Valdimar sigraði Haustsprett BÍKR
4.11.2007 | 20:54
Haustsprettur Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fór fram í dag.Ekin var 5.km spotti inn á Djúpavatni og voru fjórar ferðir í hvora átt samtals átta ferðir.
Mættir voru 12.ökumenn í þetta rall,það vantaði marga bíla sem hafa verið að keppa í toppbaráttunni í sumar,en engu að síður var þetta skemmtilegt rallý og allir höfðu gaman af.
Valdimar Jón Sveinsson sigraði þessa keppni eftir mikinn slag við Jóhannes Gunnarsson.Þetta er fyrsta keppnin sem Valdi sigrar í ralli,en hann er einn af mörgum efnilegum rallökumönnum okkar.
Úrslitin úr rallinu eru hér að neðan.
1.Valdimar Jón Sveinsson N Subaru impreza
2.Jóhannes V Gunnarsson N MMC Lancer EVO 5
3.Hilmar B Þráinsson J Jeep GRAND Cherokee ORVIS
4.Sigurður Óli Gunnarsson N Toyota Celica 185
5.Þórður Bragason 1600 Toyota Corolla
6.Gunnar Freyr Hafsteinsson 1600 Suzuki
7.Sigmundur Guðnason J Jeep Cherokee
8.Guðmundur Orri Arnarson 2000 Renault Clio
9.Kjartan Marinó Kjartansson 1600 Toyota Corolla
10.Fylkir A. Jónsson N Subaru Impreza STI
11.Kristján V Þórmarsson 2000 Nissan Sunny
12.Lísibet Þórmarsdóttir 2000 Nissan Sunny.
Sýnt var frá rallinu í fréttum á rúv í kvöld,sjá það hér http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338477/17 .
Mynd www.motormynd.blog.is ,Valdi á ferð í haustralli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.