Góður dagur að baki

Alþjóðrallið hélt áfram í dag og í kvöld lauk öðrum degi.Við félagarnir ásamt okkar frábæra þjónustuliði áttum hreint út sagt frábæran dag,við vorum í 19.Sæti í morgun og vorum fljótir að vinna okkur upp,í hádeginu vorum við komnir í 6.Sæti,og nú þegar annar dagur er á enda erum við komnir í 4.Sæti,frábært úr 19.Sæti í 4.Það gekk allt upp hjá okkur í dag keyrðum hratt en engir sénsar teknir,sprengdum reyndar á Skógshrauni fyrir hádegi þegar 5km voru eftir kláruðum leiðina á sprungnu.En rallið er rétt að byrja á morgun er síðasta dagurinn og þá taka við margar erfiðar leiðar við erum fastir í 4.Sætinu tveimur mínútum á undan Fylki sem er 5.Jónbi og Boggi eru í 3.Sæti þrettán mínútum á undan okkur.

Pétur og Heimir hafa verið að aka hreint æðislega og hafa rosalega mikla forustu í MAX-1 og 2000 flokki.Þeir voru reyndar í einhverju basli með bílinn undir lokin í kvöld en náðu að laga það,þeir eru staddir í 8.Sæti yfir heildina ekki nema 10sek á eftir Jóa og Lindu en Pétur og Heimir hafa verið að stríða 4x4 bílunum í dag.

Himmi og Vignir hafa mjög mikla forustu í jeppaflokki og þeir hafa verið að keyra vel í dag,ef þeir klára rallið landa þeir titli í jeppaflokknum.

Sigurður Bragi og Ísak eru með forustu í rallinu og hafa þeir 22 sek forskot á Danna og Ástu.En Danni hefur verið í einhverju basli í dag með bílinn,en það er ljóst að það verður hart barist á morgun því Jónbi og Boggi eru ekki nema 26 sek á eftir Danna.rallið heldur áfram á morgun.En allar upplýsingar má finna inn á www.rallyreykjavik.net og þar má finna einnig tíma á sérleiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilingar, þið eruð að standa ykkur mjög vel, hlakka til að sjá lokaúrslit.

Kveðja

Svanur

Svanur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Hannes Sigurbjörn Jónsson

hæ brósi, helv...var þetta fúlt í gær að þið skylduð ekki ná að klára...en ég veit að keppnismenn eins og þið takið þessu með jafnaðargeði og mætið bara tvíefldir til leiks í næsta ralli...en við getum verið að ánægðir með það að Pétuir og Heimir kláruðu og  enn einn titilinn í hús hjá okkur bræðrum.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, 19.8.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband