Keflavík verður ofar

ICEX-deildin-bordi-sm[1]Á fimmtudag byrjar keppni í Iceland Express deild karla og verða fjórir leikir á dagsrá.Kynningarfundur var í dag fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna,á fundinum var kynt spá formanna,þjálfara og fyrirliða liðanna.Samkvæmt spánni verða það KR og Keflavík sem sigra Iceland Express deildirnar í vetur.Keflavík er spáð 5.sæti í karla ég held að þeir verði nú ofar en það,mín spá kemur hér að neðan.

1.KR
2.Keflavík
3.Grindavík
4.Snæfell
5.Njarðvík
6.ÍR
7.Skallagrímur
8.Þór ak
9.Fjölnir
10.Hamar
11.Tindastóll
12.Stjarnan.

Einnig var kynt spá fyrir Iceland Express deild kvenna,og fyrstu deild karla og má sjá þessar spár inná www.kki.is .


mbl.is KR og Keflavík spáð Íslandsmeistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mér finnst þú hafa mikla trú á Suðurnesjaliðunum... KR, Snæfell, Skallagrímur og jafnvel ÍR koma öll til með að velgja undir veldi þeirra, að mínu mati. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað Njarðvík kemur til með að gera undir stjórn nýja stjórans, þó hann ætti að kunna fræðin og leikmannamál Keflavíkur hafa verið óljós og, að mér skilst, ekki enn komin á hreint; margir erlendir leikmenn og þ.a.l. mörg spurningarmerki... Ég spái Grindavík bestu gengi Suðurnesjaliða, enda með öflugan hóp og menn sem þekkjast.

 KR-ingar eru án efa með sterkasta liðið á pappírunum, eins langt og það nær og spurning hvernig Benni kemur til með að vinna með það auk þess sem hann kemur til með að vera undir meiri pressu en hann var á síðasta tímabili hvað árangur varðar.

 Snæfell hefur verið stígandi síðustu árin án þess að ná að vinna það sem allir sækjast eftir, Íslandsmeistaratitilinn og verður hann ugglaust krafan sem aðdáendur liðsins setja á herðar þess. Þeir eru með sterkann grunn í Sigga, Hlyni og Shouse o.fl. sem hafa verið að vinna undir stjórn Cotilla nú í nokkur ár og ef Deildarbikarinn er eitthvað til að fara eftir koma þeir til með að vera negldir nálægt toppnum í allan vetur. Síðan er úrslitakeppnin allt önnur keppni, einsog hefur sýnt sig síðustu árin.

 Ég tel að Skallagrímur komi til með að blanda sér í þessa baráttu líka. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara, Kenneth Webb, sem tekur við af Vali sem hefur náð undra árangri með miðlungs lið. Þeir hafa reyndar misst Jovan og Dimitar en halda öðrum, þ.á.m. Flake og fá Zekovic og franskan leikstjórnanda sem virðist vera öflugur. Liðið samanstendur af dugnaðarforkum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og heimavöllurinn hefur verið þeim drjúgur. Það að Webb hafi komið þeim í undanúrslit Deildarbikarsins (gegn sterku liði Grindvíkinga) segir sitt.

Jæja, held að þetta sé orðið ágætt að sinni. Ég hlakka til komandi körfuboltavetrar sem gefur fyrirheit fyrir jafn skemmtilegt og spennandi tímabil og varð raunin í fyrra. Læt fylgja mína spá fyrir tímabilið:

1. Snæfell
2. KR
3. Grindavík
4. Njarðvík
5. Skallagrímur
6. Keflavík
7. ÍR
8. Hamar
9. Þór Ak.
10. Stjarnan
11. Fjölnir
12. Tindastóll


 Körfuboltakveðja Sæmi 

Sæmi (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Mótormynd

Ég var nokkuð sáttur við spána sem var gefin út í dag, en ég er sammála þér að ég bjóst við að sjá Keflvíkinga ofar. Annars held ég að deildin verði jafnari núna en oft áður.

Mótormynd, 10.10.2007 kl. 01:57

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Stjarnan í 12. sæti? Er þetta einhver brandari?

Birgir Þór Bragason, 10.10.2007 kl. 07:40

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Nei Biggi þetta er ekki brandari,því miður þá hef ég bara ekki meiri trú á þeim,það er bara þíns liðs að afsanna þessa spá hjá mér..

P.S.ég er bara ennþá svo sár síðan í vor,þegar þeir unnu mitt lið í undanúrslitum1.deildar,áfram Breiðablik.

Heimir og Halldór Jónssynir, 10.10.2007 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband