, þeir hafa mestu reynsluna af þeim strákum sem taka þátt í toppbaráttunni í sumar. Spútnikið í sumar Hilmar og Stefán elta þá eins og skugginn í mótinu og hafa ekið mjög vel það sem af er sumri. Þessar tvær áhafnir koma til með að slást um sigurinn á laugardag. það eru engu að síður nokkrir ökumenn til viðbótar sem gera tilkall til sigurs í þessari keppni.
Fyrrum Íslandmeistarar Sigurður Bragi og Ísak mæta til leiks en þeir félagar hafa ekkert verið með í sumar, tóku aðeins þátt í einu ralli í fyrra og það var einmitt í Skagafirði. Þeir munu ekki telja stig í Íslandsmótinu en þeir eru líklegir sigurvegarar. Hinsvegar eru þeir ekki með yngstu mönnum í rallinu og spurning hvort það hái þeim gömlu á laugardag.
Þessar þrjár áhafnir sem ég nefni hér að ofan eru líklegir sigurvegarar í rallinu auk Péturs Bakara og Björns Ragnarsonar. Þeir hafa á að skipa góðum og fljótum bíl, með jöfnum og hröðum akstri eru þeir einnig líklegir til að taka 1 sætið.
Aðalsteinn og Heimir mæta til leiks á flottasta rallýbíl landsins ef gírkassi verður komin á klakann í tæka tíð, þegar þetta er skrifað er kassinn í Hollandi. Þeir náðu góðum árangri í fyrstu keppninni, í ralli tvö urðu þeir frá að hverfa með brotinn gírkassa, þá voru þeir í 3 sæti í þeirri keppninni. Heimasíða þeirra er www.xrally.is .
Marían og Jón Þór aka alltaf vel og af skynsemi sem skilar sér í góðum árangri og ekki ólíklegt að svo verði í Skagafirði á laugardag. Einar og Símón á Audi S2 eru á sínu fyrsta sumri í ralli og hafa komið skemmtilega inn í sportið, reyndar hefur bíllinn verið að stríða þeim félögum en þegar hann hefur verið í lagi hafa þeir ekið mjög vel. Vonandi verður bíllin til friðs núna og þeir komist alla leið.
Allar þessar áhafnir sem ég nefnt aka í grubbu N flokki. Aðrir flokkar eru jeppaflokkur, eindrifsflokkur og Non turbo en þar er aðeins bíll með núna.
Feðgarnir Hlöðver og Baldur sem aka 25 ára gamall Toyotu Corollu eru líklegir sigurvegarar í eindrifsflokki. Þar eru tveir aðrir bílar með sem koma af Suðurnesjunum og þeir gætu strítt þeim feðgum vel.
Jeppaflokkur verður skemmtilegur núna og þar eru 4 bílar sem mæta til leiks. Þarna er erfitt að spá fyrir um sigurvegara en líklegur sigurvegara er Kristinn með spúsu sína sér við hlið . Kæmi samt ekki á óvart að gamli maðurinn hann Sighvatur með Andrés sér við hlið mundu sigra flokkinn.
Óska öllum keppendum og áhorfendum góðra skemmtunar og meigi sá BESTI vinna.
ÁFRAM RALLÝ.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rásröð og tímamaster
19.7.2010 | 17:08
Rásröð og tímamaster fyrir Skagafjarðarrallið er komið á netið. Hér er rásröð http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1577 og tímamaster http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1576 .
17 bílar mæta til leiks nú og er það svipað og í öðrum röllum sumarsins, 8 grubbu N bílar mæta en þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Baráttan verður samt ekki minni í eindrifsflokki og hjá jeppunum og ánægjulegt að þar mæta 4 bílar til leiks núna.
Á morgun fer fram keppnisskoðun og þar er hægt að sjá þennan fríða flota, Skoðunin fer fram við Víkurhvarf 4 í kópavogi og hefst hún kl: 18:00 ( þetta er við hliðina á Víkurverk fyrir þá sem vita hvar það er).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5 dagar í Skagafjörð
19.7.2010 | 01:26
Aðeins eru 5 dagar í að þriðja umferðin á Íslandsmótinu í ralli fer fram. Keppnin nú um helgina verður í skagafriði en þar er oftast hart barist um sigur, ef minnið er ekki að fara með undirritaðan þá vannst rallið í fyrra á einn sek. Fylgist með síðunni í vikunni..
Hér er video af tveim klikkuðum mönnum sem kepptu í toppbaráttunni fyrir áratug og gerðu það vel. Reyndar sá sem les leiðarnótur gerir það líka á laugardaginn en nú með Sigurð Braga sem skipstjóra :).
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suðurnesja Rally - þrjú myndbönd
22.6.2010 | 12:24
Upptaka og klipping Stefán
Upptaka og klipping Elvar
Svo það þriðja á þessum link http://vimeo.com/12529731 - upptaka og klipping Rúnar Ingi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umfjöllun um Suðurnesjarallið
13.6.2010 | 22:25
Suðurnesjarallið fór fram á föstudag og laugardag. 17 bílar voru skráðir til leiks en 11 komust alla leið í mark. töluvert af toppbílunum lentu í vandræðum og sumir þeirra urðu frá að hverfa þegar líða tók á keppnina.
Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) hélt þessa keppni og gerðu það bara vel, vissulega má gagnrýna þá fyrir nokkra hluti sem undirritaður ætlar ekki að fara útí hér EN þeir vita sjálfir hvað ég er að tala um.
Þá að keppninni sjálfri það voru Jón Bjarni og Borgar sem sigruðu þessa keppni eftir glæsilegan akstur, umfjöllun um fyrstu þrjá bílana á þessum link http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1066705 .
Óskar og Valtýr náðu 4 sæti og var mjög gaman að horfa á þá þeytast um rallývegina í þessari keppni, væri gaman að sjá þá í fleiri keppnum í sumar. Þeir aka Peugeot 306 s16 og sigruðu þeir jafnframt eindrifsflokkinn.
Þorsteinn Páll og Ragnar sem aka óbrettum Subaru í Non-turbo flokknum lentu í 5 sæti. Þeir siguðu jafnframt flokkinn sinn, því miður voru bara tveir bílar skráðir í þessa keppni og hinn bílinn mætti ekki. Það væri gaman að sjá fleiri bíla í þessum flokk því þetta er mjög ódýr útgerði á þessum bílum og hægt að fara ansi hratt fyrir lítin pening.
Í 6 sæti komu Kristinn og Gunnar en þeir óku Grand Cherokee í jeppaflokki. Þeir voru ekki nema 14 sekúndum á eftir 5 sæti, þeir sigruðu jeppaflokkinn eftir mikinn slag við Sighvat og Andrés sem lentu í 7 sæti. Flottur akstur var á Kidda í þessu ralli og vonandi mæta þeir í þær keppnir sem eftir eru.
Það var mikill slagur í þessu ralli og keppnin var mjög skemmtileg. Ekki munaði nema einni og hálfri mínútu á 4 sæti og því 9 eftir rúmlega 80 km akstur á sérleiðum.
Það var rosalega gaman að sjá alla þá áhorfendur sem mættu á þessa keppni og þó aðallega á föstudeginum . Undirritaður hefur ekki séð eins marga áhorfendur á rallkeppni síðan í byrjun þessar aldar og því ber að fagna!. Lokastaðan er á þessum link http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=10&RRAction=4 , hægt að sjá sérleiðatímana líka.
Næsta keppni fer fram í Skagafirði og sú keppni er haldin af Bílaklúbbi Skagafjarðar. Keppnin fer fram 23 og 24 Júlí.
Myndir: Gerða, fleiri hér http://www.ehrally.blog.is/album/sudurnesjarally2010 .
Stórglæsilegt video frá Stefáni, þetta er frumraun hans að taka upp video af rallkeppni!. Einnig video inn á www.vf.is .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Bjarni og Borgar sigruðu Suðurnesjarallið
12.6.2010 | 18:21
Jón Bjarni og Borgar á Subaru Imprezu STi sigruðu Suðurnesjarallið sem lauk í dag, þeir óku frábærlega allt rallið og uppskáru eftir því. Það er ekkert tekið af öðrum keppendum í þessari keppni þegar sagt er að Jón og Borgar óku langbest og hraðast í þessari keppni.
Hilmar og Stefán á MMC Lancer Evo 5 óku einnig mjög vel og voru að taka virkilega flott tíma, náðu nokkrum sinnum besta tíma á sérleið. Þeir eru á sínu fyrsta ári á alvöru bíl en það er ekki að sjá það á tímunum. Þeir enduðu rallið 33 sekúndum á eftir fyrsta.
Marian og Jón Þór á MMC Lancer Evo 8 lendu í 3 sæti. Þeir voru í töluverðu brasi með mótorinn í dag og keyrðu því seif enda það eina rétta í stöðunni, flott hjá þeim að ná því 3 sæti.
Nánari umfjöllun um rallið kemur annað kvöld, en lokaúrslit eru hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=10&RRAction=4
Mynd: Þórður Bragason af bíl Jóns og Borgars.
Íþróttir | Breytt 13.6.2010 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)